Sjáðu hvaða stórmyndir verða í bíó árið 2017 Birgir Olgeirsson skrifar 22. desember 2016 21:30 Nokkrar af væntanlegum stórmyndum næsta árs. Nú þegar árið 2016 er senn á enda er ekki úr vegi að líta á þær stórmyndir eru væntanlegar árið 2017.Bandaríska tímaritið Variety tók saman nokkuð góðan lista sem birtur er á vef þess og fer röðunin á listanum eftir því hvenær á árinu 2017 myndirnar eru frumsýndar. Fengnar voru upplýsingar af vefsíðum íslensku kvikmyndahúsanna til að finna út hvenær myndirnar eru frumsýndar hér á landi. Þar er fyrst nefnd til sögunnar myndin xXx: Return of Xander Cage. Myndin verður frumsýnd hér á landi 20. janúar næstkomandi. Hún segir frá ofurhuganum Xander Cage en þetta er í annað sinn Vin Diesel leikur kappann. Fyrri myndin með honum kom út árið 2002 en árið 2005 kom út xXx: State of the Union þar sem Ice Cube lék hetjuna Darius Stone.Resident Evil: Final Chapter verður frumsýnd hér á landi 27. janúar næstkomandi. Um er að ræða sjöttu og síðustu myndina sem byggð er samnefndir tölvuleikjaseríu og segir frá baráttu hörkukvendisins Alice og baráttu hennar við Umbrella-fyrirtækið.Hér verður einnig talin upp myndin La La Land. Þessi mynd hefur þegar verið frumsýnd í Bandaríkjunum, meira segja fyrir þó nokkru, og er talin afar líkleg til afreka á komandi Óskarsverðlaunahátíð. Hún segir fra djasspíanóleikara, leikinn af Ryan Gosling, sem verður ástfanginn af efnilegri leikkonu, leikin af Emmu Stone, í Los Angeles. Þau áttu bæði draum um að ná langt í sínu fagi sem hefur þó ekki gengið eftir þegar áhorfendur fá að kynnast þeim. Hún sér fyrir sér með því að afhenda kvikmyndastjörnum Latté-bolla á milli þess sem hún reynir fyrir sér í áheyrnarprufum en hann sér fyrir sér með því að spila tónlist á subbulegum börum. Myndin verður frumsýnd hér á landi 27. janúar næstkomandi.Trainspotting 2 verður frumsýnd hér á landi 3. febrúar næstkomandi. Um er að ræða framhaldsmynd Trainspotting sem kom út árið 1996. Danny Boyle snýr aftur í leikstjórastólinn og snúa flestar af aðalpersónum fyrri myndarinnar aftur, þar á meðal Renton, Spud, Sick Boy, Begbie og Diane.The Lego Batman Movie verður frumsýnd hér á landi 10. febrúar næstkomandi. Þar fá áhorfendur að fylgjast með Lego-útgáfunni af Batman vernda Gotham-borg fyrir illvirkjum á meðan hann þarf að ala upp ættleiddan son sinn. Það er leikarinn Will Arnett sem ljær Batman rödd sína í þessari mynd líkt og hann gerði svo listilega vel í The Lego Movie.John Wick: Chapter 2 verður frumsýnd 10. febrúar næstkomandi hér á landi. Þar fáum við að fylgjast enn frekar með baráttu leigumorðingjans John Wick við glæpagengi en líkt og í fyrri myndinni fer Keanu Reeves með hlutverk hans.10. febrúar verður stór dagur fyrir kvikmyndaunnendur hér á landi því á honum verður þriðja stórmynd ársins frumsýnd hér á landi, Fifty Shades Darker. Um er að ræða framhald myndarinnar Fifty Shades of Gray en báðar eru þær byggðar á samnefndri bókaseríu. Fylgst er með ástum og örlögum parsins Christian og Anastasíu en í þessari mun Christian berjast við innri djöfla sína og Anastasía lenda í heift þeirra kvenna sem á undan henni komu.Logan verður frumsýnd 3. mars næstkomandi hér á landi. Um er að ræða síðustu myndina þar sem Hugh Jackman fer með hlutverk Wolverine, eða Logan. Í þetta skiptið er hetjan komin til ára sinna og þarf ásamt prófessor Charles Xavier, leikinn af Patrick Stewart, að vernda unga stúlku, sem er klónið af Wolverine, fyrir illum samtökum.Sjö dögum síðar, eða 10. mars, verður myndin Kong: Skull Island frumsýnd hér á landi. Þar verður forsaga King Kong rakin með augum könnuða sem halda til Skull Island. Myndin er hluti af skrímslabálki Universal sem mun meðal annars innihalda sögufrægar skepnur á borð við Múmíuna, Ósýnilega manninn og Godzilla, svo dæmi séu tekin.17. mars næstkomandi verður Disney-myndin Beauty and the Beast frumsýnd hér á landi. Um er að ræða leikna útgáfu af hinni klassísku sögu um Fríðu og dýrið þar sem Emma Watson fer með aðalhlutverkið.Power Rangers verður svo frumsýnd 24. mars næstkomandi hér á landi. Um er að ræða ofurhetjugengi sem naut töluverðra vinsælda á tíunda áratug síðustu aldar en nú er komin fram endurgerð þar sem fylgst er með því hvernig ungmenni verða að þessum ofurhetjum sem þurfa síðan að bjarga heiminum.King Arthur: Legend of the Sword verður frumsýnd hér á landi 24. mars næstkomandi. Það er Guy Ritchie sem leikstýrir þessari mynd sem segir frá hinni frægu sögu af Arthur konungi sem leikinn er af Charlie Hunnam.Ghost in The Shell verður frumsýnd 31. mars hér á landi. Myndin skartar Scarlett Johannsson í aðalhlutverki en hún leikur sérsveitarmanninn og manngervinginn Majo sem hefur það hlutverk að stöðva hættulega glæpamenn og öfgahópa.The Fate of the Furious verður frumsýnd 14. apríl næstkomandi hér á landi. Um er að ræða áttundu myndina í Fast and the Furious-kvikmyndaseríunni og fer Vin Diesel með aðalhlutverkið sem fyrr. Í þessari mynd er hann táldreginn af dularfullri konu, leikin af Charlize Theron, og svíkur fyrir vikið vini sína og fjölskyldu. Myndin var að hluta til tekin upp hér á landi.Guardians of the Galaxy Vol. 2 verður frumsýnd hér á landi 28. apríl næstkomandi. Aftur er fylgst með genginu frá fyrri mynd en myndin mun snúast um leit Peter Quill, leikinn af Chris Pratt, að foreldrum sínum.Snatched verður frumsýnd hér á landi 12. maí. Um er að ræða gamanmynd með hinni óborganlegu Amy Schumer í aðalhlutverki sem Emily sem ákveður eftir slæm sambandsslit að fara með varkárri móður sinni, leikin af Goldie Hawn, í frí til Ekvador þar sem þeim er rænt.Alien: Covenant verður frumsýnd hér á landi 19. maí næstkomandi. Myndin er framhald af Prometheus sem kom út árið 2012. Í þessari mynd fá áhorfendur að fylgjast með áhöfn nýlendugeimskipsins Covenant kanna plánetu sem er í fyrstu talin vera ósnert paradís. Við nánari athugun kemur í ljós myrk og hættulegu veröld sem státar einungis af einum íbúa. Sá er vélmennið David úr Prometheus-leiðangrinum. Ekki er komin stikla úr myndinni en hún er sögð væntanleg á næstunni.Baywatch-kvikmyndin verður frumsýnd 26. maí vestanhafs en er ekki komin með frumsýningardag hér á landi. Myndin er endurgerð af samnefndum sjónvarpsþáttum sem nutu um tíma gríðarlegra vinsælda á tíunda áratug síðustu aldar. Hún segir frá lífi og störfum lífvarða á sólarströnd í Bandaríkjunum og virðist, miðað við stiklu myndarinnar, ekkert taka sig alltof alvarlega.Pirates of the Caribbean: Dead Men Tell No Tales verður frumsýnd hér á landi 26. maí næstkomandi. Myndin er fimmta myndin í þessari seríu um sjóræningja karabíska hafsins og segir frá leit Jack Sparrow að þríforki sjávarguðsins Póseidon.Wonder Woman verður frumsýnd 31. maí hér á landi. Um er að ræða ofurhetju sem leikin er af Gal Gadot sem fer frá heimkynnum sínum Themyscira til að kanna heiminn. Um er að ræða mynd úr ofurhetjuheimi DC-Comics en Gal Gadot sást áður sem Wonder Woman fyrr á þessu ári í Batman v Superman: Dawn of Justice.The Mummy verður frumsýnd vestanhafs 9. júní næstkomandi. Þar mun Tom Cruise þurfa að takast á við múmíuna í þessari spennumynd, sem er í þessu tilviki forn prinsessa sem er vakin upp þúsund árum eftir dauða hennar.World War Z 2 verður frumsýnd vestanhafs 9. júní næstkomandi en þar fá áhorfendur aftur að fylgjast með baráttu Brad Pitt við uppvakninga. Ekki hefur verið gefin út stikla úr myndinni.Kingsman: The Golden Circle verður frumsýnd hér á landi 16. júní næstkomandi. Um er að ræða framhald myndarinnar Kingsman: The Secret Service en í þetta skiptið neyðast bresku njósnararnir til að vinna með bandarískum kollegum sínum. Ekki hefur verið gefin út stiklar úr myndinni.Transformers: The Last Knight verður frumsýnd 23. júní næstkomandi hér á landi. Í þessari fimmtu mynd um umbreytana snýr Mark Whalberg aftur í annað sinn og aðstoðar The Autobots í baráttu þeirra við Decepticons.Despicable Me 3 verður frumsýnd hér á landi 7. júlí næstkomandi. Í þriðja sinn fá áhorfendur að fylgjast með ævintýrum Grut sem þarf nú ásamt eiginkonu sinni Lucy að stöðva fyrrverandi barnastjörnu frá því að ná heimsyfirráðum.Sama dag mætir svo kóngulóarmaðurinn aftur í hvíta tjaldið í myndinni Spider-Man: Homecoming. Í þetta skiptið fær Marvel-Studios að gera mynd um þessa ástsælu ofurhetju, leikin af Tom Holland, sem fær meðal annars aðstoð frá sjálfum Iron Man í baráttu sinni við illmennið The Vulture, leikinn af Michael Keaton.War for the Planet of the Apes er svo væntanleg í bíó hér á landi 14. júlí næstkomandi. Um er að ræða þriðju myndinni þar sem forsaga Apaplánetunnar er rakin. Í þetta skiptið leiðir apinn Sesar her apa í stríð gegn mannfólkinu.Dunkirk verður frumsýnd 21. júlí næstkomandi. Um er að ræða kvikmynd í leikstjórn Christopher Nolan sem segir frá rýmingu á breskum, frönskum og belgískum hermönnum frá frönsku borginni Dunkirk í seinni heimstyrjöldinni sem er umsetin þýskum hermönnum.Valerian and the City of Thousand Planets verður frumsýnd hér á landi 21. júlí næstkomandi en um er að ræða vinsæla myndasögu sem segir frá Valerian og Laureline sem eru sérsveitarmenn í þjónustu hins mennska geimyfirráðasvæðis.The Dark Tower með Idris Elba í aðalhlutverki verður frumsýnd 28. júlí hér á landi. Myndin er byggð á skáldsögu Stephen King sem segir frá Roland Deschain sem vonast til að geta bjargað sinni veröld. Ekki hefur verið gefin út stikla úr myndinni.Blade Runner 2049 verður frumsýnd 6. október vestanhafs en hefur ekki fengið frumsýningardag hér á landi. Myndin gerist 30 árum eftir atburði Blade Runner en með aðalhlutverk fara Ryan Gosling og Harrison Ford.Justice League verður frumsýnd 17. nóvember vestanhafs en hún hefur ekki fengið frumsýningardag hér á landi. Um er að ræða ofurhetjuteymi sem státar af helstu hetjum DC-Comics, þeim Superman, Batman, Aquaman, The Flash, Wonder Woman og Cyborg. Myndin var tekin upp að hluta til hér á landi og munu einhverjir íslenskir leikarar vafalaust bregða fyrir í henni.Thor: Ragnarok verður frumsýnd 27. nóvember hér á landi. Myndin fylgir eftir þrumuguðinum Thor, leikinn af Chris Hemsworth, en í þetta skiptið þarf hann að kljást við Hel, gyðju dauðaríkisins, leikin af Cate Blanchett. Hann verður þó ekki einn því hann mun án efa njóta aðstoðar Hulk og verður bróðir hans Loki vafalaust ekki langt undan. Ekki hefur verið gefin út stikla úr myndinni en fyrir skömmu sendi Marvel frá sér myndband þar sem Thor útskýrir hvers vegna hann var ekki í Captain America: Civil War.Áttunda Stjörnustríðsmyndin verður síðan frumsýnd 15. desember næstkomandi. Leikstjóri myndarinnar er Rian Johnson en í þessari mynd munu áhorfendur fá að fylgjast með ævintýrum Rey, Finn og Poe, leikin af Daisy Ridley, John Boyega og Oscar Isaac. Þau munu vafalaust þurfa að kljást enn frekar við Kylo Ren og þá mun Luke Skywalker mögulega gefa þeim góð ráð, eða ekki. Hvað vitum við? Ekki hefur verið gefin út stikla úr myndinni. Árslistar Tengdar fréttir Verstu bíóskellir ársins 2016 Ofurhetjumynd í fyrsta sæti. 12. desember 2016 10:00 Íslenska bíóárið 2016: Eiðurinn trónir ein á toppnum og langt í næstu myndir Rúmlega tvöfalt fleiri sáu Eiðinn en næst vinsælustu myndina. 9. desember 2016 14:45 Stærstu bíósmellir ársins 2016 Ofurhetjumyndir og talandi dýr eru allsráðandi. 12. desember 2016 10:00 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Nú þegar árið 2016 er senn á enda er ekki úr vegi að líta á þær stórmyndir eru væntanlegar árið 2017.Bandaríska tímaritið Variety tók saman nokkuð góðan lista sem birtur er á vef þess og fer röðunin á listanum eftir því hvenær á árinu 2017 myndirnar eru frumsýndar. Fengnar voru upplýsingar af vefsíðum íslensku kvikmyndahúsanna til að finna út hvenær myndirnar eru frumsýndar hér á landi. Þar er fyrst nefnd til sögunnar myndin xXx: Return of Xander Cage. Myndin verður frumsýnd hér á landi 20. janúar næstkomandi. Hún segir frá ofurhuganum Xander Cage en þetta er í annað sinn Vin Diesel leikur kappann. Fyrri myndin með honum kom út árið 2002 en árið 2005 kom út xXx: State of the Union þar sem Ice Cube lék hetjuna Darius Stone.Resident Evil: Final Chapter verður frumsýnd hér á landi 27. janúar næstkomandi. Um er að ræða sjöttu og síðustu myndina sem byggð er samnefndir tölvuleikjaseríu og segir frá baráttu hörkukvendisins Alice og baráttu hennar við Umbrella-fyrirtækið.Hér verður einnig talin upp myndin La La Land. Þessi mynd hefur þegar verið frumsýnd í Bandaríkjunum, meira segja fyrir þó nokkru, og er talin afar líkleg til afreka á komandi Óskarsverðlaunahátíð. Hún segir fra djasspíanóleikara, leikinn af Ryan Gosling, sem verður ástfanginn af efnilegri leikkonu, leikin af Emmu Stone, í Los Angeles. Þau áttu bæði draum um að ná langt í sínu fagi sem hefur þó ekki gengið eftir þegar áhorfendur fá að kynnast þeim. Hún sér fyrir sér með því að afhenda kvikmyndastjörnum Latté-bolla á milli þess sem hún reynir fyrir sér í áheyrnarprufum en hann sér fyrir sér með því að spila tónlist á subbulegum börum. Myndin verður frumsýnd hér á landi 27. janúar næstkomandi.Trainspotting 2 verður frumsýnd hér á landi 3. febrúar næstkomandi. Um er að ræða framhaldsmynd Trainspotting sem kom út árið 1996. Danny Boyle snýr aftur í leikstjórastólinn og snúa flestar af aðalpersónum fyrri myndarinnar aftur, þar á meðal Renton, Spud, Sick Boy, Begbie og Diane.The Lego Batman Movie verður frumsýnd hér á landi 10. febrúar næstkomandi. Þar fá áhorfendur að fylgjast með Lego-útgáfunni af Batman vernda Gotham-borg fyrir illvirkjum á meðan hann þarf að ala upp ættleiddan son sinn. Það er leikarinn Will Arnett sem ljær Batman rödd sína í þessari mynd líkt og hann gerði svo listilega vel í The Lego Movie.John Wick: Chapter 2 verður frumsýnd 10. febrúar næstkomandi hér á landi. Þar fáum við að fylgjast enn frekar með baráttu leigumorðingjans John Wick við glæpagengi en líkt og í fyrri myndinni fer Keanu Reeves með hlutverk hans.10. febrúar verður stór dagur fyrir kvikmyndaunnendur hér á landi því á honum verður þriðja stórmynd ársins frumsýnd hér á landi, Fifty Shades Darker. Um er að ræða framhald myndarinnar Fifty Shades of Gray en báðar eru þær byggðar á samnefndri bókaseríu. Fylgst er með ástum og örlögum parsins Christian og Anastasíu en í þessari mun Christian berjast við innri djöfla sína og Anastasía lenda í heift þeirra kvenna sem á undan henni komu.Logan verður frumsýnd 3. mars næstkomandi hér á landi. Um er að ræða síðustu myndina þar sem Hugh Jackman fer með hlutverk Wolverine, eða Logan. Í þetta skiptið er hetjan komin til ára sinna og þarf ásamt prófessor Charles Xavier, leikinn af Patrick Stewart, að vernda unga stúlku, sem er klónið af Wolverine, fyrir illum samtökum.Sjö dögum síðar, eða 10. mars, verður myndin Kong: Skull Island frumsýnd hér á landi. Þar verður forsaga King Kong rakin með augum könnuða sem halda til Skull Island. Myndin er hluti af skrímslabálki Universal sem mun meðal annars innihalda sögufrægar skepnur á borð við Múmíuna, Ósýnilega manninn og Godzilla, svo dæmi séu tekin.17. mars næstkomandi verður Disney-myndin Beauty and the Beast frumsýnd hér á landi. Um er að ræða leikna útgáfu af hinni klassísku sögu um Fríðu og dýrið þar sem Emma Watson fer með aðalhlutverkið.Power Rangers verður svo frumsýnd 24. mars næstkomandi hér á landi. Um er að ræða ofurhetjugengi sem naut töluverðra vinsælda á tíunda áratug síðustu aldar en nú er komin fram endurgerð þar sem fylgst er með því hvernig ungmenni verða að þessum ofurhetjum sem þurfa síðan að bjarga heiminum.King Arthur: Legend of the Sword verður frumsýnd hér á landi 24. mars næstkomandi. Það er Guy Ritchie sem leikstýrir þessari mynd sem segir frá hinni frægu sögu af Arthur konungi sem leikinn er af Charlie Hunnam.Ghost in The Shell verður frumsýnd 31. mars hér á landi. Myndin skartar Scarlett Johannsson í aðalhlutverki en hún leikur sérsveitarmanninn og manngervinginn Majo sem hefur það hlutverk að stöðva hættulega glæpamenn og öfgahópa.The Fate of the Furious verður frumsýnd 14. apríl næstkomandi hér á landi. Um er að ræða áttundu myndina í Fast and the Furious-kvikmyndaseríunni og fer Vin Diesel með aðalhlutverkið sem fyrr. Í þessari mynd er hann táldreginn af dularfullri konu, leikin af Charlize Theron, og svíkur fyrir vikið vini sína og fjölskyldu. Myndin var að hluta