Hatar Ólympíuleikana og þetta er ástæðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2017 13:30 Rory McIlroy. Vísir/Getty Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy þótti ekki vera að gera íþrótt sinni mikinn greiða síðasta sumar þegar hann „skrópaði“ á Ólympíuleikana í Ríó og lét í kjölfarið hafa eftir sér að hann ætlaði ekki einu sinni að horfa á golfkeppni leikanna. Rory McIlroy var reyndar ekki eini heimsþekkti kylfingurinn sem sleppti því að fljúga suður til Brasilíu en fór lengst í gagnrýni sinni á golfkeppni leikanna. Í nýju viðtali Rory McIlroy við Independent á Írlandi kom raunveruleg ástæða fyrir því af hverju McIlroy var svona neikvæður út í Ólympíuleikana í sumar. McIlroy sagði á sínum tíma að hann færi ekki á Ólympíuleikana vegna ótta við að veikjast af Zíka-veirunni en það var samt annað sem var að trufla kappann. Neikvæði Rory McIlroy tengdist því að þurfa að velja á milli þess að keppa fyrir Írland eða fyrir Bretland. Hann var svo ósáttur með að vera settur í þá stöðu að þurfa að velja að hann á endanum taldi þetta ekki þess virði. „Hver er ég? Hvaðan kem ég? Hvar liggur hollustan mín? Fyrir hvern ætla ég að spila? Hverjum vil ég síst koma í uppnám?,“ segir Rory McIlroy hafa verið spurningar sem komu upp í kollinn hans. „Ég fór að hata þessa stöðu sem ég var settur í og geri enn. Ég hata Ólympíuleikana fyrir að setja mig í slíka stöðu. Hvort sem það er rétt eða rangt þá líður mér þannig,“ sagði Rory McIlroy í viðtalinu. Rory McIlroy sagði líka frá því þegar hann sendi nýkrýndum Ólympíumeistara smáskilaboð þar sem hann óskaði Justin Rose til hamingju með sigurinn. Rose spurði hvort McIlroy liði eins og hann hafi misst af einhverju. „Ég sagði honum að mér hefði liðið mjög óþægilega á verðlaunapallinum hvort sem er að írski fáninn hefði farið upp eða breski fáninn hefði farið upp. Ég þekki ekki textann við hvorugan þjóðsönginn og ég hef enga tengingu við fánana. Ég vil ekki að þetta snúist um þjóðfána,“ sagði Rory McIlroy. Rory McIlroy segist líka sjá eftir því að hafa látið hafa það eftir sér að hann ætlaði ekki einu sinni á horfa á golfkeppni Ólympíuleikanna í sjónvarpið. „Ég fékk ekkert nema spurningar um Ólympíuleikanna og þetta var bara einni spurningu of mikið,“ sagði Rory McIlroy. Golf Ólympíuleikar 2016 í Ríó Zíka Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy þótti ekki vera að gera íþrótt sinni mikinn greiða síðasta sumar þegar hann „skrópaði“ á Ólympíuleikana í Ríó og lét í kjölfarið hafa eftir sér að hann ætlaði ekki einu sinni að horfa á golfkeppni leikanna. Rory McIlroy var reyndar ekki eini heimsþekkti kylfingurinn sem sleppti því að fljúga suður til Brasilíu en fór lengst í gagnrýni sinni á golfkeppni leikanna. Í nýju viðtali Rory McIlroy við Independent á Írlandi kom raunveruleg ástæða fyrir því af hverju McIlroy var svona neikvæður út í Ólympíuleikana í sumar. McIlroy sagði á sínum tíma að hann færi ekki á Ólympíuleikana vegna ótta við að veikjast af Zíka-veirunni en það var samt annað sem var að trufla kappann. Neikvæði Rory McIlroy tengdist því að þurfa að velja á milli þess að keppa fyrir Írland eða fyrir Bretland. Hann var svo ósáttur með að vera settur í þá stöðu að þurfa að velja að hann á endanum taldi þetta ekki þess virði. „Hver er ég? Hvaðan kem ég? Hvar liggur hollustan mín? Fyrir hvern ætla ég að spila? Hverjum vil ég síst koma í uppnám?,“ segir Rory McIlroy hafa verið spurningar sem komu upp í kollinn hans. „Ég fór að hata þessa stöðu sem ég var settur í og geri enn. Ég hata Ólympíuleikana fyrir að setja mig í slíka stöðu. Hvort sem það er rétt eða rangt þá líður mér þannig,“ sagði Rory McIlroy í viðtalinu. Rory McIlroy sagði líka frá því þegar hann sendi nýkrýndum Ólympíumeistara smáskilaboð þar sem hann óskaði Justin Rose til hamingju með sigurinn. Rose spurði hvort McIlroy liði eins og hann hafi misst af einhverju. „Ég sagði honum að mér hefði liðið mjög óþægilega á verðlaunapallinum hvort sem er að írski fáninn hefði farið upp eða breski fáninn hefði farið upp. Ég þekki ekki textann við hvorugan þjóðsönginn og ég hef enga tengingu við fánana. Ég vil ekki að þetta snúist um þjóðfána,“ sagði Rory McIlroy. Rory McIlroy segist líka sjá eftir því að hafa látið hafa það eftir sér að hann ætlaði ekki einu sinni á horfa á golfkeppni Ólympíuleikanna í sjónvarpið. „Ég fékk ekkert nema spurningar um Ólympíuleikanna og þetta var bara einni spurningu of mikið,“ sagði Rory McIlroy.
Golf Ólympíuleikar 2016 í Ríó Zíka Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti