Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Birgir Olgeirsson skrifar 18. janúar 2017 18:23 Um hádegisbil í dag handtóku lögreglumenn í sérsveit ríkislögreglustjóra tvo menn um borð í grænlenska fiskiskipinu Polar Nanoq um það bil 90 mílur suðvestur af landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grími Grímssyni yfirlögregluþjóni sem stjórnar rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem sást síðast á Laugavegi aðfaranótt laugardags.Grænlenski togarinn Polar Nanoq.víðir már hermannssonSérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins Í tilkynningunni kemur fram að sérsveitarmenn frá embætti ríkislögreglustjóra hafi farið um borð í skipið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF LÍF. Þeir tóku yfir stjórn skipsins sem nú siglir til hafnar í Hafnarfirði. Ástæða aðgerðar lögreglu er sú að við rannsókn lögreglu á hvarfi Birnu Brjánsdóttur hafa vaknað grunsemdir um að þeir sem handteknir voru búi yfir upplýsingum um hvarf hennar. Enginn mótþrói sýndur Verða hinir handteknu yfirheyrðir við komuna til landsins. Segir Grímur að aðgerð sérsveitar ríkislögreglustjórans hafi tekist afar vel og var stýrt af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ríkislögreglustjóranum og Landhelgisgæslu frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Enginn mótþrói var sýndur þegar lögreglumennirnir stigu um borð í skipið og tóku yfir stjórn þess.Fóru til móts við Polar Nanoq í gær Í gær fóru fjórir lögreglumenn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með þyrlu Landhelgisgæslunnar til móts við danska herskipið HDMS Triton og þar um borð. Skipið sigldi síðan til móts við Polar Nanoq. Skipin mættust við miðlínu á milli Íslands og Grænlands um kl. 6 í morgun. Fóru ekki um borð í gær Ekki varð af því að lögreglumennirnir færu um borð í grænlenska skipið þegar skipin mættust við miðlínu heldur var ákveðið að skipið sigldi áfram áleiðis til Hafnarfjarðar og þyrla Landhelgisgæslunnar flygi til móts við skipið með sérsveitarmenn ríkislögreglustjórans svo sem að framan greinir. HDMS Triton kemur til hafnar í Hafnarfirði á sama tíma og Polar Nanoq. Í tilkynningunni þakkar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ríkislögreglustjóranum, Landhelgisgæslunni og áhöfn HDMS Triton fyrir samstarfið og veitta aðstoð.Mennirnir tveir grænlenskir Grímur sagði í beinni útsendingu við fréttastofu Stöðvar 2 að mennirnir tveir sem voru handteknir í Polar Nanoq séu grænlenskir. Aðspurður hvort mennirnir væru grunaðir um refsiverða háttsemi sagði Grímur: „Þeir eru taldir búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu og hafa réttarstöðu grunaðs manns.“ Grímur segir að lögregluyfirvöld hafi lítið getað talað við mennina þar sem þeir eru ekki komnir til landsins en segir að ekki hafi verið farið í leit að Birnu í dag vegna upplýsinga frá mönnunum.Ástæða leitar björgunarsveitarmanna á Strandarheiði og við Hafnarfjarðarhöfn sé tilkomin vegna eldri ábendinga frá almenningi. Hann vildi ekki segja neitt frekar um mennina tvo sem voru handteknir, til dæmis aldur þeirra eða stöðu um borð.„Færumst nær lausninni“Í sjónvarpsfréttum RÚV sagði Grímur að mönnunum tveimur hafi verið kynnt sakarefni um borð en ekkert hafi komið fram í máli þeirra enn sem komið er. Í kvöld mun lögregla framkvæma leit í skipinu og fer meðal annars tæknideild um borð í skipið til að rannsaka það. Hann sagði rannsókn málsins miða vel og verið sé að raða saman brotum. „Við færumst nær lausninni,“ sagði Grímur við RÚV. Hann sagði að fjölmiðlaumfjöllun hefði torveldað lögregluaðgerð vegna málsins en ekki skemmt hana. Hann sagði lögreglu reyna að halda sakargögnum þannig að þau spillist síður og því óþægilegt þegar fjallað er um það. Hann sagði lögreglu engu nær um það hvar Birnu er að finna. Hann sagði enga ástæðu að ætla að Birna hafi á einhverjum tímapunkti farið um borð í skipið. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Um hádegisbil í dag handtóku lögreglumenn í sérsveit ríkislögreglustjóra tvo menn um borð í grænlenska fiskiskipinu Polar Nanoq um það bil 90 mílur suðvestur af landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grími Grímssyni yfirlögregluþjóni sem stjórnar rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem sást síðast á Laugavegi aðfaranótt laugardags.Grænlenski togarinn Polar Nanoq.víðir már hermannssonSérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins Í tilkynningunni kemur fram að sérsveitarmenn frá embætti ríkislögreglustjóra hafi farið um borð í skipið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF LÍF. Þeir tóku yfir stjórn skipsins sem nú siglir til hafnar í Hafnarfirði. Ástæða aðgerðar lögreglu er sú að við rannsókn lögreglu á hvarfi Birnu Brjánsdóttur hafa vaknað grunsemdir um að þeir sem handteknir voru búi yfir upplýsingum um hvarf hennar. Enginn mótþrói sýndur Verða hinir handteknu yfirheyrðir við komuna til landsins. Segir Grímur að aðgerð sérsveitar ríkislögreglustjórans hafi tekist afar vel og var stýrt af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, ríkislögreglustjóranum og Landhelgisgæslu frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Enginn mótþrói var sýndur þegar lögreglumennirnir stigu um borð í skipið og tóku yfir stjórn þess.Fóru til móts við Polar Nanoq í gær Í gær fóru fjórir lögreglumenn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með þyrlu Landhelgisgæslunnar til móts við danska herskipið HDMS Triton og þar um borð. Skipið sigldi síðan til móts við Polar Nanoq. Skipin mættust við miðlínu á milli Íslands og Grænlands um kl. 6 í morgun. Fóru ekki um borð í gær Ekki varð af því að lögreglumennirnir færu um borð í grænlenska skipið þegar skipin mættust við miðlínu heldur var ákveðið að skipið sigldi áfram áleiðis til Hafnarfjarðar og þyrla Landhelgisgæslunnar flygi til móts við skipið með sérsveitarmenn ríkislögreglustjórans svo sem að framan greinir. HDMS Triton kemur til hafnar í Hafnarfirði á sama tíma og Polar Nanoq. Í tilkynningunni þakkar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ríkislögreglustjóranum, Landhelgisgæslunni og áhöfn HDMS Triton fyrir samstarfið og veitta aðstoð.Mennirnir tveir grænlenskir Grímur sagði í beinni útsendingu við fréttastofu Stöðvar 2 að mennirnir tveir sem voru handteknir í Polar Nanoq séu grænlenskir. Aðspurður hvort mennirnir væru grunaðir um refsiverða háttsemi sagði Grímur: „Þeir eru taldir búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu og hafa réttarstöðu grunaðs manns.“ Grímur segir að lögregluyfirvöld hafi lítið getað talað við mennina þar sem þeir eru ekki komnir til landsins en segir að ekki hafi verið farið í leit að Birnu í dag vegna upplýsinga frá mönnunum.Ástæða leitar björgunarsveitarmanna á Strandarheiði og við Hafnarfjarðarhöfn sé tilkomin vegna eldri ábendinga frá almenningi. Hann vildi ekki segja neitt frekar um mennina tvo sem voru handteknir, til dæmis aldur þeirra eða stöðu um borð.„Færumst nær lausninni“Í sjónvarpsfréttum RÚV sagði Grímur að mönnunum tveimur hafi verið kynnt sakarefni um borð en ekkert hafi komið fram í máli þeirra enn sem komið er. Í kvöld mun lögregla framkvæma leit í skipinu og fer meðal annars tæknideild um borð í skipið til að rannsaka það. Hann sagði rannsókn málsins miða vel og verið sé að raða saman brotum. „Við færumst nær lausninni,“ sagði Grímur við RÚV. Hann sagði að fjölmiðlaumfjöllun hefði torveldað lögregluaðgerð vegna málsins en ekki skemmt hana. Hann sagði lögreglu reyna að halda sakargögnum þannig að þau spillist síður og því óþægilegt þegar fjallað er um það. Hann sagði lögreglu engu nær um það hvar Birnu er að finna. Hann sagði enga ástæðu að ætla að Birna hafi á einhverjum tímapunkti farið um borð í skipið.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14 Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00 Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36 Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Útgerð Polar Nanoq: Engin kæra verið lögð fram á hendur neinum í áhöfninni Útgerðin heitir því að veita lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. 18. janúar 2017 10:14
Eigendur grænlenska togarans: Skipverjar hissa, ringlaðir og ákváðu sjálfir að snúa við skipinu Engin eftirlitsmyndavél við Hafnarfjarðarhöfn beinist að þeim stað þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust á mánudagskvöld. 18. janúar 2017 05:00
Sérsveitarmenn komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndskeið sýnir sérsveitamenn fara í TF-LÍF, þyrlu LHG. 18. janúar 2017 12:36
Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25