Þriðja sætið enn möguleiki fyrir Ísland þökk sé Slóvenum Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. janúar 2017 18:12 Slóvenum héldu engin bönd í dag. vísir/epa Slóvenía vann auðveldan sigur á Makedóníu, 29-22, í B-riðli HM 2017 í handbolta en þessi lið eru með strákunum okkar í íslenska landsliðinu í riðli. Sigur Slóvena var kærkominn fyrir íslensku strákana en hann tryggði Slóvenum enn fremur sæti í 16 liða úrslitum, fyrst allra liða. Slóvenska liðið sýndi sparihliðarnar í dag og spilaði alveg frábæran handbolta á köflum en það var sex mörkum yfir í hálfleik, 16-10. Hraðinn í sóknarleik Slóvena var alltof mikill fyrir Makedóníumenn og þá fengu Slóvenar mikið af auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum. Matevz Skok, markvörður Slóveníu, var í miklum ham og varði fjórtán skot en hann var með 45 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann varði tvö af fimm vítum sem hann fékk á sig og skoraði eitt mark yfir allan völlinn. Gasper Marguc og Marko Bezjak voru markahæstir hjá Slóveníu en þeir skoruðu báðir fjögur mörk úr fjórum skotum. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Kiril Lazarov var markahæstur hjá Makedóníu með níu mörk en hann þurfti til þess 18 skot. Slóvenar eru áfram í efsta sæti B-riðilsins með sex stig eða fullt hús eftir þrjá leiki. Spánverjar jafna þá að stigum í kvöld með sigri á Angóla en þessi tvö bestu lið riðilsins mætast í lokaumferðinni. Makedónía féll niður í þriðja sæti á markatölu með tapinu en Makedóníumenn eru með fjögur stig eftir sigra á Túnis og Angóla í fyrstu tveimur leikjunum. Ísland er í fjórða sæti með eitt stig. Þökk sé þessum sigri Slóveníu er þriðja sætið enn möguleiki fyrir strákana okkar. Ísland getur komist í þrjú stig með sigri á Angóla á morgun og svo verðum við að treysta á að Spánn vinni Makedóníu á miðvikudaginn og Slóvenar taki Túnis á morgun. Ef þetta allt gengur upp, sem er frekar líklegt, verður staðan þannig að Ísland og Makedónía mætast í úrslitaleik um þriðja sætið í B-riðli á fimmtudagskvöldið. Strákarnir okkar munu mæta í þann leik eftir eins dags hvíld en Makedóníumenn eiga kvöldleik gegn Spáni á miðvikudaginn áður en kemur að leiknum gegn Íslandi um miðjan dag á fimmtudag. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Slóvenía vann auðveldan sigur á Makedóníu, 29-22, í B-riðli HM 2017 í handbolta en þessi lið eru með strákunum okkar í íslenska landsliðinu í riðli. Sigur Slóvena var kærkominn fyrir íslensku strákana en hann tryggði Slóvenum enn fremur sæti í 16 liða úrslitum, fyrst allra liða. Slóvenska liðið sýndi sparihliðarnar í dag og spilaði alveg frábæran handbolta á köflum en það var sex mörkum yfir í hálfleik, 16-10. Hraðinn í sóknarleik Slóvena var alltof mikill fyrir Makedóníumenn og þá fengu Slóvenar mikið af auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum. Matevz Skok, markvörður Slóveníu, var í miklum ham og varði fjórtán skot en hann var með 45 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann varði tvö af fimm vítum sem hann fékk á sig og skoraði eitt mark yfir allan völlinn. Gasper Marguc og Marko Bezjak voru markahæstir hjá Slóveníu en þeir skoruðu báðir fjögur mörk úr fjórum skotum. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Kiril Lazarov var markahæstur hjá Makedóníu með níu mörk en hann þurfti til þess 18 skot. Slóvenar eru áfram í efsta sæti B-riðilsins með sex stig eða fullt hús eftir þrjá leiki. Spánverjar jafna þá að stigum í kvöld með sigri á Angóla en þessi tvö bestu lið riðilsins mætast í lokaumferðinni. Makedónía féll niður í þriðja sæti á markatölu með tapinu en Makedóníumenn eru með fjögur stig eftir sigra á Túnis og Angóla í fyrstu tveimur leikjunum. Ísland er í fjórða sæti með eitt stig. Þökk sé þessum sigri Slóveníu er þriðja sætið enn möguleiki fyrir strákana okkar. Ísland getur komist í þrjú stig með sigri á Angóla á morgun og svo verðum við að treysta á að Spánn vinni Makedóníu á miðvikudaginn og Slóvenar taki Túnis á morgun. Ef þetta allt gengur upp, sem er frekar líklegt, verður staðan þannig að Ísland og Makedónía mætast í úrslitaleik um þriðja sætið í B-riðli á fimmtudagskvöldið. Strákarnir okkar munu mæta í þann leik eftir eins dags hvíld en Makedóníumenn eiga kvöldleik gegn Spáni á miðvikudaginn áður en kemur að leiknum gegn Íslandi um miðjan dag á fimmtudag.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti