Handbolti

Guðjón Valur: Ég er mjög ánægður með liðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
„Þetta er rosalega erfið spurning,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson er hann var beðinn um að bera saman íslenska landsliðið í dag og áður.

„Ef maður tekur liðið sem heild þá er frábær andi og þetta eru ofsalega skemmtilegir strákar. Menn eru misjafnlega stórir, breiðir, gamlir, hressir. Ég er mjög ánægður með liðið hérna og andann í hópnum.“

Það hefur verið aðeins meira bras á sóknarleiknum á þessu móti en oft áður. Að mörgu leyti skiljanlegt með nýja menn í lykilhlutverkum.

„Ég er ekki ósáttur við sóknarleikinn en hann gæti verið betri. Það er pólitíska svarið. Það er eðlilegt að hann hökti aðeins. Við erum með marga sem eru í fyrsta skipti að kippa vel í vagninn. Það er því eðlilegt að hann hökti aðeins. Það sem ég er rosalega ánægður með er hvernig vörnin stendur og markverðirnir hafa verið frábærir.

„Við getum spilað betri sókn en erum samt sem áður „all in“ í þessu. Við þurfum líka að nýta færin okkar betur. Það er alltaf hægt að bæta eitthvað og við ætlum okkur að leggja bæði Angóla og Makedóníu.“

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Gott fyrir egóið að verja víti

Björgvin Páll Gústavsson er búinn að hræða vítaskyttur andstæðinga Íslands á HM enda hefur hann varið meira en helming vítanna sem hann hefur fengið á sig. Hann er sífellt að bæta sig í þessum tölfræðiflokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×