„Það eru yfirgnæfandi líkur á að við náum saman“ Ásgeir Erlendsson skrifar 10. desember 2016 12:25 Smári McCarty, þingmaður Pírata, segir yfirgnæfandi líkur á að flokkarnir fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum nái að mynda ríkisstjórn og eitthvað mikið þurfi að gerast svo upp úr slitni. Rúm vika er síðan Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Birgittu Jónsdóttur, þingflokssformanni Pírata, stjórnarmyndunarumboð en síðustu daga hafa Píratar átt í óformlegum viðræðum við Vinstri græna, Samfylkingu, Viðreisn og Bjarta framtíð. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að hans tilfinning væri að nú væru menn jákvæðari fyrir markaðsleið í sjávarútvegi en áður. Smári McCarty, þingmaður Pírata og einn þriggja umboðsmanna flokksins segist ekki sjá annað en að lending náist í sjávarútvegsmálum flokkanna. „Við hljótum að geta náð einhverri lendingu í þessu sjávarútvegsmáli og komist að einhverri sátt sem byggir kannski fyrst og fremst á því að það verði einhverskoanr fyrning og uppboð en að það verði líka tekið tillit til annarra þátta sem hinir ýmsu flokkar eru að leggja til." Aðspurður hvort að meiri jákvæðni ríki fyrir markaðsleið en áður sagði Smári: „Já ég held að það hafi aldrei vantað jákvæðni, þetta eru fyrst og fremst útfærsluatriði sem fólk hefur mismunandi áherslur í og við erum held ég að ná saman í því." Smári segir ljóst að allir flokkarnir hafi talað um umbætur í heilbrigiskerfinu og vel hafi gengið að stilla saman strengi flokkanna til að fjármagna umbæturnar. Miklar líkur séu á að flokkarnir geti myndað ríkisstjórn. „Í rauninni hefur sú vinna bara gengið mjög vel, það eru allir samtaka um að reyna að ná þessu markmiði og auðvitað mismunandi hugmyndir um hvernig á að gera það en við erum svona að mjakast i átt að góðri niðurstöðu." „Það er yfirgnæfandi líkur á að við náum saman, það þyrfti að fara eitthvað mikið úrskeiðis til þess að það gerist ekki." Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Smári McCarty, þingmaður Pírata, segir yfirgnæfandi líkur á að flokkarnir fimm sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum nái að mynda ríkisstjórn og eitthvað mikið þurfi að gerast svo upp úr slitni. Rúm vika er síðan Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Birgittu Jónsdóttur, þingflokssformanni Pírata, stjórnarmyndunarumboð en síðustu daga hafa Píratar átt í óformlegum viðræðum við Vinstri græna, Samfylkingu, Viðreisn og Bjarta framtíð. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að hans tilfinning væri að nú væru menn jákvæðari fyrir markaðsleið í sjávarútvegi en áður. Smári McCarty, þingmaður Pírata og einn þriggja umboðsmanna flokksins segist ekki sjá annað en að lending náist í sjávarútvegsmálum flokkanna. „Við hljótum að geta náð einhverri lendingu í þessu sjávarútvegsmáli og komist að einhverri sátt sem byggir kannski fyrst og fremst á því að það verði einhverskoanr fyrning og uppboð en að það verði líka tekið tillit til annarra þátta sem hinir ýmsu flokkar eru að leggja til." Aðspurður hvort að meiri jákvæðni ríki fyrir markaðsleið en áður sagði Smári: „Já ég held að það hafi aldrei vantað jákvæðni, þetta eru fyrst og fremst útfærsluatriði sem fólk hefur mismunandi áherslur í og við erum held ég að ná saman í því." Smári segir ljóst að allir flokkarnir hafi talað um umbætur í heilbrigiskerfinu og vel hafi gengið að stilla saman strengi flokkanna til að fjármagna umbæturnar. Miklar líkur séu á að flokkarnir geti myndað ríkisstjórn. „Í rauninni hefur sú vinna bara gengið mjög vel, það eru allir samtaka um að reyna að ná þessu markmiði og auðvitað mismunandi hugmyndir um hvernig á að gera það en við erum svona að mjakast i átt að góðri niðurstöðu." „Það er yfirgnæfandi líkur á að við náum saman, það þyrfti að fara eitthvað mikið úrskeiðis til þess að það gerist ekki."
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira