HBStatz: Rúnar með betri skotnýtingu í tapleikjum og tapaði næstum aldrei boltanum Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. janúar 2017 12:00 Rúnar Kárason verður í lykilhlutverki í Frakklandi. vísir/afp Rúnar Kárason, hægri skytta Hannover-Burgdorf í þýsku 1. deildinni í handbolta, er annar leikmaður íslenska landsliðsins sem er tekinn fyrir á tölfræðisíðunni HBStatz í aðdraganda heimsmeistaramótsins í handbolta sem hefst í næstu viku. HBStatz telur niður í mótið með því að birta tölfræðiupplýsingar um strákana okkar úr keppnisleikjum þeirra á síðasta ári en byrjað var á besta manni íslenska liðsins, Aroni Pálmarssyni, í gær. Tölfræði sýndi bersýnilega hversu mikilvægur Aron er íslenska landsliðinu. Aron er meiddur og tæpur fyrir HM en eins og kom fram í gær fer hann ekki með á æfingamótið í Danmörku vegna meiðslanna.Sjá einnig:Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði En aftur að Rúnari. Stórskyttan úr Safamýrinni skoraði 18 mörk í sjö mótsleikjum á síðasta ári með íslenska landsliðinu eða 2,6 mörk í leik. Hann skoraði þrjú mörk að meðaltali í leik þremur sigrum íslenska liðsins en 2,25 mörk að meðaltali í fjórum tapleikjum Íslands á síðasta ári. Aftur á móti var skotnýting hans betri í tapleikjunum (53 prósent á móti 45 prósent). Rúnar skaut 37 sinnum á markið í landsleikjunum sjö á síðasta ári og skoraði augljóslega 18 sinnum eins og gefur að skilja. Hann skoraði úr 49 prósent skota sinna en tólf þeirra (32 prósent) voru varin af markvörðum mótherjanna og sjö skot eða 19 prósent fóru framhjá eða í varnarvegginn. Einn helsti kosturinn við Rúnar á síðasta ári var að hann tapaði boltanum nánast aldrei. Skyttan skotfasta tapaði ekki nema tveimur boltum í sjö leikjum á síðasta ári eða 0,3 tapaðir boltar að meðaltali í leik sem er mjög gott. Í varnarleiknum átti Rúnar sjö löglegar stöðvanir (þegar mótherji er stöðvaður og aðeins fríkast er dæmt) eða eina að meðaltali í hverjum leik. Hann gaf tvö víti og var tvisvar sinnum rekinn af velli. Hér að neðan má sjá ítarlega greiningu á tölfræði Rúnars Kárasonar á árinu 2016 frá HBStatz sem allir ættu að fylgja á Facebook og Twitter nú þegar HM gengur í garð. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15 Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði Tölfræði er framandi hugtak fyrir Handknattleikssamband Íslands en handboltamenn eiga hauk í horni í handboltatölfræðisíðunni hbstatz.is. 16. desember 2016 12:00 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Rúnar Kárason, hægri skytta Hannover-Burgdorf í þýsku 1. deildinni í handbolta, er annar leikmaður íslenska landsliðsins sem er tekinn fyrir á tölfræðisíðunni HBStatz í aðdraganda heimsmeistaramótsins í handbolta sem hefst í næstu viku. HBStatz telur niður í mótið með því að birta tölfræðiupplýsingar um strákana okkar úr keppnisleikjum þeirra á síðasta ári en byrjað var á besta manni íslenska liðsins, Aroni Pálmarssyni, í gær. Tölfræði sýndi bersýnilega hversu mikilvægur Aron er íslenska landsliðinu. Aron er meiddur og tæpur fyrir HM en eins og kom fram í gær fer hann ekki með á æfingamótið í Danmörku vegna meiðslanna.Sjá einnig:Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði En aftur að Rúnari. Stórskyttan úr Safamýrinni skoraði 18 mörk í sjö mótsleikjum á síðasta ári með íslenska landsliðinu eða 2,6 mörk í leik. Hann skoraði þrjú mörk að meðaltali í leik þremur sigrum íslenska liðsins en 2,25 mörk að meðaltali í fjórum tapleikjum Íslands á síðasta ári. Aftur á móti var skotnýting hans betri í tapleikjunum (53 prósent á móti 45 prósent). Rúnar skaut 37 sinnum á markið í landsleikjunum sjö á síðasta ári og skoraði augljóslega 18 sinnum eins og gefur að skilja. Hann skoraði úr 49 prósent skota sinna en tólf þeirra (32 prósent) voru varin af markvörðum mótherjanna og sjö skot eða 19 prósent fóru framhjá eða í varnarvegginn. Einn helsti kosturinn við Rúnar á síðasta ári var að hann tapaði boltanum nánast aldrei. Skyttan skotfasta tapaði ekki nema tveimur boltum í sjö leikjum á síðasta ári eða 0,3 tapaðir boltar að meðaltali í leik sem er mjög gott. Í varnarleiknum átti Rúnar sjö löglegar stöðvanir (þegar mótherji er stöðvaður og aðeins fríkast er dæmt) eða eina að meðaltali í hverjum leik. Hann gaf tvö víti og var tvisvar sinnum rekinn af velli. Hér að neðan má sjá ítarlega greiningu á tölfræði Rúnars Kárasonar á árinu 2016 frá HBStatz sem allir ættu að fylgja á Facebook og Twitter nú þegar HM gengur í garð.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15 Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði Tölfræði er framandi hugtak fyrir Handknattleikssamband Íslands en handboltamenn eiga hauk í horni í handboltatölfræðisíðunni hbstatz.is. 16. desember 2016 12:00 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. 3. janúar 2017 16:15
Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði Tölfræði er framandi hugtak fyrir Handknattleikssamband Íslands en handboltamenn eiga hauk í horni í handboltatölfræðisíðunni hbstatz.is. 16. desember 2016 12:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti