Innlent

Líklegast að Birna hafi farið niður Vatnsstíg eða upp í bílinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Síðast er vitað um að Birna hafi verið í samskiptum við fólk á skemmtistaðnum Húrra við Tryggvagötu í Reykjavík.
Síðast er vitað um að Birna hafi verið í samskiptum við fólk á skemmtistaðnum Húrra við Tryggvagötu í Reykjavík. lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki sterkar kenningar um það hvar Birna Brjánsdóttir er niðurkomin. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar sem fram fór á Hverfisgötu í dag.

Grímur Grímsson, yfirmaður hjá lögreglunni sem stýrir rannsókn málsins, segir lögregluna í raun engar vísbendingar hafa til að fylgja. Helst sé litið til þess að hún hafi annaðhvort gengið frá Laugavegi niður Vatnsstíg eða inn í port þar eða stigið upp í rauðan bíl.

Bíllinn var af gerðinni KIA, sem var á sömu slóðum og Birna á sama tíma og hún hvarf. Merkja má á upptökum úr eftirlitsmyndavélum úr miðbænum sem lögregla hefur skoðað að Birna var undir áhrifum áfengis.

Þá kom fram á blaðamannafundinum að lögregla hefði með leyfi fjölskyldu Birnu fengið að skoða Facebook-aðgang Birnu og samskipti hennar þar. Það hefði engu skilað.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×