Trump heldur árásum sínum á leyniþjónusturnar áfram Samúel Karl Ólason skrifar 13. janúar 2017 15:45 Vísir/GEtty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, veittist enn og aftur að leyniþjónustum Bandaríkjanna á Twitter í dag. Þar sakaði Trump samfélag leyniþjónustumanna um að hafa „líklegast“ lekið vægast sagt umdeildri skýrslu ólöglega til fjölmiðla. Í skýrslunni er því haldið fram að stjórnvöld í Rússlandi hefðu öðlast upplýsingar og myndbönd um Trump sem hægt væri að nota til að kúga hann. Trump gaf einnig í skyn að hann sé aftur hættur að trúa því að Rússar hafi beitt tölvuárásum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar og segir að hans eigið fólk muni gera skýrslu um tölvuárásirnar.It now turns out that the phony allegations against me were put together by my political opponents and a failed spy afraid of being sued....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 13, 2017 Totally made up facts by sleazebag political operatives, both Democrats and Republicans - FAKE NEWS! Russia says nothing exists. Probably...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 13, 2017 released by "Intelligence" even knowing there is no proof, and never will be. My people will have a full report on hacking within 90 days!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 13, 2017 Umrædd skýrsla hefur verið í dreifingu í Washington og víðar um margra mánaða skeið. Fjölmargir fjölmiðlar hafa gefið út að þeir hafi fengið afrit af skýrslunni í fyrra en hafi ekki birt neitt úr henni þar sem ekki hafi tekist að staðfesta það sem í henni stendur. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna funduðu svo með Trump í síðustu viku, eftir að hann hafði ítrekað haldið því fram að alls 17 leyniþjónustur hefðu rangt fyrir sér um að Rússar hefðu beitt tölvuárásum til að hjálpa honum að vera forseti. Eftir fundinn hafði Trump skipt um skoðun og sagði líklegt að Rússar hefðu gert umræddar tölvuárásir. CNN sagði svo frá því í fyrradag að á fundi Trump og forsvarsmanna leyniþjónustanna hefðu þeir kynnt honum að þeir væru að skoða umrædda skýrslu og það sem stendur í henni. Skömmu seinna birti Buzzfeed skýrsluna í heild sinni. Þá hefur John McCain viðurkennt að hafa fært FBI skýrsluna og beðið um að innihald hennar yrði rannsakað. Trump sakaði starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna um að hafa lekið skýrslunni. „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans,“ sagði Trump svo um leyniþjónustuna. James Clapper yfirmaður þeirra hringdi því í hann. Eftir símtal þeirra tísti Trump aftur og sagði að Clapper hefði fordæmt skýrsluna, sagt hana vera uppspuna. Þá tók Trump fram að skýrslunni hefði verið dreift ólöglega.James Clapper called me yesterday to denounce the false and fictitious report that was illegally circulated. Made up, phony facts.Too bad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 12, 2017 Fyrst er vert að benda á að það er ekkert ólöglegt við dreifingu skýrslunnar. Hún var samin af Christopher Steele, fyrrverandi starfsmanni MI6, leyniþjónustu Bretlands, sem starfar nú sjálfstætt. Hann var fenginn til að kanna tengsl Trump og stjórnvalda Rússlands af pólitískum andstæðingum Trump innan Repúblikanaflokksins. Steele starfaði um árabil fyrir MI6 í Rússlandi og Frakklandi áður en hann hóf störf fyrir utanríkisráðuneyti Bretlands. Honum hefur verið lýst sem afar áreiðanlegum manni sem sagt hefur verið aðalástæða þess að John McCain bað bandarísku alríkislögregluna FBI, að rannsaka innihald hennar. Skýrslan er ekki opinbert plagg og engin leynd hvílir yfir henni. Því er ekki rétt að dreifing hennar sé ólögleg. Þá sendi Clapper frá sér yfirlýsingu eftir tíst Trump, þar sem hann lýsir símtali þeirra á allt annan veg en Trump. Hann segir ljóst að þingmenn, embættismenn og fjölmiðlar hafi fengið skýrsluna áður en leyniþjónusturnar vissu af henni og því sé ljóst að þeir hafi ekki lekið henni á nokkurn hátt. Þar að auki sagði hann að leyniþjónusturnar hefðu hvorki staðfest að innihald hennar væri rétt eða rangt. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Munu rannsaka tilkynningar FBI um tölvupóst Clinton Innra eftirlit bandaríska dómsmálaráðuneytisins hyggst rannsaka verkferla sem lágu að baki tveimur tilkynningum FBI en önnur er talin hafa haft áhrif á gengi hennar í kosningabaráttunni. 