Umfjöllun: Ísland - Túnis 22-22 | Fyrsta stigið kom í háspennuleik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. janúar 2017 15:15 Eitt stig niðurstaðan. vísir/epa Strákarnir okkar eru komnir á blað eftir að hafa gert jafntefli, 22-22, í ótrúlegum háspennuleik gegn Túnis. Strákarnir voru að spila á hálfgerðum útivelli því þó svo íslensku stuðningsmennirnir hafi látið vel í sér heyra þá var miklu meira af fólki komið frá Túnis og það lét vel í sér heyra. Strákarnir fóru ágætlega af stað en fljótt kom smá hikst í sóknarleikinn. Strákarnir að gera sig seka um klaufamistök og Túnisarnir skoruðu auðveld mörk og komust yfir, 3-6, eftir tíu mínútna leik. Það lak í gegnum vörnina og Túnisarnir fengu gott skot eða víti. Tvær brottvísanir snemma leiks hjálpuðu ekki til. Þess utan skoruðu Túnisar í tvígang í tómt mark Íslands. Þá var Geir nóg boðið og tók leikhlé. Bjarki Már Gunnarsson kom í vörnina og hún skánaði lítið við það. Amine Bannour raðaði inn mörkum að vild. Í sókninni gerði liðið vart annað en að kasta boltanum frá sér. Geir reyndi að bregðast við og skipti grimmt en hefði að ósekju mátt taka Ólaf Guðmundsson fyrr af velli hann var afar vanstilltur þær 16 mínútur sem hann spilaði. Janus Daði Smárason kom inn fyrir Óla og með hann í banastuði fór íslenska liðið að saxa á forskot Túnisanna. Í stöðunni 8-10 tóku Túnisbúar leikhlé. Strákarnir fengu tvö tækifæri til þess að jafna leikinn en fóru illa að ráði sínu. Staðan í hálfleik 11-13 og galopinn leikur. Vel ásættanleg staða miðað við sjö tapaða bolta, fjóra brottrekstra, þokkalega vörn, litla markvörslu og að liðið hafi leyft Bannour skora átta mörk í hálfleiknum. Já, liðið var lélegt í fyrri hálfleik og átti sem sagt mikið inni. Strákarnir héldu áfram að vera mistækir í sókninni í upphafi síðari hálfleiks en sem betur fer var liðið að spila flottan varnarleik og Aron Rafn kom inn og varði sín fyrstu skot í mótinu. Þá komu hraðaupphlaup og Ísland komst yfir, 14-13, þegar rúmar fimm mínútur voru búnar af síðari hálfleik. Túnisarnir hreinlega gátu ekki keypt sér mark framan af síðari hálfleik og Guðjón Valur kom Íslandi í 16-14 með marki úr hraðaupphlaupi. Manni færri varði liðið svo tvö skot og skoraði úr hraðaupphlaupi. Það var gjörsamlega allt að ganga upp. 17-14 og þá fóru strákarnir að hleypa Túnisunum aftur inn í leikinn í stað þess að stíga bensínið í botn og skilja þá eftir í rykinu. Í stöðunni 18-18 virtust strákarnir vera að missa hausinn en þá kom Aron Rafn með tvær lykilvörslur, tvö hraðaupphlaup og Ísland 20-18 yfir er tíu mínútur voru eftir. Lokakaflinn var síðan ekki fyrir hjartveika. Túnisarnir jafna, 21-21, þegar fjórar mínútur voru eftir og allt gjörsamlega vitlaust í húsinu. Arnar Freyr skoraði mark í anda Robba Gunn til að koma Íslandi yfir er tvær múnútur voru eftir. Túnis jafnar er 80 sekúndur voru eftir. Ásgeir Örn lét verja frá sér er 20 sekúndur voru eftir og Aron Rafn varði síðasta skot leiksins á lokasekúndunni. Líklega var tíminn þó liðinn. Jafntefli niðurstaðan í leik sem strákarnir hefðu átt að vinna. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Strákarnir okkar eru komnir á blað eftir að hafa gert jafntefli, 22-22, í ótrúlegum háspennuleik gegn Túnis. Strákarnir voru að spila á hálfgerðum útivelli því þó svo íslensku stuðningsmennirnir hafi látið vel í sér heyra þá var miklu meira af fólki komið frá Túnis og það lét vel í sér heyra. Strákarnir fóru ágætlega af stað en fljótt kom smá hikst í sóknarleikinn. Strákarnir að gera sig seka um klaufamistök og Túnisarnir skoruðu auðveld mörk og komust yfir, 3-6, eftir tíu mínútna leik. Það lak í gegnum vörnina og Túnisarnir fengu gott skot eða víti. Tvær brottvísanir snemma leiks hjálpuðu ekki til. Þess utan skoruðu Túnisar í tvígang í tómt mark Íslands. Þá var Geir nóg boðið og tók leikhlé. Bjarki Már Gunnarsson kom í vörnina og hún skánaði lítið við það. Amine Bannour raðaði inn mörkum að vild. Í sókninni gerði liðið vart annað en að kasta boltanum frá sér. Geir reyndi að bregðast við og skipti grimmt en hefði að ósekju mátt taka Ólaf Guðmundsson fyrr af velli hann var afar vanstilltur þær 16 mínútur sem hann spilaði. Janus Daði Smárason kom inn fyrir Óla og með hann í banastuði fór íslenska liðið að saxa á forskot Túnisanna. Í stöðunni 8-10 tóku Túnisbúar leikhlé. Strákarnir fengu tvö tækifæri til þess að jafna leikinn en fóru illa að ráði sínu. Staðan í hálfleik 11-13 og galopinn leikur. Vel ásættanleg staða miðað við sjö tapaða bolta, fjóra brottrekstra, þokkalega vörn, litla markvörslu og að liðið hafi leyft Bannour skora átta mörk í hálfleiknum. Já, liðið var lélegt í fyrri hálfleik og átti sem sagt mikið inni. Strákarnir héldu áfram að vera mistækir í sókninni í upphafi síðari hálfleiks en sem betur fer var liðið að spila flottan varnarleik og Aron Rafn kom inn og varði sín fyrstu skot í mótinu. Þá komu hraðaupphlaup og Ísland komst yfir, 14-13, þegar rúmar fimm mínútur voru búnar af síðari hálfleik. Túnisarnir hreinlega gátu ekki keypt sér mark framan af síðari hálfleik og Guðjón Valur kom Íslandi í 16-14 með marki úr hraðaupphlaupi. Manni færri varði liðið svo tvö skot og skoraði úr hraðaupphlaupi. Það var gjörsamlega allt að ganga upp. 17-14 og þá fóru strákarnir að hleypa Túnisunum aftur inn í leikinn í stað þess að stíga bensínið í botn og skilja þá eftir í rykinu. Í stöðunni 18-18 virtust strákarnir vera að missa hausinn en þá kom Aron Rafn með tvær lykilvörslur, tvö hraðaupphlaup og Ísland 20-18 yfir er tíu mínútur voru eftir. Lokakaflinn var síðan ekki fyrir hjartveika. Túnisarnir jafna, 21-21, þegar fjórar mínútur voru eftir og allt gjörsamlega vitlaust í húsinu. Arnar Freyr skoraði mark í anda Robba Gunn til að koma Íslandi yfir er tvær múnútur voru eftir. Túnis jafnar er 80 sekúndur voru eftir. Ásgeir Örn lét verja frá sér er 20 sekúndur voru eftir og Aron Rafn varði síðasta skot leiksins á lokasekúndunni. Líklega var tíminn þó liðinn. Jafntefli niðurstaðan í leik sem strákarnir hefðu átt að vinna.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti