Körfubolti

Körfuboltakvöld: Hefði Brynjar átt að fjúka af velli? | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Brynjar Þór Björnsson kom mikið við sögu þegar KR vann ævintýralegan sigur á Tindastóli, 87-94, í 12. umferð Domino's deildar karla í gærkvöldi.

Brynjar fékk umdeilda óíþróttamannslega villu í 1. leikhluta. Hann var svo heppinn að fjúka ekki af velli þegar hann sló til Björgvins Hafþórs Ríkharðssonar snemma í 4. leikhluta.

Dómarar leiksins dæmdu ekki neitt og létu leikinn ganga þótt Björgvin lægi í gólfinu. Sókn KR endaði svo með troðslu frá Cedrick Bowen.

Tindastólsmenn voru afar ósáttir við þessa atburðarrás og að Brynjar skyldi hafa sloppið við refsingu.

„Sjáiði Brynjar, hann neglir Björgvin með olnboganum,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í Domino's Körfuboltakvöldi í gær.

Kristinn Friðriksson furðaði sig á því að Brynjar skyldi hafa tekið þessa áhættu og að dómararnir hafi ekki séð brotið.

„Hann tekur svakalega áhættu finnst mér. Ég er svo hissa á því að dómararnir hafi ekki séð þetta,“ sagði Kristinn undrandi.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×