Neymar er miklu verðmætari en Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2017 08:00 Þrír af fimm verðmætustu leikmönnum heims, Suarez, Neymar og Messi. Vísir/Getty Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er langverðmætasti knattspyrnumaður heims samkvæmt nýrri samantekt CIES Football Observatory á því hverjir eru hundrað verðmætustu fótboltamenn heimsins í dag. Neymar sem spilar hjá Barcelona er talinn vera 246,8 milljóna evra virði sem er mun meira en liðsfélagi hans Lionel Messi sem er metinn á 170,5 milljónir evra. 246,8 milljónir evra eru tæpir 30 milljarðar íslenskra króna. Það efast enginn um getu Lionel Messi en hér skiptir örugglega talsverðu máli að hann er fimm árum eldri en Neymar. Það er því mun meiri framtíð í Neymar þó að það bendi ekkert til þess að Messi sé á einhverji niðurleið enda verður hann er þrítugur fyrr en seinna á þessu ári. Paul Pogba hjá Manchester United kemur síðan í þriðja sætinu en verðmæti hans er talið vera 155,3 milljónir evra eða mun meira en United borgaði Juventus fyrir hann í sumar. Antonie Griezmann er í fjórða sæti og fimmti er síðan Luis Suarez. Barcelona á því þrjá af fimm verðmætustu fótboltamönnum heims. Nýkjörinn besti knattspyrnumaður heims, Cristiano Ronaldo, kemst hinsvegar aðeins í sjöunda sæti listans en næstur á undan honum er Harry Kane, framherji Tottenham. Tottenham er eina liðið í ensku úrvalsdeildinni sem á tvo á topp tíu því Dele Alli er níundi verðmætasti knattspyrnumaður heims. Af leikmönnum í einstökum stöðum þá er Jan Oblak hjá Atletico Madrid verðmætasti markvörðurinn (59,8 milljónir evra), Raphael Varane hjá Real Madrid er verðmætasti miðvörðurinn (64 milljónir evra) og Hector Bellerín hjá Arsenal verðmætasti bakvörðurinn. Manchester United, Chelsea, Tottenham, Manchester City, Arsenal og Leicester eiga öll leikmenn inn á topp tuttugu. Verðmætasti leikmaður Liverpool er aftur á móti Sadio Mané sem er í 39. sæti. Liverpool á reynda þrjá aðra leikmenn frá 45. til 49. Sæti. CIES Football Observatory hefur tekið samskonar tölur saman frá árinu 2012 og nota þeir ákveðinn algóritma til að finna þetta út. Það má sjá listann hér. Enski boltinn Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er langverðmætasti knattspyrnumaður heims samkvæmt nýrri samantekt CIES Football Observatory á því hverjir eru hundrað verðmætustu fótboltamenn heimsins í dag. Neymar sem spilar hjá Barcelona er talinn vera 246,8 milljóna evra virði sem er mun meira en liðsfélagi hans Lionel Messi sem er metinn á 170,5 milljónir evra. 246,8 milljónir evra eru tæpir 30 milljarðar íslenskra króna. Það efast enginn um getu Lionel Messi en hér skiptir örugglega talsverðu máli að hann er fimm árum eldri en Neymar. Það er því mun meiri framtíð í Neymar þó að það bendi ekkert til þess að Messi sé á einhverji niðurleið enda verður hann er þrítugur fyrr en seinna á þessu ári. Paul Pogba hjá Manchester United kemur síðan í þriðja sætinu en verðmæti hans er talið vera 155,3 milljónir evra eða mun meira en United borgaði Juventus fyrir hann í sumar. Antonie Griezmann er í fjórða sæti og fimmti er síðan Luis Suarez. Barcelona á því þrjá af fimm verðmætustu fótboltamönnum heims. Nýkjörinn besti knattspyrnumaður heims, Cristiano Ronaldo, kemst hinsvegar aðeins í sjöunda sæti listans en næstur á undan honum er Harry Kane, framherji Tottenham. Tottenham er eina liðið í ensku úrvalsdeildinni sem á tvo á topp tíu því Dele Alli er níundi verðmætasti knattspyrnumaður heims. Af leikmönnum í einstökum stöðum þá er Jan Oblak hjá Atletico Madrid verðmætasti markvörðurinn (59,8 milljónir evra), Raphael Varane hjá Real Madrid er verðmætasti miðvörðurinn (64 milljónir evra) og Hector Bellerín hjá Arsenal verðmætasti bakvörðurinn. Manchester United, Chelsea, Tottenham, Manchester City, Arsenal og Leicester eiga öll leikmenn inn á topp tuttugu. Verðmætasti leikmaður Liverpool er aftur á móti Sadio Mané sem er í 39. sæti. Liverpool á reynda þrjá aðra leikmenn frá 45. til 49. Sæti. CIES Football Observatory hefur tekið samskonar tölur saman frá árinu 2012 og nota þeir ákveðinn algóritma til að finna þetta út. Það má sjá listann hér.
Enski boltinn Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira