Handbolti

Túnisar og Japanir sprungu á limminu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kiril Lazarov skoraði 12 mörk gegn Túnis.
Kiril Lazarov skoraði 12 mörk gegn Túnis. vísir/epa
Makedónía vann fjögurra marka sigur á Túnis, 34-30, þegar liðin mættust í B-riðli á HM í handbolta í dag.

Makedónía er því með tvö stig í riðlinum líkt og Slóvenía sem vann öruggan sigur á Angóla fyrr í dag.

Kiril Lazarov skoraði 12 mörk fyrir Makedóníumenn tryggðu sér stigin tvö með frábærum endasprett.

Oussama Boughanmi kom Túnis í 20-24 þegar 20 mínútur voru eftir. Þá tóku Makedóníumenn við sér og hreinlega keyrðu yfir Túnisa sem virtust búnir á því.

Makedóníumenn skoruðu hvert markið á fætur öðru á lokakafla leiksins og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 34-30.

Lazarov var markahæstur í liði Makedóníu með 12 mörk en Dejan Manaskov og Stojanche Stoilov komu næstir með sjö mörk hvor. Boughami skoraði níu mörk fyrir Túnis og Issam Tej sjö.

Pavel Atman skoraði sex mörk fyrir Rússland.vísir/getty
Í A-riðli vann Rússland 10 marka sigur á Japan, 39-29.

Aðeins þremur mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 18-15, og Japanir náðu tvisvar að minnka muninn í eitt mark í upphafi seinni hálfleiks.

En í stöðunni 25-24 skildu leiðir, Rússar skoruðu fjögur mörk í röð og stungu af. Á endanum munaði 10 mörkum á liðunum, 39-29.

Rússar eru með tvö stig í A-riðli, líkt og Frakkar sem rúlluðu yfir Brasilíumenn í gær.

Timur Dibirov, Daniil Shiskarev og Pavel Atman skoruðu sex mörk hver fyrir Rússland. Hiroki Shida var markahæstur í liði Japans með sjö mörk.


Tengdar fréttir

Omeyer í ham í stórsigri Frakka

Frakkar áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja Brasilíumenn að velli í upphafsleik HM 2017. Lokatölur 31-16, Frakklandi í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×