Justin Trudeau við flóttamenn: „Verið velkomin til Kanada“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2017 09:26 Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, stendur fyrir annarri stefnu en forseti Bandaríkjanna. vísir/epa Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir á Twitter aðgangi sínum að þeir sem flýji ofsóknir, hryðjuverk og stríð séu velkomnir til Kanada, óháð trú sinni. Með þessari færslu, sem má sjá hér að neðan, er Trudeau að taka afstöðu gegn fyrirskipun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sem hann undirritaði í gær og meinar ríkisborgurum Íraks, Írans, Libíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin. Samkvæmt fyrirskipuninni skiptir engu máli hvort viðkomandi sé með varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum, það er svokallað græna kort.Í gær varð uppi fótur og fit á flugvöllum víðsvegar um Bandaríkin vegna fyrirskipunarinnar, en flugmálayfirvöld hafa átt í erfiðleikum með það hvernig túlka eigi nýju lögin og framfylgja þeim. Í gær var til að mynda tveimur írökskum borgurum meinuð inngöngu i landið, sem hafa græna kortið og búið í landinu í áratugi. Þá hefur fjölmiðlum vestanhafs borist margar tilkynningar um að háskólanemar sem haft hafa fasta búsetu í Bandaríkjunum, geti ekki lengur snúið aftur, eftir að hafa verið staddir utan landsteinanna á meðan ákvörðun Trump var tekin. Trudeau hefur frá því að hann tók við embætti vakið athygli fyrir skelegga framkomu sína og frjálslynd viðhorf, en Kanada hefur tekið á móti 40 þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi síðastliðnu þrettán mánuði. Trudeau hefur ekki gagnrýnt Trump með beinum hætti, en hann er talinn einblína á samband ríkjanna til langframa, en ríkin tvö eiga í miklu efnahagslegu sambandi við hvort annað. Kanada mun hleypa 300.000 innflytjendum inn í landið árið 2017.To those fleeing persecution, terror & war, Canadians will welcome you, regardless of your faith. Diversity is our strength #WelcomeToCanada— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 28, 2017 #WelcomeToCanada pic.twitter.com/47edRsHLJ5— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 28, 2017 Donald Trump Flóttamenn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir á Twitter aðgangi sínum að þeir sem flýji ofsóknir, hryðjuverk og stríð séu velkomnir til Kanada, óháð trú sinni. Með þessari færslu, sem má sjá hér að neðan, er Trudeau að taka afstöðu gegn fyrirskipun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sem hann undirritaði í gær og meinar ríkisborgurum Íraks, Írans, Libíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin. Samkvæmt fyrirskipuninni skiptir engu máli hvort viðkomandi sé með varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum, það er svokallað græna kort.Í gær varð uppi fótur og fit á flugvöllum víðsvegar um Bandaríkin vegna fyrirskipunarinnar, en flugmálayfirvöld hafa átt í erfiðleikum með það hvernig túlka eigi nýju lögin og framfylgja þeim. Í gær var til að mynda tveimur írökskum borgurum meinuð inngöngu i landið, sem hafa græna kortið og búið í landinu í áratugi. Þá hefur fjölmiðlum vestanhafs borist margar tilkynningar um að háskólanemar sem haft hafa fasta búsetu í Bandaríkjunum, geti ekki lengur snúið aftur, eftir að hafa verið staddir utan landsteinanna á meðan ákvörðun Trump var tekin. Trudeau hefur frá því að hann tók við embætti vakið athygli fyrir skelegga framkomu sína og frjálslynd viðhorf, en Kanada hefur tekið á móti 40 þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi síðastliðnu þrettán mánuði. Trudeau hefur ekki gagnrýnt Trump með beinum hætti, en hann er talinn einblína á samband ríkjanna til langframa, en ríkin tvö eiga í miklu efnahagslegu sambandi við hvort annað. Kanada mun hleypa 300.000 innflytjendum inn í landið árið 2017.To those fleeing persecution, terror & war, Canadians will welcome you, regardless of your faith. Diversity is our strength #WelcomeToCanada— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 28, 2017 #WelcomeToCanada pic.twitter.com/47edRsHLJ5— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 28, 2017
Donald Trump Flóttamenn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira