Umfjöllun og myndir: Stjarnan - Njarðvík 72-74 | Sterkur sigur Njarðvíkinga Kristinn Geir Friðriksson í Ásgarði skrifar 19. janúar 2017 21:00 Njarðvík gerði góða ferð í Ásgarðinn í kvöld og lagði Stjörnuna í spennandi leik í Domino´s-deild karla í körfubolta, 74-72. Njarðvíkingar eru búnir að vinna tvo leiki í röð en Stjarnan búin að tapa tveimur leikjum í röð. Lokamínúturnar voru svakalega spennandi en Björn Kristjánsson kom Njarðvík yfir, 73-72, með frábæru þriggja stiga skoti þegar 43 sekúndur voru eftir. Logi Gunnarsson skoraði úr vítaskoti og kom sínu liði í 74-72 en Stjarnan klúðraði síðustu sókninni sinni og Njarðvíkingar fögnuðu. Leikurinn verður seint í minnum hafður fyrir góðan körfubolta; bæði lið áttu í miklum vandræðum í sínum sóknarleik og voru aðeins handfylli af leikmönnum sem spiluðu þá rullu af eðlilegri getu. Leikurinn var mjög jafn og hvorugt liðið náði nægilega góðum áhlaupum til þess að slíta sig frá mótherjanum. Varnarleikur beggja liða var fastur og ágengur en aldrei komust liðin þó neinn sóknartakt. Lokamínúturnar voru spennandi en það voru Njarðvikingar sem settu lykilskotin sín niður á meðan heimamenn fóru illa með upplögð tækifæri á lokamínútum leikins. Hjá Njarðvík var Logi Gunnarsson bestur heilt yfir en Björn Kristjánsson átti flottan seinni hálfleik rétt eins og Myron Dempsey. Varnarleikur liðsins skóp sigurinn og kom heimamönnum oft úr jafnvægi. Hjá Stjörnunni var Hlynur Bæringsson yfirburðarmaður með 24 stig og 18 fráköst. Anthony Odunsi átti spretti en liðsheildin náði aldrei neinum takti og ljóst að liðið saknaði mjög leikstjórnanda síns Justin Shouse, sem var meiddur. vísir/eyþórMyron Dempsey reynir að verja skot með tilþrifum.Vísir/Eyþór Dominos-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Njarðvík gerði góða ferð í Ásgarðinn í kvöld og lagði Stjörnuna í spennandi leik í Domino´s-deild karla í körfubolta, 74-72. Njarðvíkingar eru búnir að vinna tvo leiki í röð en Stjarnan búin að tapa tveimur leikjum í röð. Lokamínúturnar voru svakalega spennandi en Björn Kristjánsson kom Njarðvík yfir, 73-72, með frábæru þriggja stiga skoti þegar 43 sekúndur voru eftir. Logi Gunnarsson skoraði úr vítaskoti og kom sínu liði í 74-72 en Stjarnan klúðraði síðustu sókninni sinni og Njarðvíkingar fögnuðu. Leikurinn verður seint í minnum hafður fyrir góðan körfubolta; bæði lið áttu í miklum vandræðum í sínum sóknarleik og voru aðeins handfylli af leikmönnum sem spiluðu þá rullu af eðlilegri getu. Leikurinn var mjög jafn og hvorugt liðið náði nægilega góðum áhlaupum til þess að slíta sig frá mótherjanum. Varnarleikur beggja liða var fastur og ágengur en aldrei komust liðin þó neinn sóknartakt. Lokamínúturnar voru spennandi en það voru Njarðvikingar sem settu lykilskotin sín niður á meðan heimamenn fóru illa með upplögð tækifæri á lokamínútum leikins. Hjá Njarðvík var Logi Gunnarsson bestur heilt yfir en Björn Kristjánsson átti flottan seinni hálfleik rétt eins og Myron Dempsey. Varnarleikur liðsins skóp sigurinn og kom heimamönnum oft úr jafnvægi. Hjá Stjörnunni var Hlynur Bæringsson yfirburðarmaður með 24 stig og 18 fráköst. Anthony Odunsi átti spretti en liðsheildin náði aldrei neinum takti og ljóst að liðið saknaði mjög leikstjórnanda síns Justin Shouse, sem var meiddur. vísir/eyþórMyron Dempsey reynir að verja skot með tilþrifum.Vísir/Eyþór
Dominos-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður Sport Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Dagskráin í dag: Víkingar og Rauðu djöflarnir í Evrópu Sport Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira