Þetta er ógeðslega leiðinlegt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. janúar 2017 06:00 Aron er í kapphlaupi við tímann. vísir/getty Þegar aðeins einn dagur er í að Ísland hefji leik á heimsmeistaramótinu í Frakklandi er enn óvissa um hverjir séu að fara að spila fyrir liðið. Stærsta spurningamerkið er auðvitað stjarna liðsins, Aron Pálmarsson, en hann er þó kominn til Frakklands og æfði með liðinu í gær. Vignir Svavarsson er enn á Íslandi veikur og Stefán Rafn Sigurmannsson kom til Frakklands vegna meiðsla Bjarka Más Elíssonar. Stríðsjálkarnir Arnór Atlason og Ásgeir Örn Hallgrímsson virðast þó vera klárir í bátana. „Ég er búinn með eina æfingu hérna þar sem ég beitti mér svona 70-80 prósent. Þetta gekk svona allt í lagi. Sumt var í lagi en ég var verri í ákveðnum hreyfingum. Ég fékk svo sprautu fyrir um viku síðan og við erum að bíða eftir að virknin í henni „kikki“ almennilega inn,“ sagði Aron eftir æfingu íslenska liðsins í Metz í gær en hann segist vera í kappi við tímann og ómögulegt að segja hvernig hans mál endi. Sjá einnig: Aron: Ég er í kappi við tímann „Kannski verð ég miklu betri á morgun og svo kannski ekki. Ég vonast eftir hinu besta. Ég er svipaður og ég var eftir æfingar síðast en öðruvísi samt út af sprautunni. Vonandi skilar sprautan sínu og það heldur bjartsýninni gangandi.“ Það þarf auðvitað ekkert að fjölyrða um mikilvægi Arons í íslenska liðinu. Hann er besti leikmaður liðsins og það yrði gríðarlegt högg ef hann spilar ekki. Kemur til greina að hann sleppi fyrstu leikjunum og komi svo inn jafnvel um miðja riðlakeppnina? „Það er auðvitað möguleiki að sleppa fyrsta eða jafnvel tveim fyrstu. Á meðan möguleikinn er fyrir hendi að ég geti spilað þá mun ég vera hérna. Ef ég verð ekki orðinn nógu góður fyrir þriðja eða fjórða leik þá hef ég ekkert að gera hérna. Það er erfitt að segja eitthvað því ég veit svo lítið sjálfur. Þetta er bara bið,“ segir Aron og það leynir sér ekki að þetta ástand fer í taugarnar á honum. Sjá einnig: Kristján Arason: Eigum að gera kröfu á 3. sætið í riðlinum „Ég er orðinn mjög pirraður á þessu því þetta er búið að standa yfir allt of lengi. Það versta fyrir íþróttamann er að vera meiddur og þetta er ógeðslega leiðinlegt. Annað hvort í spesæfingum eða horfa á hina æfa. Það fer í hausinn á manni en ég reyni að tækla þetta eins vel og ég get. Þessi meiðsli eru búin að vera að plaga mig síðan í byrjun nóvember.“ Íslenska liðið æfir aftur í dag og eftir æfingu dagsins ætti að koma í ljós hvort Aron verði klár í fyrsta leik gegn Spánverjum eður ei.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Þegar aðeins einn dagur er í að Ísland hefji leik á heimsmeistaramótinu í Frakklandi er enn óvissa um hverjir séu að fara að spila fyrir liðið. Stærsta spurningamerkið er auðvitað stjarna liðsins, Aron Pálmarsson, en hann er þó kominn til Frakklands og æfði með liðinu í gær. Vignir Svavarsson er enn á Íslandi veikur og Stefán Rafn Sigurmannsson kom til Frakklands vegna meiðsla Bjarka Más Elíssonar. Stríðsjálkarnir Arnór Atlason og Ásgeir Örn Hallgrímsson virðast þó vera klárir í bátana. „Ég er búinn með eina æfingu hérna þar sem ég beitti mér svona 70-80 prósent. Þetta gekk svona allt í lagi. Sumt var í lagi en ég var verri í ákveðnum hreyfingum. Ég fékk svo sprautu fyrir um viku síðan og við erum að bíða eftir að virknin í henni „kikki“ almennilega inn,“ sagði Aron eftir æfingu íslenska liðsins í Metz í gær en hann segist vera í kappi við tímann og ómögulegt að segja hvernig hans mál endi. Sjá einnig: Aron: Ég er í kappi við tímann „Kannski verð ég miklu betri á morgun og svo kannski ekki. Ég vonast eftir hinu besta. Ég er svipaður og ég var eftir æfingar síðast en öðruvísi samt út af sprautunni. Vonandi skilar sprautan sínu og það heldur bjartsýninni gangandi.“ Það þarf auðvitað ekkert að fjölyrða um mikilvægi Arons í íslenska liðinu. Hann er besti leikmaður liðsins og það yrði gríðarlegt högg ef hann spilar ekki. Kemur til greina að hann sleppi fyrstu leikjunum og komi svo inn jafnvel um miðja riðlakeppnina? „Það er auðvitað möguleiki að sleppa fyrsta eða jafnvel tveim fyrstu. Á meðan möguleikinn er fyrir hendi að ég geti spilað þá mun ég vera hérna. Ef ég verð ekki orðinn nógu góður fyrir þriðja eða fjórða leik þá hef ég ekkert að gera hérna. Það er erfitt að segja eitthvað því ég veit svo lítið sjálfur. Þetta er bara bið,“ segir Aron og það leynir sér ekki að þetta ástand fer í taugarnar á honum. Sjá einnig: Kristján Arason: Eigum að gera kröfu á 3. sætið í riðlinum „Ég er orðinn mjög pirraður á þessu því þetta er búið að standa yfir allt of lengi. Það versta fyrir íþróttamann er að vera meiddur og þetta er ógeðslega leiðinlegt. Annað hvort í spesæfingum eða horfa á hina æfa. Það fer í hausinn á manni en ég reyni að tækla þetta eins vel og ég get. Þessi meiðsli eru búin að vera að plaga mig síðan í byrjun nóvember.“ Íslenska liðið æfir aftur í dag og eftir æfingu dagsins ætti að koma í ljós hvort Aron verði klár í fyrsta leik gegn Spánverjum eður ei.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira