Handbolti

Öruggur sigur í fyrsta stórmótsleik Kristjáns

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristján hugsi á hliðarlínunni.
Kristján hugsi á hliðarlínunni. vísir/epa
Svíar áttu ekki í neinum vandræðum með leggja Barein að velli, 33-16, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í dag.

Þetta var jafnframt fyrsti leikur liðsins undir stjórn Kristjáns Andréssonar á stórmóti.

Svíar eru með tvö stig í D-riðli, líkt og Egyptar sem unnu Katara fyrr í dag.

Sænska liðið gekk frá leiknum í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 17-5, Svíþjóð í vil.

Seinni hálfleikurinn var jafnari þótt sigurinn væri aldrei í hættu. Lokatölur 33-16, Svíum í vil.

Hornamennirnir Jerry Tollbring og Mathias Zachrisson voru markahæstir í liði Svía. Tollbring skoraði 10 mörk og Zachirasson átta.

Ludovic Fabregas skorar eitt sjö marka sinna gegn Japan.vísir/getty
Frakkar eru með fullt hús stiga í A-riðli eftir stórsigur á Japan, 19-31. Frakkar rústuðu Brasilíumönnum, 31-16, í fyrsta leik sínum.

Japanir héldu í við Frakka framan af leik en heimamenn tóku á sprett undir lok fyrri hálfleiksins og leiddu með átta mörkum í hálfleik, 9-17.

Í seinni hálfleik jókst munurinn enn frekar og þegar lokaflautið gall munaði 12 mörkum á liðunum, 19-31.

Ludovic Fabregas var markahæstur í liði Frakklands með sjö mörk. Kentin Mahe kom næstur með fimm mörk. Kento Uegaki skoraði fimm mörk fyrir Japan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×