Handbolti

Geir: Slóvenar fögnuðu þegar þeir fréttu af fjarveru Arons

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stóra fréttin í íslensku íþróttalífi í dag er að Aron Pálmarsson verður ekki með handboltalandsliðinu á HM í Frakklandi sem hefst í kvöld.

Aron er meiddur í nára og hefur verið frá keppni undanfarnar vikur. Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, segir gott að óvissunni um Aron sé eytt þótt það sé auðvitað mikið áfall að missa þennan lykilmann.

„Þetta er tvenns konar. Annars vegar er þetta jákvætt að óvissunni er eytt og núna vitum við nákvæmlega hver staðan er. Ég tilkynnti leikmönnum þetta í morgun. Við vonuðum allir, og þess vegna biðum við svona lengi að taka endanlega ákvörðun, að Aron gæti spilað,“ sagði Geir í samtali við Arnar Björnsson í Metz í dag.

„Á móti kemur að þetta er gríðarlega öflugur leikmaður og það er ljóst að við náum ekki að tefla okkar sterkasta liði fram. Ég heyrði því m.a. fleygt að þegar Slóvenarnir fréttu þetta hafi þeir fagnað mikið á hótelinu sínu. Kannski getum við nýtt það,“ bætti Geir við.

Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Þar er einnig rætt við landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson.


Tengdar fréttir

Aron verður ekki með á HM

Það varð ljóst nú rétt fyrir hádegi að besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins, Aron Pálmarsson, verður ekki með á HM í Frakklandi.

Þetta er ógeðslega leiðinlegt

Aron Pálmarsson kom með íslenska landsliðinu til Metz. Það er ekki enn ljóst hvort hann spilar með landsliðinu á HM. Hann fékk sprautu fyrir um viku sem hann vonast til að hjálpi sér að geta spilað á mótinu.

Bjarki: Það er ekkert að mér

Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson tók af allan vafa um það hvort hann myndi spila gegn Spánverjum á morgun er hann ræddi við blaðamann Vísis nú seinni partinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×