Sport

„Með flugi 101 frá Jesú Kristi sjálfum“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Green Bay Packers sýndi af hverju liðið er til alls líklegt í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í ár með frábærri frammistöðu í sigri liðsins á New York Giants í gær, 38-13.

Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, átti enn einn stórleikinn en vendipunktur leiksins kom þegar hann gaf snertimarkssendingu á Randall Cobb í blálok fyrri hálfleiks.

Sókn Packers hafði átt erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en Rodgers sneri leiknum við með tveimur snertimörkum í lok hans. Það síðara var svokölluð „Hail Mary“ sending þegar tíminn var að renna út.

Sjá einnig: Rodgers ótrúlegur í yfirburðasigri Packers

Sendingin var gripin af Cobb og stóðu varnarmenn Giants agndofa eftir. Gestirnir frá New York áttu svo aldrei möguleika eftir því sem leið á síðari hálfleikinn.

Tómas Þór Þórðarson lýsti leiknum á Stöð 2 Sport og fór á kostum.

„Heilög María hefur svarað bænum Green Bay Packers,“ sagði hann eftir að Cobb greip sendinguna.

„Þetta er það sem þetta snýst um, dömur mínar og herrar. Hann kom bara niður með flugi 101 frá Jesú Kristi sjálfum.“

Sjáðu þetta atvik í lýsingu Tómasar Þórs í spilaranum hér fyrir ofan.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×