til tekin upp hér á landi.Guardians of the Galaxy Vol. 2 verður frumsýnd hér á landi 28. apríl næstkomandi. Aftur er fylgst með genginu frá fyrri mynd en myndin mun snúast um leit Peter Quill, leikinn af Chris Pratt, að foreldrum sínum.Snatched verður frumsýnd hér á landi 12. maí. Um er að ræða gamanmynd með hinni óborganlegu Amy Schumer í aðalhlutverki sem Emily sem ákveður eftir slæm sambandsslit að fara með varkárri móður sinni, leikin af Goldie Hawn, í frí til Ekvador þar sem þeim er rænt.Alien: Covenant verður frumsýnd hér á landi 19. maí næstkomandi. Myndin er framhald af Prometheus sem kom út árið 2012. Í þessari mynd fá áhorfendur að fylgjast með áhöfn nýlendugeimskipsins Covenant kanna plánetu sem er í fyrstu talin vera ósnert paradís. Við nánari athugun kemur í ljós myrk og hættulegu veröld sem státar einungis af einum íbúa. Sá er vélmennið David úr Prometheus-leiðangrinum. Ekki er komin stikla úr myndinni en hún er sögð væntanleg á næstunni.Baywatch-kvikmyndin verður frumsýnd 26. maí vestanhafs en er ekki komin með frumsýningardag hér á landi. Myndin er endurgerð af samnefndum sjónvarpsþáttum sem nutu um tíma gríðarlegra vinsælda á tíunda áratug síðustu aldar. Hún segir frá lífi og störfum lífvarða á sólarströnd í Bandaríkjunum og virðist, miðað við stiklu myndarinnar, ekkert taka sig alltof alvarlega.Pirates of the Caribbean: Dead Men Tell No Tales verður frumsýnd hér á landi 26. maí næstkomandi. Myndin er fimmta myndin í þessari seríu um sjóræningja karabíska hafsins og segir frá leit Jack Sparrow að þríforki sjávarguðsins Póseidon.Wonder Woman verður frumsýnd 31. maí hér á landi. Um er að ræða ofurhetju sem leikin er af Gal Gadot sem fer frá heimkynnum sínum Themyscira til að kanna heiminn. Um er að ræða mynd úr ofurhetjuheimi DC-Comics en Gal Gadot sást áður sem Wonder Woman fyrr á þessu ári í Batman v Superman: Dawn of Justice.The Mummy verður frumsýnd vestanhafs 9. júní næstkomandi. Þar mun Tom Cruise þurfa að takast á við múmíuna í þessari spennumynd, sem er í þessu tilviki forn prinsessa sem er vakin upp þúsund árum eftir dauða hennar.World War Z 2 verður frumsýnd vestanhafs 9. júní næstkomandi en þar fá áhorfendur aftur að fylgjast með baráttu Brad Pitt við uppvakninga. Ekki hefur verið gefin út stikla úr myndinni.Kingsman: The Golden Circle verður frumsýnd hér á landi 16. júní næstkomandi. Um er að ræða framhald myndarinnar Kingsman: The Secret Service en í þetta skiptið neyðast bresku njósnararnir til að vinna með bandarískum kollegum sínum. Ekki hefur verið gefin út stiklar úr myndinni.Transformers: The Last Knight verður frumsýnd 23. júní næstkomandi hér á landi. Í þessari fimmtu mynd um umbreytana snýr Mark Whalberg aftur í annað sinn og aðstoðar The Autobots í baráttu þeirra við Decepticons.Despicable Me 3 verður frumsýnd hér á landi 7. júlí næstkomandi. Í þriðja sinn fá áhorfendur að fylgjast með ævintýrum Grut sem þarf nú ásamt eiginkonu sinni Lucy að stöðva fyrrverandi barnastjörnu frá því að ná heimsyfirráðum.Sama dag mætir svo kóngulóarmaðurinn aftur í hvíta tjaldið í myndinni Spider-Man: Homecoming. Í þetta skiptið fær Marvel-Studios að gera mynd um þessa ástsælu ofurhetju, leikin af Tom Holland, sem fær meðal annars aðstoð frá sjálfum Iron Man í baráttu sinni við illmennið The Vulture, leikinn af Michael Keaton.War for the Planet of the Apes er svo væntanleg í bíó hér á landi 14. júlí næstkomandi. Um er að ræða þriðju myndinni þar sem forsaga Apaplánetunnar er rakin. Í þetta skiptið leiðir apinn Sesar her apa í stríð gegn mannfólkinu.Dunkirk verður frumsýnd 21. júlí næstkomandi. Um er að ræða kvikmynd í leikstjórn Christopher Nolan sem segir frá rýmingu á breskum, frönskum og belgískum hermönnum frá frönsku borginni Dunkirk í seinni heimstyrjöldinni sem er umsetin þýskum hermönnum.Valerian and the City of Thousand Planets verður frumsýnd hér á landi 21. júlí næstkomandi en um er að ræða vinsæla myndasögu sem segir frá Valerian og Laureline sem eru sérsveitarmenn í þjónustu hins mennska geimyfirráðasvæðis.The Dark Tower með Idris Elba í aðalhlutverki verður frumsýnd 28. júlí hér á landi. Myndin er byggð á skáldsögu Stephen King sem segir frá Roland Deschain sem vonast til að geta bjargað sinni veröld. Ekki hefur verið gefin út stikla úr myndinni.Blade Runner 2049 verður frumsýnd 6. október vestanhafs en hefur ekki fengið frumsýningardag hér á landi. Myndin gerist 30 árum eftir atburði Blade Runner en með aðalhlutverk fara Ryan Gosling og Harrison Ford.Justice League verður frumsýnd 17. nóvember vestanhafs en hún hefur ekki fengið frumsýningardag hér á landi. Um er að ræða ofurhetjuteymi sem státar af helstu hetjum DC-Comics, þeim Superman, Batman, Aquaman, The Flash, Wonder Woman og Cyborg. Myndin var tekin upp að hluta til hér á landi og munu einhverjir íslenskir leikarar vafalaust bregða fyrir í henni.Thor: Ragnarok verður frumsýnd 27. nóvember hér á landi. Myndin fylgir eftir þrumuguðinum Thor, leikinn af Chris Hemsworth, en í þetta skiptið þarf hann að kljást við Hel, gyðju dauðaríkisins, leikin af Cate Blanchett. Hann verður þó ekki einn því hann mun án efa njóta aðstoðar Hulk og verður bróðir hans Loki vafalaust ekki langt undan. Ekki hefur verið gefin út stikla úr myndinni en fyrir skömmu sendi Marvel frá sér myndband þar sem Thor útskýrir hvers vegna hann var ekki í Captain America: Civil War.Áttunda Stjörnustríðsmyndin verður síðan frumsýnd 15. desember næstkomandi. Leikstjóri myndarinnar er Rian Johnson en í þessari mynd munu áhorfendur fá að fylgjast með ævintýrum Rey, Finn og Poe, leikin af Daisy Ridley, John Boyega og Oscar Isaac. Þau munu vafalaust þurfa að kljást enn frekar við Kylo Ren og þá mun Luke Skywalker mögulega gefa þeim góð ráð, eða ekki. Hvað vitum við? Ekki hefur verið gefin út stikla úr myndinni.
Árslistar Tengdar fréttir Verstu bíóskellir ársins 2016 Ofurhetjumynd í fyrsta sæti. 12. desember 2016 10:00 Íslenska bíóárið 2016: Eiðurinn trónir ein á toppnum og langt í næstu myndir Rúmlega tvöfalt fleiri sáu Eiðinn en næst vinsælustu myndina. 9. desember 2016 14:45 Stærstu bíósmellir ársins 2016 Ofurhetjumyndir og talandi dýr eru allsráðandi. 12. desember 2016 10:00 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Íslenska bíóárið 2016: Eiðurinn trónir ein á toppnum og langt í næstu myndir Rúmlega tvöfalt fleiri sáu Eiðinn en næst vinsælustu myndina. 9. desember 2016 14:45
Stærstu bíósmellir ársins 2016 Ofurhetjumyndir og talandi dýr eru allsráðandi. 12. desember 2016 10:00