Innlent

Lögreglan: „Við gerum ráðstafanir svo að ekki náist myndir með dróna á svæðinu“

Birgir Olgeirsson skrifar
„Það kemur bara í ljós,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, þegar hann er spurður hverju þeir mega eiga von á sem munu reyna að fljúga dróna yfir svæðið sem lögreglan hefur lokað af við Hafnarfjarðarhöfn vegna komu Polar Nanoq.

Lögreglan hefur beint því til þeirra sem eru á svæðinu að notkun dróna sé algjörlega bönnuð og hefur fólk verið varað við því að fljúga drónum þarna yfir. „Við gerum ráðstafanir svo að ekki náist myndir með dróna á svæðinu.“

Ásgeir vildi þó ekki tjá sig um hvaða ráðstafana lögreglan mun grípa til verði hún var við dróna yfir svæðinu.

Öllu svæðinu við Hafnarfjarðarhöfn hefur verið lokað og getur fólk ekki keyrt inn á svæðið þar sem Polar Nanoq mun koma að bryggju þar sem Óseyrarbraut er lokuð. Lögreglan hefur beint því til almennings að það verði ekkert að sjá við höfnina.

Einnig er búið að stafla upp gámum á bryggjunni við Hafnarfjarðarhöfn til að byrgja bæði fjölmiðlum og almenningi sýn sem leggur leið sína á svæðið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×