Handbolti

Nokkur jákvæðni þrátt fyrir sex marka tap

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þrátt fyrir sex marka tap fyrir Spánverjum, 27-21, í fyrsta leik Íslendinga á HM í Frakklandi í gær voru okkar menn nokkuð brattir eftir leik.

Fyrri hálfleikurinn var með því besta sem íslenska liðið hefur sýnt í langan tíma. Varnarleikurinn var gríðarlega sterkur, sóknarleikurinn agaður og Björgvin Páll Gústavsson í miklum ham í markinu.

Í seinni hálfleik hallaði hins vegar undan fæti og Spánverjarnir sýndu styrk sinn. Þeir skoruðu hvert markið á fætur öðru, lokuðu vörninni og unnu að lokum sex marka sigur, 27-21.

Arnar Björnsson tók íslensku strákana tali eftir leik og brot af því besta má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Janus: Gerðist mjög hratt með Álaborg

Þau tíðindi bárust í dag að Janus Daði Smárason myndi ekki spila áfram með Haukum heldur fara beint til Álaborgar eftir HM en hann samdi við félagið á dögunum.

Arnór: Skrokkurinn er frábær

Arnór Atlason er ekki týpan sem kvartar mikið og sagðist vera fínn í skrokknum eftir leikinn gegn Spánverjum.

Nautabanarnir of sterkir í gær

Stórbrotin frammistaða strákanna okkar í fyrri hálfleik gegn Spáni í gær dugði því miður ekki til sigurs. Spænsku nautabanarnir voru einfaldlega of sterkir. Frammistaðan og viðhorf leikmanna lofar þó góðu.

Fyrstu konurnar sem dæma á HM karla

Nú á sér stað sögulegur viðburður á HM í Frakklandi því það er konur að dæma í fyrsta skipti á HM í karlaflokki.

Tveir kveðja en einn stimplar sig inn

Guðmundur Guðmundsson Ólympíumeistari og Dagur Sigurðsson Evrópumeistari eru að stýra Dönum og Þjóðverjum á sínu síðasta stórmóti. Báðir hafa sínar ástæður fyrir því. Kristján Andrésson stýrir Svíum á sínu fyrsta stórmóti á HM í Frakklandi.

Ólafur: Það verður meiri harka gegn Slóvenum

"Nóttin var allt í lagi en við sofnuðum svolítið seint enda var leikurinn búinn seint. Vorum smá ryðgaðir í morgun,“ sagði skyttan Ólafur Andrés Guðmundsson nokkuð léttur fyrir æfingu landsliðsins í dag.

Janus Daði: Hættum að geta skorað

Janus Daði Smárason þreytti frumraun sína á stórmóti þegar Ísland tapaði 27-21 fyrir Spáni á HM í Frakklandi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×