Vegir eins og í þriðjaheimsríki Benedikt Bóas skrifar 28. desember 2016 06:00 Þörf er á að auka fjármagn til innviða og auka fræðslu til að vegir landsins geti talist öruggir. 17 hafa látist í bílslysum á árinu. vísir/vilhelm Fjölgun ferðamanna ein og sér á þessu ári er áætluð svipuð og fjöldi allra ferðamanna sem komu til Íslands árið 2011, að mati Samtaka ferðaþjónustunnar. Margir þessara ferðamanna halda út á vegina án nokkurrar kunnáttu í því að aka bíl á íslenskum vetri. „Við erum svolítið þriðjaheimsland þegar kemur að vegakerfinu,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.G. Pétur MatthíassonTöluvert hefur borið á pirringi á samfélagsmiðlum í garð erlendra ferðamanna sem aka um vegi landsins á misvel útbúnum bílaleigubílum. Sérstaklega eftir jólahátíðina þegar vetur skall á með öllum sínum þunga. „Við höfum verulegar áhyggjur af umferðaröryggi og erum búin að hafa þær mjög lengi vegna ferðamanna,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Að sögn G. Péturs var blikkljósum fjölgað við einbreiðar brýr í haust og verið er að vinna að rannsókn á hvar ferðamenn stansa helst á vegum. Þá verður farið í átak í sumar vegna yfirborðsmerkinga. „Við erum með fjárveitingar fyrir vetrarþjónustuna eins og á meðalvetri en við erum búin að vera að hífa þjónustuna upp. Ef það á að bæta í þjónustuna þarf meira fé,“ segir hann. Stutt er síðan fréttir voru sagðar af um 40 bílum sem sátu fastir á Reynisfjalli, þar sem langflestir ökumenn voru frá Asíu. Í fjárlögum sést að framlög til Vegagerðarinnar voru tæpir 24 milljarðar í ár en verða 100 milljónum króna lægri á næsta ári. Er það ríflega 13 milljörðum króna lægri upphæð en samþykkt var í samgönguáætlun. Að mati Samtaka iðnaðarins vantar um 10 milljarða króna árlega í vegakerfið og uppsöfnuð þörf er orðin að minnsta kosti 60 milljarðar króna. Í meistararitgerð Sigríðar Lilju Skúladóttur í umhverfisverkfræði frá Háskóla Íslands í desember kemur fram að þau akstursskilyrði sem erlendum ferðamönnum þótti erfiðast að keyra við tengdust malarvegum, veðri og ástandi vega. Verstu vegirnir voru á Aust- og Vestfjörðum. Rannsóknin byggðist á tæplega 1.100 svörum erlendra ferðamanna.Runólfur Ólafssonvísir/auðunnAlls hafa 17 látist á árinu í bílslysum og 16 létust í fyrra sem er mikil fjölgun því árið 2014 létust fjórir. Fimm erlendir ferðamenn létust í umferðinni í fyrra. Fyrstu sex mánuði þessa árs lentu 143 útlendingar í bílslysi. Runólfur segir að á sama tíma og sprenging hefur orðið í notkun vega hafi aldrei farið hlutfallslega minna af landsframleiðslu til uppbyggingar eða viðhalds innviða vegakerfisins eftir hrun. „Það hefur borið á því að kínverskir ferðamenn hafa ekki verið nægilega vel að sér. Ég veit að yfirvöld hafa verið að skoða einhverjar leiðir því að ef Íslendingur ætlar að keyra um í Kína þá þarf hann að fara í sérstakt ökupróf. Þetta er að einhverju leyti spurning um fræðslu og upplýsingar. Landslagið getur verið fljótt að breytast ef ferðamenn telja að það stafi ógn af því að ferðast um landið. Það þýðir ekki að skófla fólki inn í bíl og segja bara góða ferð. Það þarf að gera ráðstafanir og huga að innviðum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Hér að neðan má sjá aðeins lítið brot af dæmum þar sem erlendir ferðamenn fara á kostum. Stikkprufurnar eru allar frá síðustu dögum. Ekkert er minnst á akstur í vetrarfærð í myndbandi Inspired by Iceland um akstur á íslenskum vegum. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira
