Formaður Þórs: Við erum ráðvillt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2017 14:15 Árni Óðinsson, formaður Þórs á Akureyri, segir að ekkert hafi verið ákveðið um næstu skref eftir að KA ákvað að slíta samstarfi félaganna. Síðan 2001 hafa félögin tvö teflt fram sameiginlegu liði í meistaraflokki og 2. flokki kvenna hjá Þór og KA. Ljóst er að samstarfið heldur ekki áfram eftir núverandi tímabil í Olísdeild kvenna en óvíst er hvort að Þór/KA spili í Pepsi-deild kvenna í sumar. Þór sér um rekstur knattspyrnuliðs félaganna og er með keppnisrétt liðsins í Pepsi-deildina. Þór ákveður því næstu skref en fram hefur komið í yfirlýsingu frá KA að félagið er reiðubúið að styðja samstarfið áfram til haustsins. Sjá einnig: KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun „Kvennaráð Þórs/KA fundar klukkan 18 í dag og svo fer ég á fund með þeim og stjórnarmönnum knattspyrnudeildar síðar í kvöld,“ sagði Árni í samtali við Vísi. „Svo eigum við alveg eftir að taka handboltann fyrir. Við höfum ekki markað okkur neina stefnu í þessu og erum einfaldlega ráðvillt.“Verið að kasta okkur út um bakdyrnar Samningnum um samstarfið var sagt upp í haust og segir Árni ekkert óeðlilegt við það. „Það var með því markmiði að setjast niður og gera nýjan samning. Það voru uppi einhverjar hugmyndir um breytingar.“ „En það komu aldrei neinar hugmyndir frá KA og aldrei áttu sér stað formlegar viðræður. Svo koma þessar fréttir í gær.“ Hann segir að enginn ágreiningur hafi verið á milli félaganna sem útskýrir þetta. KA sé að marka nýja stefnu sem félaginu sé frjálst að gera. „En það hefði verið betra að fá að vita þetta með fyrirvara, vinna úr málunum og senda út sameiginlega tilkynningu. Mér finnst að það sé verið að kasta okkur út um bakdyrnar. Það er mín upplifun.“Óvissa um samningsmál Hann segir með öllu óvíst hvað taki við, til dæmis í málefnum leikmanna og þjálfara. „Við höfum ráðið þjálfara til næstu þriggja ára og gert leikmannasamninga sem ná ekki bara til haustsins heldur mun lengur. Þurfum við að nú að rifta þeim? Ég veit það ekki.“ Hann segir að flestir leikmenn séu með leikmannasamning við Þór, en þó einhverjir við KA. „Ég veit ekki hvernig KA getur uppfyllt þá samninga, enda ekki með lið í meistaraflokki. Ég veit ekki hvernig þessi mál verða leyst.“ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Úthlutun KSÍ til Þórs og KA var að hluta til byggð á árangri Þórs/KA en ósætti er um hvernig upphæðinni var ráðstafað. 18. janúar 2017 13:30 KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Körfubolti Fleiri fréttir „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Sjá meira
Árni Óðinsson, formaður Þórs á Akureyri, segir að ekkert hafi verið ákveðið um næstu skref eftir að KA ákvað að slíta samstarfi félaganna. Síðan 2001 hafa félögin tvö teflt fram sameiginlegu liði í meistaraflokki og 2. flokki kvenna hjá Þór og KA. Ljóst er að samstarfið heldur ekki áfram eftir núverandi tímabil í Olísdeild kvenna en óvíst er hvort að Þór/KA spili í Pepsi-deild kvenna í sumar. Þór sér um rekstur knattspyrnuliðs félaganna og er með keppnisrétt liðsins í Pepsi-deildina. Þór ákveður því næstu skref en fram hefur komið í yfirlýsingu frá KA að félagið er reiðubúið að styðja samstarfið áfram til haustsins. Sjá einnig: KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun „Kvennaráð Þórs/KA fundar klukkan 18 í dag og svo fer ég á fund með þeim og stjórnarmönnum knattspyrnudeildar síðar í kvöld,“ sagði Árni í samtali við Vísi. „Svo eigum við alveg eftir að taka handboltann fyrir. Við höfum ekki markað okkur neina stefnu í þessu og erum einfaldlega ráðvillt.“Verið að kasta okkur út um bakdyrnar Samningnum um samstarfið var sagt upp í haust og segir Árni ekkert óeðlilegt við það. „Það var með því markmiði að setjast niður og gera nýjan samning. Það voru uppi einhverjar hugmyndir um breytingar.“ „En það komu aldrei neinar hugmyndir frá KA og aldrei áttu sér stað formlegar viðræður. Svo koma þessar fréttir í gær.“ Hann segir að enginn ágreiningur hafi verið á milli félaganna sem útskýrir þetta. KA sé að marka nýja stefnu sem félaginu sé frjálst að gera. „En það hefði verið betra að fá að vita þetta með fyrirvara, vinna úr málunum og senda út sameiginlega tilkynningu. Mér finnst að það sé verið að kasta okkur út um bakdyrnar. Það er mín upplifun.“Óvissa um samningsmál Hann segir með öllu óvíst hvað taki við, til dæmis í málefnum leikmanna og þjálfara. „Við höfum ráðið þjálfara til næstu þriggja ára og gert leikmannasamninga sem ná ekki bara til haustsins heldur mun lengur. Þurfum við að nú að rifta þeim? Ég veit það ekki.“ Hann segir að flestir leikmenn séu með leikmannasamning við Þór, en þó einhverjir við KA. „Ég veit ekki hvernig KA getur uppfyllt þá samninga, enda ekki með lið í meistaraflokki. Ég veit ekki hvernig þessi mál verða leyst.“
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Úthlutun KSÍ til Þórs og KA var að hluta til byggð á árangri Þórs/KA en ósætti er um hvernig upphæðinni var ráðstafað. 18. janúar 2017 13:30 KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Körfubolti Fleiri fréttir „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Sjá meira
Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Úthlutun KSÍ til Þórs og KA var að hluta til byggð á árangri Þórs/KA en ósætti er um hvernig upphæðinni var ráðstafað. 18. janúar 2017 13:30
KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01