12. janúar 2017 20:48 Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt sagt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump. 11. janúar 2017 10:30 Höfundur hinnar eldfimu leyniskýrslu um Trump í felum Óttast hefndaraðgerðir Rússa. 12. janúar 2017 10:51 Donald Trump: „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans“ Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór mikinn á sínum fyrsta blaðamannafundi í dag. 11. janúar 2017 23:51 Trump telur Rússa líklega bera ábyrgð á tölvuárásum fyrir kosningarnar Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna hélt sinn fyrsta blaðamannafund í dag síðan hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Á fundinum var meðal annars farið yfir skýrslu, sem nýlega kom fram, þar sem rússnesk stjórnvöld eru sögð bera ábyrgð á tölvuárásum sem demókrataflokkurinn varð fyrir rétt fyrir forsetakosningarnar. 11. janúar 2017 18:14 Æðstu embættismenn Trump sjá Rússland sem ógn Bæði varnarmálaráðherraefni Trump og sá sem hann vil að leiði leyniþjónustur ríkisins eru sammála. 12. janúar 2017 17:00 Grínast með að kaupa Twitter og loka því til að þagga í Trump Seðlabanki Mexíkó hefur eytt gífurlegum fjárhæðum í að verja Pesóinn gegn Trump. 13. janúar 2017 12:56 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, veittist enn og aftur að leyniþjónustum Bandaríkjanna á Twitter í dag. Þar sakaði Trump samfélag leyniþjónustumanna um að hafa „líklegast“ lekið vægast sagt umdeildri skýrslu ólöglega til fjölmiðla. Í skýrslunni er því haldið fram að stjórnvöld í Rússlandi hefðu öðlast upplýsingar og myndbönd um Trump sem hægt væri að nota til að kúga hann. Trump gaf einnig í skyn að hann sé aftur hættur að trúa því að Rússar hafi beitt tölvuárásum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar og segir að hans eigið fólk muni gera skýrslu um tölvuárásirnar.It now turns out that the phony allegations against me were put together by my political opponents and a failed spy afraid of being sued....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 13, 2017 Totally made up facts by sleazebag political operatives, both Democrats and Republicans - FAKE NEWS! Russia says nothing exists. Probably...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 13, 2017 released by "Intelligence" even knowing there is no proof, and never will be. My people will have a full report on hacking within 90 days!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 13, 2017 Umrædd skýrsla hefur verið í dreifingu í Washington og víðar um margra mánaða skeið. Fjölmargir fjölmiðlar hafa gefið út að þeir hafi fengið afrit af skýrslunni í fyrra en hafi ekki birt neitt úr henni þar sem ekki hafi tekist að staðfesta það sem í henni stendur. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna funduðu svo með Trump í síðustu viku, eftir að hann hafði ítrekað haldið því fram að alls 17 leyniþjónustur hefðu rangt fyrir sér um að Rússar hefðu beitt tölvuárásum til að hjálpa honum að vera forseti. Eftir fundinn hafði Trump skipt um skoðun og sagði líklegt að Rússar hefðu gert umræddar tölvuárásir. CNN sagði svo frá því í fyrradag að á fundi Trump og forsvarsmanna leyniþjónustanna hefðu þeir kynnt honum að þeir væru að skoða umrædda skýrslu og það sem stendur í henni. Skömmu seinna birti Buzzfeed skýrsluna í heild sinni. Þá hefur John McCain viðurkennt að hafa fært FBI skýrsluna og beðið um að innihald hennar yrði rannsakað. Trump sakaði starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna um að hafa lekið skýrslunni. „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans,“ sagði Trump svo um leyniþjónustuna. James Clapper yfirmaður þeirra hringdi því í hann. Eftir símtal þeirra tísti Trump aftur og sagði að Clapper hefði fordæmt skýrsluna, sagt hana vera uppspuna. Þá tók Trump fram að skýrslunni hefði verið dreift ólöglega.James Clapper called me yesterday to denounce the false and fictitious report that was illegally circulated. Made up, phony facts.Too bad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 12, 2017 Fyrst er vert að benda á að það er ekkert ólöglegt við dreifingu skýrslunnar. Hún var samin af Christopher Steele, fyrrverandi starfsmanni MI6, leyniþjónustu Bretlands, sem starfar nú sjálfstætt. Hann var fenginn til að kanna tengsl Trump og stjórnvalda Rússlands af pólitískum andstæðingum Trump innan Repúblikanaflokksins. Steele starfaði um árabil fyrir MI6 í Rússlandi og Frakklandi áður en hann hóf störf fyrir utanríkisráðuneyti Bretlands. Honum hefur verið lýst sem afar áreiðanlegum manni sem sagt hefur verið aðalástæða þess að John McCain bað bandarísku alríkislögregluna FBI, að rannsaka innihald hennar. Skýrslan er ekki opinbert plagg og engin leynd hvílir yfir henni. Því er ekki rétt að dreifing hennar sé ólögleg. Þá sendi Clapper frá sér yfirlýsingu eftir tíst Trump, þar sem hann lýsir símtali þeirra á allt annan veg en Trump. Hann segir ljóst að þingmenn, embættismenn og fjölmiðlar hafi fengið skýrsluna áður en leyniþjónusturnar vissu af henni og því sé ljóst að þeir hafi ekki lekið henni á nokkurn hátt. Þar að auki sagði hann að leyniþjónusturnar hefðu hvorki staðfest að innihald hennar væri rétt eða rangt.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Munu rannsaka tilkynningar FBI um tölvupóst Clinton Innra eftirlit bandaríska dómsmálaráðuneytisins hyggst rannsaka verkferla sem lágu að baki tveimur tilkynningum FBI en önnur er talin hafa haft áhrif á gengi hennar í kosningabaráttunni. 12. janúar 2017 20:48 Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt sagt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump. 11. janúar 2017 10:30 Höfundur hinnar eldfimu leyniskýrslu um Trump í felum Óttast hefndaraðgerðir Rússa. 12. janúar 2017 10:51 Donald Trump: „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans“ Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór mikinn á sínum fyrsta blaðamannafundi í dag. 11. janúar 2017 23:51 Trump telur Rússa líklega bera ábyrgð á tölvuárásum fyrir kosningarnar Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna hélt sinn fyrsta blaðamannafund í dag síðan hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Á fundinum var meðal annars farið yfir skýrslu, sem nýlega kom fram, þar sem rússnesk stjórnvöld eru sögð bera ábyrgð á tölvuárásum sem demókrataflokkurinn varð fyrir rétt fyrir forsetakosningarnar. 11. janúar 2017 18:14 Æðstu embættismenn Trump sjá Rússland sem ógn Bæði varnarmálaráðherraefni Trump og sá sem hann vil að leiði leyniþjónustur ríkisins eru sammála. 12. janúar 2017 17:00 Grínast með að kaupa Twitter og loka því til að þagga í Trump Seðlabanki Mexíkó hefur eytt gífurlegum fjárhæðum í að verja Pesóinn gegn Trump. 13. janúar 2017 12:56 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira
Munu rannsaka tilkynningar FBI um tölvupóst Clinton Innra eftirlit bandaríska dómsmálaráðuneytisins hyggst rannsaka verkferla sem lágu að baki tveimur tilkynningum FBI en önnur er talin hafa haft áhrif á gengi hennar í kosningabaráttunni. 12. janúar 2017 20:48
Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa í nótt sagt fréttir af frásögnum um að yfirvöld í Rússlandi búi yfir skaðlegum upplýsingum um Donald Trump. 11. janúar 2017 10:30
Höfundur hinnar eldfimu leyniskýrslu um Trump í felum Óttast hefndaraðgerðir Rússa. 12. janúar 2017 10:51
Donald Trump: „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans“ Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór mikinn á sínum fyrsta blaðamannafundi í dag. 11. janúar 2017 23:51
Trump telur Rússa líklega bera ábyrgð á tölvuárásum fyrir kosningarnar Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna hélt sinn fyrsta blaðamannafund í dag síðan hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Á fundinum var meðal annars farið yfir skýrslu, sem nýlega kom fram, þar sem rússnesk stjórnvöld eru sögð bera ábyrgð á tölvuárásum sem demókrataflokkurinn varð fyrir rétt fyrir forsetakosningarnar. 11. janúar 2017 18:14
Æðstu embættismenn Trump sjá Rússland sem ógn Bæði varnarmálaráðherraefni Trump og sá sem hann vil að leiði leyniþjónustur ríkisins eru sammála. 12. janúar 2017 17:00
Grínast með að kaupa Twitter og loka því til að þagga í Trump Seðlabanki Mexíkó hefur eytt gífurlegum fjárhæðum í að verja Pesóinn gegn Trump. 13. janúar 2017 12:56