Með prinsessuhring á fingri 9. janúar 2017 11:00 Hanna Þóra í eftirlætiskjólnum sem er frá Kardashian-systrum. "Hann er ótrúlega þægilegur og hentar við svo mörg tilefni.“ Vísir/Anton Það er nóg að gera hjá Hönnu Þóru Helgadóttur snyrtifræðingi þessa dagana en hún er að byrja síðustu önnina sína í viðskipta- og markaðsfræði við Háskólann á Akureyri. Hún er einnig að byrja á námskeiði fyrir flugfreyjustarf hjá Icelandair þar sem hún vinnur í sumar. Auk þess bloggar hún á síðunni Fagurkerar. Hanna gaf sér samt tíma til að leyfa lesendum að skyggnast aðeins inn í skápinn sinn og sýnir hér uppáhaldshlutina sína.Hvíta kápan er klassísk með góðum vösum sem nýtast vel.Ein af uppáhaldsflíkum Hönnu Þóru er kjóll frá Kardashian-systrum sem hún keypti í Boston. „Hann er ótrúlega þægilegur og hentar við svo mörg tilefni. Sniðið á honum hentar líka mínum vexti mjög vel og mér líður alltaf vel í honum. Ermarnar gera mér kleift að vera í honum án þess að vera í jakka yfir sem er mjög hentugt,“ segir Hanna og bætir við að hún hafi gert góð kaup þegar hún keypti kjólinn. „Mér finnst alltaf gaman að gera góð kaup og ég fann þennan kjól í útsöluhorninu hjá Sears í Cambridge og hann kostaði 25 dollara á áttatíu prósent afslætti. Mér finnst mestu skipta að manni líði vel í fötunum og það er gaman að skemmtileg saga fylgi þeim.“ Hver er uppáhalds yfirhöfnin?Hvíta kápan mín úr MANGO sem tengdamamma gaf mér er í miklu uppáhaldi og ég er dugleg að nota hana þegar ég fer út. Hún er klassísk með góðum vösum sem nýtast vel.Hanna er mikið fyrir klúta og notar þá daglega. Þessi er á meðal þeirra sem eru í uppáhaldi núna.Hvaða skór eru í mestu uppáhaldi? Svörtu lakkskórnir mínir sem ég keypti í Boston og eru frá Xhilaration. Þeir passa við allt og eru ótrúlega þægilegir og klassískir. Hællinn er mjög stöðugur og því ekkert mál að hlaupa á eftir litlu börnunum mínum í þeim.Hvaða fylgihlut notar þú helst?Ég er mikið fyrir klúta og nota þá daglega. Einn af mínum uppáhalds er klútur frá Andreu sem vinkonur mínar gáfu mér þegar ég var gæsuð og hann geymir sælar minningar. Hann hentar bæði hversdags og þegar maður fer í fínni boð.Hanna notar úr og eyrnalokka hversdags en aðra skartgripi aðallega við sparilegri tilefni.Hvaða skartgripi notar þú mest? Eyrnalokkar og úr eru mest notuð hjá mér en einnig á ég nokkra fallega hringi sem ég nota spari. Hún Þórunn tengdamamma mín er mikill fagurkeri og gaf mér fallegan hring fyrir nokkrum árum sem við köllum Kate Middleton-hringinn þar sem hann minnir svolítið á trúlofunarhringinn fræga sem Díana prinsessa átti. Einnig þykir mér ótrúlega vænt um giftingarhringinn frá langalangömmu minni sem ég fékk í fermingargjöf.Hvaða snyrtivara getur þú ekki verið án? Maria Nila Argan-olían er að bjarga hárinu á mér þessa dagana, lyktin er ómótstæðileg og hárið verður silkimjúkt. Einnig er Hydra Zen-rakakremið frá Lancôme nauðsynlegt í hitabreytingunum sem eru í gangi þessa dagana.Hringarnir hennar Hönnu eiga sér sögur. Tíska og hönnun Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Það er nóg að gera hjá Hönnu Þóru Helgadóttur snyrtifræðingi þessa dagana en hún er að byrja síðustu önnina sína í viðskipta- og markaðsfræði við Háskólann á Akureyri. Hún er einnig að byrja á námskeiði fyrir flugfreyjustarf hjá Icelandair þar sem hún vinnur í sumar. Auk þess bloggar hún á síðunni Fagurkerar. Hanna gaf sér samt tíma til að leyfa lesendum að skyggnast aðeins inn í skápinn sinn og sýnir hér uppáhaldshlutina sína.Hvíta kápan er klassísk með góðum vösum sem nýtast vel.Ein af uppáhaldsflíkum Hönnu Þóru er kjóll frá Kardashian-systrum sem hún keypti í Boston. „Hann er ótrúlega þægilegur og hentar við svo mörg tilefni. Sniðið á honum hentar líka mínum vexti mjög vel og mér líður alltaf vel í honum. Ermarnar gera mér kleift að vera í honum án þess að vera í jakka yfir sem er mjög hentugt,“ segir Hanna og bætir við að hún hafi gert góð kaup þegar hún keypti kjólinn. „Mér finnst alltaf gaman að gera góð kaup og ég fann þennan kjól í útsöluhorninu hjá Sears í Cambridge og hann kostaði 25 dollara á áttatíu prósent afslætti. Mér finnst mestu skipta að manni líði vel í fötunum og það er gaman að skemmtileg saga fylgi þeim.“ Hver er uppáhalds yfirhöfnin?Hvíta kápan mín úr MANGO sem tengdamamma gaf mér er í miklu uppáhaldi og ég er dugleg að nota hana þegar ég fer út. Hún er klassísk með góðum vösum sem nýtast vel.Hanna er mikið fyrir klúta og notar þá daglega. Þessi er á meðal þeirra sem eru í uppáhaldi núna.Hvaða skór eru í mestu uppáhaldi? Svörtu lakkskórnir mínir sem ég keypti í Boston og eru frá Xhilaration. Þeir passa við allt og eru ótrúlega þægilegir og klassískir. Hællinn er mjög stöðugur og því ekkert mál að hlaupa á eftir litlu börnunum mínum í þeim.Hvaða fylgihlut notar þú helst?Ég er mikið fyrir klúta og nota þá daglega. Einn af mínum uppáhalds er klútur frá Andreu sem vinkonur mínar gáfu mér þegar ég var gæsuð og hann geymir sælar minningar. Hann hentar bæði hversdags og þegar maður fer í fínni boð.Hanna notar úr og eyrnalokka hversdags en aðra skartgripi aðallega við sparilegri tilefni.Hvaða skartgripi notar þú mest? Eyrnalokkar og úr eru mest notuð hjá mér en einnig á ég nokkra fallega hringi sem ég nota spari. Hún Þórunn tengdamamma mín er mikill fagurkeri og gaf mér fallegan hring fyrir nokkrum árum sem við köllum Kate Middleton-hringinn þar sem hann minnir svolítið á trúlofunarhringinn fræga sem Díana prinsessa átti. Einnig þykir mér ótrúlega vænt um giftingarhringinn frá langalangömmu minni sem ég fékk í fermingargjöf.Hvaða snyrtivara getur þú ekki verið án? Maria Nila Argan-olían er að bjarga hárinu á mér þessa dagana, lyktin er ómótstæðileg og hárið verður silkimjúkt. Einnig er Hydra Zen-rakakremið frá Lancôme nauðsynlegt í hitabreytingunum sem eru í gangi þessa dagana.Hringarnir hennar Hönnu eiga sér sögur.
Tíska og hönnun Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira