Yfirheyrslur fóru fram á dönsku og ensku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2017 09:43 Frá Hverfisgötu eftir miðnætti í nótt þegar skipverjarnir þrír komu á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Vísir/Ernir Skipverjarnir þrír sem handteknir voru um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq í gær voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í nótt. Yfirheyrslum lauk um klukkan átta í morgun. Unnsteinn Elvarsson, verjandi eins skipverja, var staddur yfirheyrslu yfir einum mannanna í nótt. Hann staðfestir það í samtali við Vísi. Unnsteinn segist ekki geta tjáð sig um það sem fram fór. Lögreglan verði að svara spurningum blaðamanna hvað það varðar. Óeðlilegt sé að reka málið í fjölmiðlum. Fram kemur á RÚV að yfirheyrslurnar fóru fram á dönsku og ensku en mennirnir þrír, sem grunaðir erum um að hafa upplýsingar er varða hvarfið á Birnu Brjánsdóttur, eru Grænlendingar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var túlkur bókaður í gærdag þegar búið var að handtaka fyrri mennina tvo. Túlkur var svo viðstaddur yfirheyrslurnar í nótt. Mennirnir þrír voru leiddir frá borði togarans í Hafnarfjarðarhöfn á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þaðan voru þeir fluttir á Hverfisgötuna þar sem yfirheyrslur hófust. Björgunarsveitarmenn leituðu fram á nótt, bæði við Hafnarfjarðarhöfn og á Strandaheiði. Rannsakað sem sakamál Hvarfið á Birnu er nú rannsakað sem sakamál. Á þessum tímapunkti eru mennirnir þrír þó aðeins grunaðir um að hafa upplýsingar er varða hvarf Birnu að því er fram hefur komið í máli Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns sem stýrir rannsókn málsins. Athygli hefur vakið að snjór fannst undir skóm Birnu þegar þeir fundust við Hafnarfjarðarhöfn á mánudagskvöldið, tæpum þremur sólarhringum eftir að Birna sást síðast, á sjötta tímanum á laugardagsmorgun. „Við fengum upplýsingar um það frá þeim mönnum sem fundu skóna að þegar þeir komu að þeim að þá voru þeir þaktir snjó þannig að það virðist nú bara hafa verið þannig að það hafi snjóað að þeim, skafið að þeim með þeim hætti að svona hafi snjórinn endað á skónum. Þannig að við höfum ekki verið að leggja neina áherslu á það að þeim hafi verið komið fyrir þarna með öðrum hætti. Hins vegar er alveg ljóst og það er alveg til skoðunar að Birna hafi ekki farið úr skónum þarna heldur að þeim hafi verið komið þarna fyrir,“ sagði Grímur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Mögulega reynt að villa fyrir lögreglu Það gæti hafa verið gert til að villa um fyrir lögreglu, án þess að það sé vitað. Vel sé mögulegt að aðrir en þeir sem handteknir hafa verið eigi aðild að málinu. Þótt snjór hefði fundist á skónum tveimur sólarhringum eftir að Polar Nanoq lagði úr höfn sé vel mögulegt að skónum hafi verið komið fyrir áður en skipið lagði úr höfn seinni part laugardags. „Ég ítreka það að það er alveg opið, aðild einhverra sem voru ekki í skipinu. Það var hins vegar alveg mögulegt að koma fyrir skóm áður en skipið fór.“ Að neðan má sjá myndskeið frá því eftir miðnætti í gærkvöldi þegar mennirnir voru færðir til yfirheyrslu við lögreglustöðina á Hverfisgötu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Yfirheyrslum lokið: Hvarf Birnu rannsakað sem sakamál Grímur Grímsson segir að hvarfið sé rannsakað sem sakamál, en hann hefur hingað til ekki viljað skilgreina málið sem slíkt opinberlega. 19. janúar 2017 08:34 Rannsókn um borð í Polar Nanoq lokið: Yfirheyrslur standa enn yfir Yfirheyrslur á grænlensku þremenningunum sem handteknir voru í gær standa enn yfir. 19. janúar 2017 06:45 Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niður á Hverfisgötu Einn fór inn fyrir afgirt svæði og smellti af mynd. 19. janúar 2017 00:57 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Skipverjarnir þrír sem handteknir voru um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq í gær voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í nótt. Yfirheyrslum lauk um klukkan átta í morgun. Unnsteinn Elvarsson, verjandi eins skipverja, var staddur yfirheyrslu yfir einum mannanna í nótt. Hann staðfestir það í samtali við Vísi. Unnsteinn segist ekki geta tjáð sig um það sem fram fór. Lögreglan verði að svara spurningum blaðamanna hvað það varðar. Óeðlilegt sé að reka málið í fjölmiðlum. Fram kemur á RÚV að yfirheyrslurnar fóru fram á dönsku og ensku en mennirnir þrír, sem grunaðir erum um að hafa upplýsingar er varða hvarfið á Birnu Brjánsdóttur, eru Grænlendingar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var túlkur bókaður í gærdag þegar búið var að handtaka fyrri mennina tvo. Túlkur var svo viðstaddur yfirheyrslurnar í nótt. Mennirnir þrír voru leiddir frá borði togarans í Hafnarfjarðarhöfn á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þaðan voru þeir fluttir á Hverfisgötuna þar sem yfirheyrslur hófust. Björgunarsveitarmenn leituðu fram á nótt, bæði við Hafnarfjarðarhöfn og á Strandaheiði. Rannsakað sem sakamál Hvarfið á Birnu er nú rannsakað sem sakamál. Á þessum tímapunkti eru mennirnir þrír þó aðeins grunaðir um að hafa upplýsingar er varða hvarf Birnu að því er fram hefur komið í máli Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns sem stýrir rannsókn málsins. Athygli hefur vakið að snjór fannst undir skóm Birnu þegar þeir fundust við Hafnarfjarðarhöfn á mánudagskvöldið, tæpum þremur sólarhringum eftir að Birna sást síðast, á sjötta tímanum á laugardagsmorgun. „Við fengum upplýsingar um það frá þeim mönnum sem fundu skóna að þegar þeir komu að þeim að þá voru þeir þaktir snjó þannig að það virðist nú bara hafa verið þannig að það hafi snjóað að þeim, skafið að þeim með þeim hætti að svona hafi snjórinn endað á skónum. Þannig að við höfum ekki verið að leggja neina áherslu á það að þeim hafi verið komið fyrir þarna með öðrum hætti. Hins vegar er alveg ljóst og það er alveg til skoðunar að Birna hafi ekki farið úr skónum þarna heldur að þeim hafi verið komið þarna fyrir,“ sagði Grímur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Mögulega reynt að villa fyrir lögreglu Það gæti hafa verið gert til að villa um fyrir lögreglu, án þess að það sé vitað. Vel sé mögulegt að aðrir en þeir sem handteknir hafa verið eigi aðild að málinu. Þótt snjór hefði fundist á skónum tveimur sólarhringum eftir að Polar Nanoq lagði úr höfn sé vel mögulegt að skónum hafi verið komið fyrir áður en skipið lagði úr höfn seinni part laugardags. „Ég ítreka það að það er alveg opið, aðild einhverra sem voru ekki í skipinu. Það var hins vegar alveg mögulegt að koma fyrir skóm áður en skipið fór.“ Að neðan má sjá myndskeið frá því eftir miðnætti í gærkvöldi þegar mennirnir voru færðir til yfirheyrslu við lögreglustöðina á Hverfisgötu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Yfirheyrslum lokið: Hvarf Birnu rannsakað sem sakamál Grímur Grímsson segir að hvarfið sé rannsakað sem sakamál, en hann hefur hingað til ekki viljað skilgreina málið sem slíkt opinberlega. 19. janúar 2017 08:34 Rannsókn um borð í Polar Nanoq lokið: Yfirheyrslur standa enn yfir Yfirheyrslur á grænlensku þremenningunum sem handteknir voru í gær standa enn yfir. 19. janúar 2017 06:45 Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niður á Hverfisgötu Einn fór inn fyrir afgirt svæði og smellti af mynd. 19. janúar 2017 00:57 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Yfirheyrslum lokið: Hvarf Birnu rannsakað sem sakamál Grímur Grímsson segir að hvarfið sé rannsakað sem sakamál, en hann hefur hingað til ekki viljað skilgreina málið sem slíkt opinberlega. 19. janúar 2017 08:34
Rannsókn um borð í Polar Nanoq lokið: Yfirheyrslur standa enn yfir Yfirheyrslur á grænlensku þremenningunum sem handteknir voru í gær standa enn yfir. 19. janúar 2017 06:45
Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niður á Hverfisgötu Einn fór inn fyrir afgirt svæði og smellti af mynd. 19. janúar 2017 00:57
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent