Birna tók krók upp Skólavörðustíginn: Engin virkni á Tinder eða Badoo Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. janúar 2017 13:15 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segist ekki geta staðfest að bifreið sem lögregla lagði hald á í gær sé sá sami og sést á upptökum úr öryggismyndavélum við Laugaveg aðfaranótt laugardags. Hann segir jafnframt að Birna hafi tekið krók upp Skólavörðustíg á ferð sinni um miðbæinn. Þá vill hann ekki tjá sig um aðgerðir lögreglu varðandi grænlenska togarann Polar Nanoq.Tók krók upp Skólavörðustíg „Við höfum talað um það að við höfum getað fylgt henni alveg frá Austurstræti. Ég hef sagt það áður en ég veit ekki hvort það hefur verið nægilega skýrt, að það var þarna smá partur af Laugaveginum sem var ekki inni í þeim rúnti. Hún gengur Austurstræti, hún gengur síðan Bankastræti og upp að gatnamótum Laugavegar og Skólavörðustígs. Hún fer upp Skólavörðustíginn og síðan niður Bergstaðastrætið og aftur niður á Laugaveginn,“ segir Grímur í samtali við Vísi.Vitið þið hvaða leið hún fer af Húrra og á Austurstræti? „Nei við vitum það ekki. Við hins vegar vitum það að hún var á veitingastað sem heitir Ali Baba. Hvernig leiðin liggur þaðan og inn á Austurstræti, ég er ekki alveg viss um það,“ segir Grímur, en Ali Baba er staðsettur við Ingólfstorg. „Auðvitað er Ingólfstorgið bara við endann á Austurstræti þannig að hún gengur kannski bara þangað beint inn. En við sjáum hana fyrst á Austurstræti.“Í hádeginu í dag birti Stundin myndband úr öryggismyndavélum fyrirtækja á Skólavörðustíg þar sem Birna sést ganga upp götuna og sést þar greinilega að hún er með farsíma sinn meðferðis. „Þetta kom í ljós fyrir einhverju síðan. Við höfum verið að leggja áherslu á þennan stað sem við sjáum hana síðast, það er Laugavegur 31. Við erum að tala um bílinn, við erum að tala um menn, annars vegar tveir þar sem hún rekst utan í annan þeirra og tveir sem gengu svona dálítið rösklega á öðrum stað. Það er ekkert víst að þetta hafi allt sést á myndbandinu því við vorum að stytta það fyrir sýningu,“ segir Grímur. „En við óskuðum eftir því að menn sem myndu vera á þessu myndbandi myndu gefa sig fram. Það hefur að vísu ekki gerst en það er þá væntanlega menn sem muna ekki eftir því að hafa verið þarna á þessum tíma og hafa ekki orðið varið við neitt. Við vildum samt, jafnvel þó að fólk teldi sig ekki hafa orðið varið við neitt, tala við þá. Það þarf enginn að hafa áhyggjur af því, menn eru ekki grunaðir um neitt. Við höfum áhuga á að fá upplýsingar, við erum að safna upplýsingum.“Fleiri bílar skoðaðir Lögreglan hefur ekki getað staðfest að rauður Kia Rio bíll sem haldlagður var í gær sé sá sami og sést á öryggismyndavélum frá Laugavegi aðfaranótt laugardags. Þá hefur ekki tekist að hafa uppi á bílnúmerinu né ökumanni eða farþegum bílsins. Grímur segir að enn sé verið að rannsaka bílinn. „Myndavélarnar sem við erum með, við höfum ekki getað lesið skráningarnúmerið.“Hafið þið haldlagt fleiri bíla? „Við höfum ekki lagt hald á fleiri, en við höfum skoðað fleiri.“ Starfsmaður Hafnarfjarðarhafnar skoðaði eftirlitsmyndavélakerfi hafnarinnar í gærmorgun og varð þá rauða bílsins var. Á myndböndum sást bíllinn koma að togaranum Polar Nanoq á milli sex og hálf sjö að morgni laugardags, um hálftíma eftir að slökkt var á síma Birnu Brjánsdóttur á Hafnarfjarðarsvæðinu. Heimildir Fréttablaðsins fullyrða að Birna sjáist ekki stíga um borð þegar bílinn ber að garði um morguninn.Engin virkni á samfélagsmiðlum Lögreglan hefur jafnframt komist inn á þá samfélagsmiðla Birnu sem hún hafði reynt að fá aðgang að. „Við komumst inn á þessa miðla sem við vorum að reyna að komast inn á, það var annars vegar Tinder reikningur og hins vegar eitthvað sem heitir Badoo," segir Grímur en Badoo er stefnumótamiðaður samskiptamiðill. „En á þessum reikningum var engin virkni. Ég get upplýst það að það voru engar upplýsingar þar til að byggja á.“Engin samskipti við fólk eða neitt slíkt?„Nei.“Enn unnið að því að lesa símagögnLögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu. Þetta þýðir að lögreglan má kanna hvaða farsímar koma inn á sömu senda og sími Birnu. Síminn kemur fyrst inn á sendi við Mál og menningu á Laugavegi um klukkan 05:25, síðan kemur hann inn á mastur við Lindargötu og er þá á gönguhraða, því næst tengist hann mastri á horni Laugavegs og Barónsstígs og er svo kominn á ökuhraða næst þegar hann tengist mastri í Laugarnesi. Rúmum tuttugu mínútum síðar, eða um klukkan 5:50 er slökkt á símanum handvirkt þegar hann tengist símamastri á gömlu slökkvistöðinni við Flatahraun í Hafnarfirði. Grímur segir að rannsókn á símagögnunum sé flókin í framkvæmd og ekki sé vitað hvenær niðurstaða kemst í hana. „Þetta er nokkuð flókið vegna þess að annars vegar er það þannig að símar ferðast á þessum sendum eftir því við hvern maður verslar, hver þjónustuaðili manns er. Það kann að vera að tveir símar sem ferðuðust saman hafi ekki endilega verið að fara á sömu senda. Það er að segja að þeir væru hjá sitthvorum þjónustuaðilanum. Þannig að það getur þurft að eiga svolítið við það að fá þau gögn og eftir atvikum lesa síðan saman gögnin.“ Hann segist ekki þora að segja til um hvenær rannsókninni ljúki en segir lögregluna leggja áherslu á að það gerist fljótt. Í hádeginu birti RÚV myndband þar sem sérsveitarmenn lögreglu sjást stíga upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Grímur segist ekkert getað staðfest varðandi aðgerðir lögreglu í sambandi við grænlenska togarann Polar Nanoq. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan rannsakar peysu sem fannst við Hafnarfjarðarhöfn Lögreglan rannsakar nú flík sem fannst í gærkvöldi í Grjótgarði nálægt Hafnarfjarðarhöfn og hvort hún tengist hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 18. janúar 2017 10:47 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segist ekki geta staðfest að bifreið sem lögregla lagði hald á í gær sé sá sami og sést á upptökum úr öryggismyndavélum við Laugaveg aðfaranótt laugardags. Hann segir jafnframt að Birna hafi tekið krók upp Skólavörðustíg á ferð sinni um miðbæinn. Þá vill hann ekki tjá sig um aðgerðir lögreglu varðandi grænlenska togarann Polar Nanoq.Tók krók upp Skólavörðustíg „Við höfum talað um það að við höfum getað fylgt henni alveg frá Austurstræti. Ég hef sagt það áður en ég veit ekki hvort það hefur verið nægilega skýrt, að það var þarna smá partur af Laugaveginum sem var ekki inni í þeim rúnti. Hún gengur Austurstræti, hún gengur síðan Bankastræti og upp að gatnamótum Laugavegar og Skólavörðustígs. Hún fer upp Skólavörðustíginn og síðan niður Bergstaðastrætið og aftur niður á Laugaveginn,“ segir Grímur í samtali við Vísi.Vitið þið hvaða leið hún fer af Húrra og á Austurstræti? „Nei við vitum það ekki. Við hins vegar vitum það að hún var á veitingastað sem heitir Ali Baba. Hvernig leiðin liggur þaðan og inn á Austurstræti, ég er ekki alveg viss um það,“ segir Grímur, en Ali Baba er staðsettur við Ingólfstorg. „Auðvitað er Ingólfstorgið bara við endann á Austurstræti þannig að hún gengur kannski bara þangað beint inn. En við sjáum hana fyrst á Austurstræti.“Í hádeginu í dag birti Stundin myndband úr öryggismyndavélum fyrirtækja á Skólavörðustíg þar sem Birna sést ganga upp götuna og sést þar greinilega að hún er með farsíma sinn meðferðis. „Þetta kom í ljós fyrir einhverju síðan. Við höfum verið að leggja áherslu á þennan stað sem við sjáum hana síðast, það er Laugavegur 31. Við erum að tala um bílinn, við erum að tala um menn, annars vegar tveir þar sem hún rekst utan í annan þeirra og tveir sem gengu svona dálítið rösklega á öðrum stað. Það er ekkert víst að þetta hafi allt sést á myndbandinu því við vorum að stytta það fyrir sýningu,“ segir Grímur. „En við óskuðum eftir því að menn sem myndu vera á þessu myndbandi myndu gefa sig fram. Það hefur að vísu ekki gerst en það er þá væntanlega menn sem muna ekki eftir því að hafa verið þarna á þessum tíma og hafa ekki orðið varið við neitt. Við vildum samt, jafnvel þó að fólk teldi sig ekki hafa orðið varið við neitt, tala við þá. Það þarf enginn að hafa áhyggjur af því, menn eru ekki grunaðir um neitt. Við höfum áhuga á að fá upplýsingar, við erum að safna upplýsingum.“Fleiri bílar skoðaðir Lögreglan hefur ekki getað staðfest að rauður Kia Rio bíll sem haldlagður var í gær sé sá sami og sést á öryggismyndavélum frá Laugavegi aðfaranótt laugardags. Þá hefur ekki tekist að hafa uppi á bílnúmerinu né ökumanni eða farþegum bílsins. Grímur segir að enn sé verið að rannsaka bílinn. „Myndavélarnar sem við erum með, við höfum ekki getað lesið skráningarnúmerið.“Hafið þið haldlagt fleiri bíla? „Við höfum ekki lagt hald á fleiri, en við höfum skoðað fleiri.“ Starfsmaður Hafnarfjarðarhafnar skoðaði eftirlitsmyndavélakerfi hafnarinnar í gærmorgun og varð þá rauða bílsins var. Á myndböndum sást bíllinn koma að togaranum Polar Nanoq á milli sex og hálf sjö að morgni laugardags, um hálftíma eftir að slökkt var á síma Birnu Brjánsdóttur á Hafnarfjarðarsvæðinu. Heimildir Fréttablaðsins fullyrða að Birna sjáist ekki stíga um borð þegar bílinn ber að garði um morguninn.Engin virkni á samfélagsmiðlum Lögreglan hefur jafnframt komist inn á þá samfélagsmiðla Birnu sem hún hafði reynt að fá aðgang að. „Við komumst inn á þessa miðla sem við vorum að reyna að komast inn á, það var annars vegar Tinder reikningur og hins vegar eitthvað sem heitir Badoo," segir Grímur en Badoo er stefnumótamiðaður samskiptamiðill. „En á þessum reikningum var engin virkni. Ég get upplýst það að það voru engar upplýsingar þar til að byggja á.“Engin samskipti við fólk eða neitt slíkt?„Nei.“Enn unnið að því að lesa símagögnLögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu. Þetta þýðir að lögreglan má kanna hvaða farsímar koma inn á sömu senda og sími Birnu. Síminn kemur fyrst inn á sendi við Mál og menningu á Laugavegi um klukkan 05:25, síðan kemur hann inn á mastur við Lindargötu og er þá á gönguhraða, því næst tengist hann mastri á horni Laugavegs og Barónsstígs og er svo kominn á ökuhraða næst þegar hann tengist mastri í Laugarnesi. Rúmum tuttugu mínútum síðar, eða um klukkan 5:50 er slökkt á símanum handvirkt þegar hann tengist símamastri á gömlu slökkvistöðinni við Flatahraun í Hafnarfirði. Grímur segir að rannsókn á símagögnunum sé flókin í framkvæmd og ekki sé vitað hvenær niðurstaða kemst í hana. „Þetta er nokkuð flókið vegna þess að annars vegar er það þannig að símar ferðast á þessum sendum eftir því við hvern maður verslar, hver þjónustuaðili manns er. Það kann að vera að tveir símar sem ferðuðust saman hafi ekki endilega verið að fara á sömu senda. Það er að segja að þeir væru hjá sitthvorum þjónustuaðilanum. Þannig að það getur þurft að eiga svolítið við það að fá þau gögn og eftir atvikum lesa síðan saman gögnin.“ Hann segist ekki þora að segja til um hvenær rannsókninni ljúki en segir lögregluna leggja áherslu á að það gerist fljótt. Í hádeginu birti RÚV myndband þar sem sérsveitarmenn lögreglu sjást stíga upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Grímur segist ekkert getað staðfest varðandi aðgerðir lögreglu í sambandi við grænlenska togarann Polar Nanoq.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lögreglan rannsakar peysu sem fannst við Hafnarfjarðarhöfn Lögreglan rannsakar nú flík sem fannst í gærkvöldi í Grjótgarði nálægt Hafnarfjarðarhöfn og hvort hún tengist hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 18. janúar 2017 10:47 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Lögreglan rannsakar peysu sem fannst við Hafnarfjarðarhöfn Lögreglan rannsakar nú flík sem fannst í gærkvöldi í Grjótgarði nálægt Hafnarfjarðarhöfn og hvort hún tengist hvarfi Birnu Brjánsdóttur. 18. janúar 2017 10:47
Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36
Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25