Parísarborg tengir saman flest tónskáldin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. janúar 2017 13:15 Hrönn og Grímur hlakka til að spila sónatínurnar sem eru sjaldgæfara afbrigði hefðbundinnar sónötu. Okkur hefur lengi langað að spila þessi verk, segir Grímur Helgason klarínettuleikari um fjórar sónatínur sem hann og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari ætla að spila í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, í 15:15 tónleikasyrpunni. Þau kalla dagskrána Síðdegi sónatínunnar. Valið snerist svolítið í kringum verk eftir Áskel Másson sem við ákváðum fyrst að spila. Það er að verða íslensk klassík. Svo fundum við aðrar sónatínur með eftir Bohuslav Martinu, Arthur Honegger og Antoni Szalowski. Grímur segir París tengja saman höfundana, nema kannski Áskel. Hinir þrír hafi á einhverjum mikilvægum tímapunktum í sínu lífi verið í París að drekka í sig stemninguna þar. Martinu er einn af höfuðstónskáldum Tékka á 20. öldinni og Honegger er Svisslendingur og einn af tónskáldahópnum Les Six. Áhrifa djasstónlistar og austur-evrópskrar þjóðlagatónlistar gætir í verkum þeirra beggja. Szalowski er þeirra minnst þekktur utan heimalandsins, Póllands, en verkið hans er klassísk sónatína fyrir klarínett, lýsir hann. En hver er munurinn á sónatínu og sónötu? Sónatínur eru ívið léttari en sónötur og formið allt knappara. Á þeim er kannski álíka munur og á óperettu og óperu. Það á við um þessar fjórar sem eru á okkar efnisskrá núna nema kannski verkið hans Áskels, sem er býsna svipmikið. Miðkaflarnir eru kannski dálítið dramatískir en létt yfir fyrsta og þriðja. Grímur segir íslenska verkið eftir Áskel Másson hafa verið samið fyrir hjónin Sigurð Yngva Snorrason og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur og þau frumflutt það árið 1998. ?Það er til í tveimur hljóðritunum með þeim, upplýsir hann. Svo var Einar Jóhannesson að hljóðrita það líka svo það er að verða svolítið rótfast stykki. Hrönn og Grímur hafa bæði komið víða við í íslensku tónlistarlífi og ferðast um landið með verk fyrir klarínett og píanó í farteskinu. Tónleikarnir eru um klukkustund að lengd. Miðaverð er 2.000 krónur en 1.000 fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. janúar 2017 Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Okkur hefur lengi langað að spila þessi verk, segir Grímur Helgason klarínettuleikari um fjórar sónatínur sem hann og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari ætla að spila í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, í 15:15 tónleikasyrpunni. Þau kalla dagskrána Síðdegi sónatínunnar. Valið snerist svolítið í kringum verk eftir Áskel Másson sem við ákváðum fyrst að spila. Það er að verða íslensk klassík. Svo fundum við aðrar sónatínur með eftir Bohuslav Martinu, Arthur Honegger og Antoni Szalowski. Grímur segir París tengja saman höfundana, nema kannski Áskel. Hinir þrír hafi á einhverjum mikilvægum tímapunktum í sínu lífi verið í París að drekka í sig stemninguna þar. Martinu er einn af höfuðstónskáldum Tékka á 20. öldinni og Honegger er Svisslendingur og einn af tónskáldahópnum Les Six. Áhrifa djasstónlistar og austur-evrópskrar þjóðlagatónlistar gætir í verkum þeirra beggja. Szalowski er þeirra minnst þekktur utan heimalandsins, Póllands, en verkið hans er klassísk sónatína fyrir klarínett, lýsir hann. En hver er munurinn á sónatínu og sónötu? Sónatínur eru ívið léttari en sónötur og formið allt knappara. Á þeim er kannski álíka munur og á óperettu og óperu. Það á við um þessar fjórar sem eru á okkar efnisskrá núna nema kannski verkið hans Áskels, sem er býsna svipmikið. Miðkaflarnir eru kannski dálítið dramatískir en létt yfir fyrsta og þriðja. Grímur segir íslenska verkið eftir Áskel Másson hafa verið samið fyrir hjónin Sigurð Yngva Snorrason og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur og þau frumflutt það árið 1998. ?Það er til í tveimur hljóðritunum með þeim, upplýsir hann. Svo var Einar Jóhannesson að hljóðrita það líka svo það er að verða svolítið rótfast stykki. Hrönn og Grímur hafa bæði komið víða við í íslensku tónlistarlífi og ferðast um landið með verk fyrir klarínett og píanó í farteskinu. Tónleikarnir eru um klukkustund að lengd. Miðaverð er 2.000 krónur en 1.000 fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. janúar 2017
Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira