Ólafía Þórunn lék lokahringinn á tveimur höggum undir pari Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. janúar 2017 19:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir horfir á eftir fyrsta upphafshöggi dagsins Mynd/GSÍ/seth@golf.is Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lék seinasta hringinn á Pure Silk Championship á LPGA-mótaröðinni á tveimur höggum undir pari og lenti í 69-72. sæti á alls fimm höggum undir pari í frumraun sinni á þessari sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna. Ólafía byrjaði mótið af krafti og var á sjö höggum undir pari eftir tvo daga en þreytan fór að taka til sín á þriðja degi og lék hún á fjórum höggum yfir pari á þriðja hring. Sjá einnig: Ólafía Þórunn í 69. sæti eftir erfiðan þriðja hring Hún lék frábært golf í dag og tapaði aðeins höggi á einni holu, þeirri sextándu þar sem hún fékk tvöfaldan skolla í fyrsta og eina skiptið á mótinu. Annars lék hún stöðugt golf og fékk þrettán pör og fjóra fugla. Ólafía byrjaði á tíundu braut í dag og byrjaði af krafti en hún fékk fugl strax á annari braut. Fylgdi hún því eftir með fugli á fimmtu braut en tvöfaldur skolli kom henni aftur á parið á sjöundu braut. Ólafía lét það ekki trufla sig og krækti í fugl strax á næstu holu og var því einu höggi undir pari eftir fyrri níu holur dagsins eftir par á 18. braut. Lék hún afar stöðugt golf á seinni níu holum dagsins en hún fékk par á fyrstu sex holunum á seinni níu holunum. Náði hún að krækja í fugl á sextándu holunni og var hún því komin tveimur höggum undir par á deginum og alls fjórum höggum undir par. Fylgdi hún því eftir með tveimur pörum og lauk því leik á fjórum höggum undir pari í 69-72. sæti ásamt spænsku kylfingunum Maria Parra, Belen Mozo og Amelia Lewis. Frumraun hennar á þessari sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna gekk því vel en hún viðurkenndi sjálf að undirbúningurinn hefði getað verið betri eftir að hafa gengist undir aðgerð rétt fyrir jól. Hún nær vonandi að byggja á þessari reynslu fyrir næsta mót sem hefst þann 16. febrúar næstkomandi í Adelaide í Ástralíu. Golf Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lék seinasta hringinn á Pure Silk Championship á LPGA-mótaröðinni á tveimur höggum undir pari og lenti í 69-72. sæti á alls fimm höggum undir pari í frumraun sinni á þessari sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna. Ólafía byrjaði mótið af krafti og var á sjö höggum undir pari eftir tvo daga en þreytan fór að taka til sín á þriðja degi og lék hún á fjórum höggum yfir pari á þriðja hring. Sjá einnig: Ólafía Þórunn í 69. sæti eftir erfiðan þriðja hring Hún lék frábært golf í dag og tapaði aðeins höggi á einni holu, þeirri sextándu þar sem hún fékk tvöfaldan skolla í fyrsta og eina skiptið á mótinu. Annars lék hún stöðugt golf og fékk þrettán pör og fjóra fugla. Ólafía byrjaði á tíundu braut í dag og byrjaði af krafti en hún fékk fugl strax á annari braut. Fylgdi hún því eftir með fugli á fimmtu braut en tvöfaldur skolli kom henni aftur á parið á sjöundu braut. Ólafía lét það ekki trufla sig og krækti í fugl strax á næstu holu og var því einu höggi undir pari eftir fyrri níu holur dagsins eftir par á 18. braut. Lék hún afar stöðugt golf á seinni níu holum dagsins en hún fékk par á fyrstu sex holunum á seinni níu holunum. Náði hún að krækja í fugl á sextándu holunni og var hún því komin tveimur höggum undir par á deginum og alls fjórum höggum undir par. Fylgdi hún því eftir með tveimur pörum og lauk því leik á fjórum höggum undir pari í 69-72. sæti ásamt spænsku kylfingunum Maria Parra, Belen Mozo og Amelia Lewis. Frumraun hennar á þessari sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna gekk því vel en hún viðurkenndi sjálf að undirbúningurinn hefði getað verið betri eftir að hafa gengist undir aðgerð rétt fyrir jól. Hún nær vonandi að byggja á þessari reynslu fyrir næsta mót sem hefst þann 16. febrúar næstkomandi í Adelaide í Ástralíu.
Golf Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira