Vinsælustu snjallsímaforrit ársins 2016 Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. desember 2016 07:00 Snapchat trónir á toppnum hjá Apple. vísir/afp Apple hefur birt lista yfir tíu vinsælustu ókeypis snjallsímaforrit ársins sem og þau sem borga þarf fyrir. Google hefur birt lista yfir fimm bestu leikina og forritin, gefin út á árinu, að sínu mati. Fréttablaðið fór yfir forritin og má sjá listana hér að neðan með útskýringum á forritunum.Vinsælustu ókeypis iPhone forritin SnapchatSkilaboðaforritið sem gengur út á að senda myndir eða stutt myndskeið á milli vina sem eyðast eftir skoðun nýtur mikilla vinsælda.MessengerSkilaboðaforrit Facebook sem gerir notendum kleift að spjalla við Facebook-vini er orðið staðalbúnaður og kemur í stað SMS skilaboða fyrir marga notendur.Charmander býr sig undir átök í Pokemon GoMynd/skjáskotPokémon GOEinn gríðarlega vinsæli sýndarveruleikatölvuleikur var allsráðandi í sumar en vinsældir hans hafa dalað síðan þá. Leikurinn halar þó enn inn milljónum á dag.InstagramFjölmargir hlaða inn ljósmyndum sínum á Instagram með hinum ýmsu filterum og deila þeim með vinum sínum.FacebookStærsta samfélagsmiðil heims má finna á snjallsímum langflestra.YouTubeMyndbandaveita Google býr yfir heilu mannslífslengdunum af efni af ýmsum toga.Google MapsKortaþjónusta Google nýtur vinsælda og hefur hún eflaust komið sér vel fyrir margan villtan ferðamanninn eða jafnvel heimamanninn.PandoraStillanleg stafræn útvarpsstöð sem spilar tónlist eftir þínum smekk þér að endurgjaldslausu.NetflixStreymisveitan vinsæla býður notendum upp á heilu þáttaraðirnar og kvikmyndirnar gegn áskrift.Spotify Music Tónlistarveita sem hefur að geyma milljónir laga eftir gríðarlega marga tónlistarmenn. Forritið er ókeypis en hægt er að borga fyrir áskrift og þar með sleppa við auglýsingar.Kimoji nýtur mikilla vinsælda.Mynd/skjáskotVinsælustu iPhone forritin sem borga þarf fyrir Heads Up! Verð: 0,99$ Samkvæmisleikur frá spjallþáttastjórnandanum Ellen DeGeneres. Notendur fá úthlutað spjaldi með nafni frægrar manneskju og á að giska á hver manneskjan er út frá vísbendingum vina.Face Swap LiveVerð: 0,99$Forrit sem gerir manni kleift að skipta á andlitum við fræga og vini.Minecraft: Pocket EditionVerð: 8,67$ Snjallsímaútgáfa af vinsæla tölvuleiknum Minecraft þar sem notandinn getur ráfað um óbyggðirnar og byggt hvað sem hann vill.FacetuneVerð: 5,99$Myndvinnsluforrit sem hægt er að nota til þess að breyta myndum af sjálfum sér og breyta þar með útliti sínu eins og mann lystir.KIMOJIVerð: 1,99$Emojis, eða tjákn, frá Kim Kardashian sem hægt er að nota í skilaboðum til vina og vandamanna.7 Minute Workout Challenge Verð: 3,71$Líkamsræktarprógramm sem hægt er að hafa í vasanum og tekur sjö mínútur eins og nafnið gefur til kynna.Geometry DashVerð: 1,99$ Snjallsímaleikur sem gengur út á að hoppa og fljúga í gegnum borð sem kassi.Plague Inc.Verð: 1,23$Búðu til þinn eigin smitsjúkdóm og reyndu að tortíma heiminum.Akinator the GenieVerð: 1,99$Dularfullur andi sem vinnur þig næstum alltaf í Hver er maðurinn.Bloons TD 5Verð: 2,99$Byggðu turna sem kasta pílum til þess að skjóta blöðrur svo þær sleppi ekki í gegnum varnir þínar.Þessi notandi MSQRD grætur vonandi ekki í alvöru.mynd/skjáskotBestu forritin á Android samkvæmt Google Face Changer 2 Breyttu andliti þínu eða annarra á fyndinn hátt.Lumyer - Photo & Selfie Editor Létt og hraðvirkt myndvinnsluforrit.Castbox - Podcast Radio MusicPodcast-veita með miklum fjölda þátta.Emoji Keyboard ProLyklaborð fyrir tjákn til þess að auðvelda það að senda vinum slík.MSQRD Myndvinnsluforrit sem leyfir notandanum meðal annars að skipta út andlitinu sínu fyrir ásjónu kattar.Slither.io, einn vinsælli leikja á Android.Mynd/skjáskotBestu leikirnir á Android samkvæmt Google Pokémon GOSama forrit og er á lista Apple.Clash RoyaleHerkænskuleikur þar sem notendur kljást við hvora aðra um yfirráð.Traffic RiderKappakstursleikur þar sem notandinn þeysist um á mótorhjóli.slither.io Reyndu að verða lengsti snákurinn með því að éta snáka annarra leikmanna.Dream League SoccerFótboltaleikur, ekki ósvipaður FIFA-leikjunum, þar sem notandinn getur búið til sitt eigið knattspyrnulið. