Handbolti

Guðjón Valur: Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins.
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. Vísir/Getty
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson virtist ekki ánægður með spurningu sem hann fékk í viðtali við Rúv eftir tapið gegn Spánverjum á HM í handbolta í gær.

Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður á Rúv, stýrði viðtalinu og spurði Guðjón Val hvort að Íslendingar þyrftu ekki að stytta „gamla, vonda slæma kaflann“.

Ísland var yfir í hálfleik, 12-10, en Spánverjar gerðu út um leikinn með 6-0 kafla í síðari hálfleik.

„Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig. Þetta er dautt, ef ekki á þessari öld þá [...],“ sagði fyrirliðinn þá.

„Jú, jú, við getum byrjað á þessu aftur. Allt í lagi, frábært. Slæmi kaflinn, hann drap okkur.“

Sjá einnig: Sorg á Twitter í seinni hálfleik: "Slæmi kaflinn, góða kvöldið“

Þar með var viðtalinu lokið og tóku við umræður í myndveri Rúv í Efstaleiti. Logi Geirsson, annar sérfræðinga í myndveri, tjáði sig um málið.

Viðtalið má sjá hér að neðan.

„Guðjón Valur verður að þola þetta. Þetta var slæmur kafli. Það kemur vondur kafli hjá okkur og hann gerir út af við okkur.“

„Það er hárrétt að spyrja þessarar spurningar. Það kemur 6-0 kafli hjá okkur. Sá sem segir að það kemur ekki slæmur kafli, hann verður að endurskoða eitthvað,“ sagði Logi.

Sjá einnig: Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni

Umrætt viðtal má sjá á vef Rúv en það hefst eftir tvær klukkustundir, eina mínútu og 50 sekúndur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×