Handbolti

Vignir kemur ekki í dag | Létt yfir strákunum á æfingu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Strákarnir sýndu misgóða takta með fótboltann í dag.
Strákarnir sýndu misgóða takta með fótboltann í dag. vísir/hbg
Íslenska landsliðið tók létta æfingu um miðjan daginn í dag eftir að hafa verið á myndbandsfundum hjá þjálfarateyminu í morgun.

Það var bara nokkuð létt yfir leikmönnum sem gengu jákvæðir inn í æfinguna. Menn búnir að hrista tapið gegn Spáni af sér og allir að hugsa um jákvæðu hlutina úr fyrri hálfleiknum góða.

Það er enn eitt laust pláss í íslenska hópnum og það virðist vera hugsað fyrir Vigni Svavarsson sem liggur veikur heima hjá sér. Hann ku þó vera á ágætum batavegi en kemur ekki til Frakklands í dag. Þar af leiðandi spilar hann ekki gegn Slóvenum á morgun.

Arnór Atlason og Ásgeir Örn Hallgrímsson eru þeir menn sem hafa verið tæpastir en þeir báru sig báðir nokkuð vel er þeir hittu fjölmiðlamenn fyrir æfingu í dag.

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).

Björgvin fékk meðhöndlun hjá Elís sjúkraþjálfara fyrir æfingu í dag.vísir/hbg

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×