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir ársins 2016 Tækni Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Apple hefur birt lista yfir tíu vinsælustu ókeypis snjallsímaforrit ársins sem og þau sem borga þarf fyrir. Google hefur birt lista yfir fimm bestu leikina og forritin, gefin út á árinu, að sínu mati. Fréttablaðið fór yfir forritin og má sjá listana hér að neðan með útskýringum á forritunum.Vinsælustu ókeypis iPhone forritin SnapchatSkilaboðaforritið sem gengur út á að senda myndir eða stutt myndskeið á milli vina sem eyðast eftir skoðun nýtur mikilla vinsælda.MessengerSkilaboðaforrit Facebook sem gerir notendum kleift að spjalla við Facebook-vini er orðið staðalbúnaður og kemur í stað SMS skilaboða fyrir marga notendur.Charmander býr sig undir átök í Pokemon GoMynd/skjáskotPokémon GOEinn gríðarlega vinsæli sýndarveruleikatölvuleikur var allsráðandi í sumar en vinsældir hans hafa dalað síðan þá. Leikurinn halar þó enn inn milljónum á dag.InstagramFjölmargir hlaða inn ljósmyndum sínum á Instagram með hinum ýmsu filterum og deila þeim með vinum sínum.FacebookStærsta samfélagsmiðil heims má finna á snjallsímum langflestra.YouTubeMyndbandaveita Google býr yfir heilu mannslífslengdunum af efni af ýmsum toga.Google MapsKortaþjónusta Google nýtur vinsælda og hefur hún eflaust komið sér vel fyrir margan villtan ferðamanninn eða jafnvel heimamanninn.PandoraStillanleg stafræn útvarpsstöð sem spilar tónlist eftir þínum smekk þér að endurgjaldslausu.NetflixStreymisveitan vinsæla býður notendum upp á heilu þáttaraðirnar og kvikmyndirnar gegn áskrift.Spotify Music Tónlistarveita sem hefur að geyma milljónir laga eftir gríðarlega marga tónlistarmenn. Forritið er ókeypis en hægt er að borga fyrir áskrift og þar með sleppa við auglýsingar.Kimoji nýtur mikilla vinsælda.Mynd/skjáskotVinsælustu iPhone forritin sem borga þarf fyrir Heads Up! Verð: 0,99$ Samkvæmisleikur frá spjallþáttastjórnandanum Ellen DeGeneres. Notendur fá úthlutað spjaldi með nafni frægrar manneskju og á að giska á hver manneskjan er út frá vísbendingum vina.Face Swap LiveVerð: 0,99$Forrit sem gerir manni kleift að skipta á andlitum við fræga og vini.Minecraft: Pocket EditionVerð: 8,67$ Snjallsímaútgáfa af vinsæla tölvuleiknum Minecraft þar sem notandinn getur ráfað um óbyggðirnar og byggt hvað sem hann vill.FacetuneVerð: 5,99$Myndvinnsluforrit sem hægt er að nota til þess að breyta myndum af sjálfum sér og breyta þar með útliti sínu eins og mann lystir.KIMOJIVerð: 1,99$Emojis, eða tjákn, frá Kim Kardashian sem hægt er að nota í skilaboðum til vina og vandamanna.7 Minute Workout Challenge Verð: 3,71$Líkamsræktarprógramm sem hægt er að hafa í vasanum og tekur sjö mínútur eins og nafnið gefur til kynna.Geometry DashVerð: 1,99$ Snjallsímaleikur sem gengur út á að hoppa og fljúga í gegnum borð sem kassi.Plague Inc.Verð: 1,23$Búðu til þinn eigin smitsjúkdóm og reyndu að tortíma heiminum.Akinator the GenieVerð: 1,99$Dularfullur andi sem vinnur þig næstum alltaf í Hver er maðurinn.Bloons TD 5Verð: 2,99$Byggðu turna sem kasta pílum til þess að skjóta blöðrur svo þær sleppi ekki í gegnum varnir þínar.Þessi notandi MSQRD grætur vonandi ekki í alvöru.mynd/skjáskotBestu forritin á Android samkvæmt Google Face Changer 2 Breyttu andliti þínu eða annarra á fyndinn hátt.Lumyer - Photo & Selfie Editor Létt og hraðvirkt myndvinnsluforrit.Castbox - Podcast Radio MusicPodcast-veita með miklum fjölda þátta.Emoji Keyboard ProLyklaborð fyrir tjákn til þess að auðvelda það að senda vinum slík.MSQRD Myndvinnsluforrit sem leyfir notandanum meðal annars að skipta út andlitinu sínu fyrir ásjónu kattar.Slither.io, einn vinsælli leikja á Android.Mynd/skjáskotBestu leikirnir á Android samkvæmt Google Pokémon GOSama forrit og er á lista Apple.Clash RoyaleHerkænskuleikur þar sem notendur kljást við hvora aðra um yfirráð.Traffic RiderKappakstursleikur þar sem notandinn þeysist um á mótorhjóli.slither.io Reyndu að verða lengsti snákurinn með því að éta snáka annarra leikmanna.Dream League SoccerFótboltaleikur, ekki ósvipaður FIFA-leikjunum, þar sem notandinn getur búið til sitt eigið knattspyrnulið.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir ársins 2016 Tækni Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira