Handbolti

Umdeild olnbogahlíf: Mótherjar Dana ráða því hvort René Toft megi spila

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hansen með hlífina umdeildu.
Hansen með hlífina umdeildu. vísir/getty
René Toft Hansen, línumaðurinn öflugi, fékk ekki leyfi til að spila með danska handboltalandsliðinu gegn því argentínska á HM í Frakklandi í kvöld.

Ástæðan er að olnbogahlíf sem Hansen spilar alltaf með er ekki álitin lögleg samkvæmt reglum IHF, Alþjóðahandknattleikssambandsins.

Nýjar reglur tóku gildi í júlí á síðasta ári og þær komu í veg fyrir Hansen gæti spilað með hlífina á Ólympíuleikunum í Ríó.

Hassan Moustafa, hinn afar umdeildi forseti IHF, hefur nú blandað sér í málið og segir að Hansen megi spila með hlífina, að því gefnu að mótherjar Dana samþykki það.

„Við ætlum að gefa Dönum annað tækifæri en þetta gildir bara á þessu heimsmeistaramóti. Læknar mótherja Dana verða spurðir hvort þeir samþykki að hann spili. Ef læknirinn samþykkir það ekki verður hann ekki með,“ sagði Moustafa í samtali við TV2.

Næsti leikur Dana er gegn Egyptum á sunnudaginn en spennandi verður að sjá hvort Hansen fái leyfi til að spila þann leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×