Sport

Búið að dæma morðingja Will Smith

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Will Smith í búningi Saints.
Will Smith í búningi Saints. vísir/getty
Maðurinn sem myrti Will Smith, fyrrum leikmann New Orleans Saints, var í dag dæmdur fyrir morðið á leikmanninum.

Hann var dæmdur fyrir manndráp og einnig var hann dæmdur fyrir tilraun til þess að myrða eiginkonu Smith. Hún særðist.

Smith og banamaður hans, Cardell Hayes, lentu í rifrildi í umferðinni. Það rifrildi endaði með því að Hayes skaut Smith til bana.

Hayes sagði að Smith hefði verið drukkinn og ögrandi. Hann hefði aðeins skotið hann eftir að Smith hefði kýlt hann og náð í byssu.

Engar sannanir voru fyrir því að Smith hefði gripið til vopna. Öll vitni sögðu það vera lygi.

Um miðjan febrúar verður tekin ákvörðun um hversu lengi Hayes þarf að dúsa í steininum en hann á yfir höfði sér allt að 40 ára fangelsi.

Smith spilaði háskólabolta fyrir Ohio State og varð meistari með þeim árið 2002. Hann var svo í liði Saints sem vann Super Bowl-leikinn árið 2009.

Þjálfari Saints, Sean Payton, leikstjórnandinn Drew Brees og fleiri leikmenn Saints mættu á réttarhöldin til þess að sýna fjölskyldu Smith stuðning.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×