Fjölgun ferðamanna ein og sér á þessu ári er áætluð svipuð og fjöldi allra ferðamanna sem komu til Íslands árið 2011, að mati Samtaka ferðaþjónustunnar. Margir þessara ferðamanna halda út á vegina án nokkurrar kunnáttu í því að aka bíl á íslenskum vetri. „Við erum svolítið þriðjaheimsland þegar kemur að vegakerfinu,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.G. Pétur MatthíassonTöluvert hefur borið á pirringi á samfélagsmiðlum í garð erlendra ferðamanna sem aka um vegi landsins á misvel útbúnum bílaleigubílum. Sérstaklega eftir jólahátíðina þegar vetur skall á með öllum sínum þunga. „Við höfum verulegar áhyggjur af umferðaröryggi og erum búin að hafa þær mjög lengi vegna ferðamanna,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Að sögn G. Péturs var blikkljósum fjölgað við einbreiðar brýr í haust og verið er að vinna að rannsókn á hvar ferðamenn stansa helst á vegum. Þá verður farið í átak í sumar vegna yfirborðsmerkinga. „Við erum með fjárveitingar fyrir vetrarþjónustuna eins og á meðalvetri en við erum búin að vera að hífa þjónustuna upp. Ef það á að bæta í þjónustuna þarf meira fé,“ segir hann. Stutt er síðan fréttir voru sagðar af um 40 bílum sem sátu fastir á Reynisfjalli, þar sem langflestir ökumenn voru frá Asíu. Í fjárlögum sést að framlög til Vegagerðarinnar voru tæpir 24 milljarðar í ár en verða 100 milljónum króna lægri á næsta ári. Er það ríflega 13 milljörðum króna lægri upphæð en samþykkt var í samgönguáætlun. Að mati Samtaka iðnaðarins vantar um 10 milljarða króna árlega í vegakerfið og uppsöfnuð þörf er orðin að minnsta kosti 60 milljarðar króna. Í meistararitgerð Sigríðar Lilju Skúladóttur í umhverfisverkfræði frá Háskóla Íslands í desember kemur fram að þau akstursskilyrði sem erlendum ferðamönnum þótti erfiðast að keyra við tengdust malarvegum, veðri og ástandi vega. Verstu vegirnir voru á Aust- og Vestfjörðum. Rannsóknin byggðist á tæplega 1.100 svörum erlendra ferðamanna.Runólfur Ólafssonvísir/auðunnAlls hafa 17 látist á árinu í bílslysum og 16 létust í fyrra sem er mikil fjölgun því árið 2014 létust fjórir. Fimm erlendir ferðamenn létust í umferðinni í fyrra. Fyrstu sex mánuði þessa árs lentu 143 útlendingar í bílslysi. Runólfur segir að á sama tíma og sprenging hefur orðið í notkun vega hafi aldrei farið hlutfallslega minna af landsframleiðslu til uppbyggingar eða viðhalds innviða vegakerfisins eftir hrun. „Það hefur borið á því að kínverskir ferðamenn hafa ekki verið nægilega vel að sér. Ég veit að yfirvöld hafa verið að skoða einhverjar leiðir því að ef Íslendingur ætlar að keyra um í Kína þá þarf hann að fara í sérstakt ökupróf. Þetta er að einhverju leyti spurning um fræðslu og upplýsingar. Landslagið getur verið fljótt að breytast ef ferðamenn telja að það stafi ógn af því að ferðast um landið. Það þýðir ekki að skófla fólki inn í bíl og segja bara góða ferð. Það þarf að gera ráðstafanir og huga að innviðum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Hér að neðan má sjá aðeins lítið brot af dæmum þar sem erlendir ferðamenn fara á kostum. Stikkprufurnar eru allar frá síðustu dögum. Ekkert er minnst á akstur í vetrarfærð í myndbandi Inspired by Iceland um akstur á íslenskum vegum.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira