Sara Björk á meðal 50 bestu fótboltakvenna heims Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. janúar 2017 08:00 Sara Björk Gunnarsdóttir er enn í Meistaradeildinni með Wolfsburg. vísir/getty Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, er í 46. sæti á lista The Offside Rule (We get it!)-hlaðvarpsins yfir 100 bestu fótboltakonur heims árið 2016. Þrjátíu sérfræðingar (leikmenn, þjálfarar, fréttamenn, fyrrverandi leikmenn og fleiri) voru fengnir til að kveða upp sinn dóm og úr varð 100 kvenna listi sem birtur var í desember á heimasíðu þessa gríðarlega vinsæla hlaðvarpsþáttar. Sara Björk, sem leikur með stórliðinu Wolfsburg í Þýskalandi, er eini Íslendingurinn á listanum en hún fékk 254 stig í kjörinu. Ein af þeim 30 sem kaus er Ana Cate, landsliðskona Níkaragva, en hún leikur með Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna. „Gunnarsdóttir er orðin lykilmaður í íslenska landsliðinu og var fengin til Wolfsburg í Þýskalandi eftir að spila vel með Rosengård í Svíþjóð. Þar sem Wolfsburg er enn í Meistaradeildinni gæti árið 2017 líka orðið mjög gott hjá Gunnarsdóttur og við gætum séð mun meira af henni,“ segir í umsögn um miðjukonuna mögnuðu úr Hafnarfirðinum. Sara Björk, sem verður 27 ára á árinu er á leið á sitt þriðja stórmót með íslenska landsliðinu en það verður á EM 2017 í Hollandi í sumar. Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gömul á Sara Björk aðeins tvo leiki í hundrað en hún er búin að spila 98 landsleiki fyrir Ísland, þann fyrsta aðeins 16 ára gömul árið 2007. Ada Hegerberg frá Noregi er besta fótboltakona heims samkvæmt úttekt The Offside Rule en hin brasilíska Marta, fyrrverandi samherji Söru Bjarkar hjá Rosengård, er í öðru sæti og Melanie Behringer frá Þýskalandi er sú þriðja besta í heimi. The Offsie Rule-hlaðvarpið er eingöngu rekið af konum en þrjár af fremstu íþróttafréttakonum Bretlands; Linsey Hooper (BBC), Haylay McQueen (Sky Sports) og Kait Borsay, stofnuðu það og sjá um þáttinn. Hlaðvarpið fékk verðlaun sem það besta í boltanum á Football Blogging Awards árið 2015. EM 2017 í Hollandi Fréttir ársins 2016 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, er í 46. sæti á lista The Offside Rule (We get it!)-hlaðvarpsins yfir 100 bestu fótboltakonur heims árið 2016. Þrjátíu sérfræðingar (leikmenn, þjálfarar, fréttamenn, fyrrverandi leikmenn og fleiri) voru fengnir til að kveða upp sinn dóm og úr varð 100 kvenna listi sem birtur var í desember á heimasíðu þessa gríðarlega vinsæla hlaðvarpsþáttar. Sara Björk, sem leikur með stórliðinu Wolfsburg í Þýskalandi, er eini Íslendingurinn á listanum en hún fékk 254 stig í kjörinu. Ein af þeim 30 sem kaus er Ana Cate, landsliðskona Níkaragva, en hún leikur með Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna. „Gunnarsdóttir er orðin lykilmaður í íslenska landsliðinu og var fengin til Wolfsburg í Þýskalandi eftir að spila vel með Rosengård í Svíþjóð. Þar sem Wolfsburg er enn í Meistaradeildinni gæti árið 2017 líka orðið mjög gott hjá Gunnarsdóttur og við gætum séð mun meira af henni,“ segir í umsögn um miðjukonuna mögnuðu úr Hafnarfirðinum. Sara Björk, sem verður 27 ára á árinu er á leið á sitt þriðja stórmót með íslenska landsliðinu en það verður á EM 2017 í Hollandi í sumar. Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gömul á Sara Björk aðeins tvo leiki í hundrað en hún er búin að spila 98 landsleiki fyrir Ísland, þann fyrsta aðeins 16 ára gömul árið 2007. Ada Hegerberg frá Noregi er besta fótboltakona heims samkvæmt úttekt The Offside Rule en hin brasilíska Marta, fyrrverandi samherji Söru Bjarkar hjá Rosengård, er í öðru sæti og Melanie Behringer frá Þýskalandi er sú þriðja besta í heimi. The Offsie Rule-hlaðvarpið er eingöngu rekið af konum en þrjár af fremstu íþróttafréttakonum Bretlands; Linsey Hooper (BBC), Haylay McQueen (Sky Sports) og Kait Borsay, stofnuðu það og sjá um þáttinn. Hlaðvarpið fékk verðlaun sem það besta í boltanum á Football Blogging Awards árið 2015.
EM 2017 í Hollandi Fréttir ársins 2016 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Sjá meira