Innlent

Móðir Birnu þakkar samhuginn: „Við gefumst ekki upp“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Móðir Birnu, Sigurlaug Hreinsdóttir, þakkar fyrir samhuginn.
Móðir Birnu, Sigurlaug Hreinsdóttir, þakkar fyrir samhuginn. vísir/anton brink
Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan aðfaranótt laugardags, hefur sent frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla. Í henni þakkar hún fyrir allan þann samhug, einhug og styrk sem henni og öðrum er tengjast Birnu hefur verið sýndur en yfirlýsingu Sigurlaugar má sjá hér að neðan.

Takk fyrir allan þann samhug og einhug og styrk sem þið sýnið og gefið ÖLL sem eruð að vinna í þessu. Og takk lögregla og björgunarsveitir fyrir að vera með hjartað í þessu. Við gefumst ekki upp, hún er þarna, við finnum hana.

Greint var frá því fyrir skemmstu að um hádegisbil í dag hafi lögreglumenn úr sérsveit ríkislögreglustjóra handtekið tvo menn um borð í grænslenska togaranum Polar Nanoq um það bil 90 mílur suðvestur af landinu. Sérsveitarmennirnir fóru um borð í skipið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF LÍF. Þeir tóku yfir stjórn skipsins sem nú siglir til hafnar í Hafnarfirði.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×