Geggjað að vera undir pari þrjá daga af fjórum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. janúar 2017 06:00 Ólafía Þórunn lék á fimm höggum undir pari á Bahamaeyjum. MYND/GSÍ/SETH@GOLF.IS Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk keppni á Pure Silk Bahama Classic mótinu á Bahamaeyjum í gærkvöldi. Þetta var frumraun hennar á stærsta sviðinu, LPGA mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi. „Ég er mjög sátt. Það var geggjað að ná niðurskurði og vera undir pari á þremur dögum af fjórum,“ sagði Ólafía í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Ólafía lauk keppni á fimm höggum undir pari og endaði í 69.-72. sæti af 108 keppendum. Ólafía lék frábært golf fyrstu tvo keppnisdagana og var samtals á sjö höggum undir pari eftir þá. Dagur tvö var sérstaklega góður hjá Ólafíu en þar tapaði hún ekki höggi, lék á fimm höggum undir pari og komst auðveldlega í gegnum niðurskurðinn. En fór frammistaðan fram úr hennar björtustu vonum?Hugsar væntingalaust „Ég myndi ekki segja það. Ég hugsa væntingalaust, þannig stend ég mig best. Ég trúi að ég geti spilað mjög vel en hugsa ekki mikið um það,“ sagði Ólafía. Henni tókst ekki jafn vel upp á þriðja deginum. Þar fékk Ólafía fimm skolla, aðeins einn fugl og tók tvisvar sinnum víti á hringnum. Hún lék þriðja hringinn á samtals fjórum höggum yfir pari.Leið skringilega Ólafía segir að henni hafi liðið undarlega á laugardaginn og hreinlega ekki verið með sjálfri sér. „Dagar eitt, tvö og fjögur voru mjög svipaðir. Það fóru bara fleiri pútt ofan í annan daginn. Þriðji dagurinn var „off-dagur“. Mér leið skringilega og gat ekki einbeitt mér. Mér leið eins og einhverri allt annarri,“ sagði Ólafía sem útilokar ekki að þreyta hafi gert vart við sig. Hún fór í stóra kjálkaaðgerð fyrir jól en það getur tekið nokkrar vikur að jafna sig á henni. „Það gæti verið. Ég var svolítið þreytt. En ég var aðeins frískari í dag og náði að hvílast vel. Ég fór líka til sjúkraþjálfara og fékk nudd,“ sagði Ólafía sem náði sér mun betur á strik í gær. Þar fékk hún fjóra fugla og lék alls á tveimur höggum undir pari.Vinkonan hjálpaði til Mótið á Bahamaeyjum er það stærsta á ferli Ólafíu. Þrátt fyrir það segist hún ekki hafa fundið fyrir stressi úti á vellinum. Það hafi líka hjálpað að vera með vinkonu sinni í ráshóp fyrstu tvo dagana. „Þetta var ótrúlega gaman og ekkert stress. Ég var heppin að vera með Cheyenne Woods í ráshóp, það hjálpaði mér mikið að vera afslöppuð. Það var mjög gaman hjá okkur,“ sagði Ólafía en þær Woods voru saman í Wake Forest-háskólanum í Norður-Karólínu.Ástralía næst á dagskrá Ólafía segir að frammistaðan á mótinu á Bahamaeyjum gefi henni byr undir báða vængi fyrir framhaldið. „Þetta gefur mér meira sjálfstraust og meiri reynslu. Ég held áfram að reyna að bæta mig,“ sagði Ólafía sem ætlar að slappa af á Bahamaeyjum í dag. Síðan tekur við undirbúningur fyrir næsta mót sem fer fram í Adelaide í Ástralíu 16.-19. febrúar. „Ég tek einn aukadag hér og fer svo til Orlando í fimm daga. Ég kem svo til Íslands og nokkrum dögum síðar fer ég til Ástralíu,“ sagði Ólafía sem býst við að undirbúningurinn fyrir mótið í Ástralíu verði svipaður og fyrir mótið um helgina. „Mesta áherslan er á stutta spilið og gæði í slættinum. Ég held að ég sé á réttri leið með æfingarnar.“ Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk keppni á Pure Silk Bahama Classic mótinu á Bahamaeyjum í gærkvöldi. Þetta var frumraun hennar á stærsta sviðinu, LPGA mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi. „Ég er mjög sátt. Það var geggjað að ná niðurskurði og vera undir pari á þremur dögum af fjórum,“ sagði Ólafía í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Ólafía lauk keppni á fimm höggum undir pari og endaði í 69.-72. sæti af 108 keppendum. Ólafía lék frábært golf fyrstu tvo keppnisdagana og var samtals á sjö höggum undir pari eftir þá. Dagur tvö var sérstaklega góður hjá Ólafíu en þar tapaði hún ekki höggi, lék á fimm höggum undir pari og komst auðveldlega í gegnum niðurskurðinn. En fór frammistaðan fram úr hennar björtustu vonum?Hugsar væntingalaust „Ég myndi ekki segja það. Ég hugsa væntingalaust, þannig stend ég mig best. Ég trúi að ég geti spilað mjög vel en hugsa ekki mikið um það,“ sagði Ólafía. Henni tókst ekki jafn vel upp á þriðja deginum. Þar fékk Ólafía fimm skolla, aðeins einn fugl og tók tvisvar sinnum víti á hringnum. Hún lék þriðja hringinn á samtals fjórum höggum yfir pari.Leið skringilega Ólafía segir að henni hafi liðið undarlega á laugardaginn og hreinlega ekki verið með sjálfri sér. „Dagar eitt, tvö og fjögur voru mjög svipaðir. Það fóru bara fleiri pútt ofan í annan daginn. Þriðji dagurinn var „off-dagur“. Mér leið skringilega og gat ekki einbeitt mér. Mér leið eins og einhverri allt annarri,“ sagði Ólafía sem útilokar ekki að þreyta hafi gert vart við sig. Hún fór í stóra kjálkaaðgerð fyrir jól en það getur tekið nokkrar vikur að jafna sig á henni. „Það gæti verið. Ég var svolítið þreytt. En ég var aðeins frískari í dag og náði að hvílast vel. Ég fór líka til sjúkraþjálfara og fékk nudd,“ sagði Ólafía sem náði sér mun betur á strik í gær. Þar fékk hún fjóra fugla og lék alls á tveimur höggum undir pari.Vinkonan hjálpaði til Mótið á Bahamaeyjum er það stærsta á ferli Ólafíu. Þrátt fyrir það segist hún ekki hafa fundið fyrir stressi úti á vellinum. Það hafi líka hjálpað að vera með vinkonu sinni í ráshóp fyrstu tvo dagana. „Þetta var ótrúlega gaman og ekkert stress. Ég var heppin að vera með Cheyenne Woods í ráshóp, það hjálpaði mér mikið að vera afslöppuð. Það var mjög gaman hjá okkur,“ sagði Ólafía en þær Woods voru saman í Wake Forest-háskólanum í Norður-Karólínu.Ástralía næst á dagskrá Ólafía segir að frammistaðan á mótinu á Bahamaeyjum gefi henni byr undir báða vængi fyrir framhaldið. „Þetta gefur mér meira sjálfstraust og meiri reynslu. Ég held áfram að reyna að bæta mig,“ sagði Ólafía sem ætlar að slappa af á Bahamaeyjum í dag. Síðan tekur við undirbúningur fyrir næsta mót sem fer fram í Adelaide í Ástralíu 16.-19. febrúar. „Ég tek einn aukadag hér og fer svo til Orlando í fimm daga. Ég kem svo til Íslands og nokkrum dögum síðar fer ég til Ástralíu,“ sagði Ólafía sem býst við að undirbúningurinn fyrir mótið í Ástralíu verði svipaður og fyrir mótið um helgina. „Mesta áherslan er á stutta spilið og gæði í slættinum. Ég held að ég sé á réttri leið með æfingarnar.“
Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira