Kveður eftir 15 ára feril Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. desember 2016 06:00 Herbergisfélagarnir Róbert og Snorri Steinn eru nú báðir hættir í landsliðinu. Þeir fagna hér á ÓL í Peking 2008. vísir/vilhelm Róbert Gunnarsson, línumaður íslenska landsliðsins og lykilmaður þess undanfarinn áratug, er hættur að leika með landsliðinu. Hann gaf ekki kost á sér í HM-hópinn en Geir Sveinsson landsliðsþjálfari tilkynnti í gær stóra 28 manna hópinn sem kemur saman til æfinga á milli jóla og nýárs. „Ég er búinn að liggja lengi yfir þessu. Maður ákveður ekki svona upp úr þurru. Þetta er búið að gerjast í mér í langan tíma,“ segir Róbert en hann segir erfitt að kveðja. „Við erum búnir að ganga í gegnum súrt og sætt saman strákarnir. Endalaust af stórmótum og ferðalögum sem og hlátri og gráti. Þetta er búin að vera rússíbanareið en öll ævintýri hafa sinn enda. Þetta er minn endir og ég geng stoltur frá borði. Er stoltur af því sem ég hef gert með strákunum sem eru orðnir mínir bestu vinir í dag.“ Landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson skilur afstöðu Róberts. „Hann er að taka það skref eins og fleiri hafa verið að gera upp á síðkastið.,“ segir Geir um ákvörðun Róberts. „Þetta er bara svona núna. Róbert er að draga sig til baka og það er allt í góðu. Ég virði ákvörðun hans enda hefur hann átt glæstan feril með landsliðinu.“ Róbert spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2001 og á að baki 276 leiki en í þeim hefur hann skorað 773 mörk. Hann var bæði í silfurliðinu í Peking 2008 og bronsliðinu á EM í Austurríki árið 2010 og var máttarstólpi í stærstu afrekum íslenska landsliðsins. Fimmtán ára löngum landsliðsferli hans er nú lokið.Arnór enn þá tæpur Arnór Atlason er í 28 manna hópnum þrátt fyrir að vera mjög tæpur vegna meiðsla. Fresturinn til að skila þessum stóra hópi rann út í gær og sá Geir sig knúinn til að taka áhættuna enda hefur Arnór verið einn af stóru póstunum í liðinu til margra ára og er enn viljugur til að spila fyrir Ísland. „Við verðum að leyfa Arnóri að njóta vafans. Hann er alls ekki 100 prósent en Álaborg á leik á miðvikudaginn og þá sjáum við hvort hann verður með,“ segir Geir. Theodór Sigurbjörnsson, hægri hornamaður ÍBV, varð fyrir því óláni að meiðast á dögunum en hann hefði annars verið í hópnum. Í hans stað fær Óðinn Þór Ríkharðsson úr FH sæti í 28 manna hópnum. „Við settum Tedda í skoðun í gær þar sem kom endanlega fram að hann verður frá í einn til tvo mánuði. Það staðfesti að við gátum ekki tekið hann með. Þetta er klárlega mjög svekkjandi fyrir hann .“Tveir nýliðar og Vignir Óðinn Þór er annar tveggja nýliða í hópnum en einnig fær Elvar Örn Jónsson úr Selfossi tækifæri til að sanna sig. Þeir eru tveir af fimm leikmönnum úr U20 ára landsliðinu. „Óðinn hefur klárlega unnið fyrir sínu sæti þó Teddi væri á undan honum en hann hefur sýnt góða hluti eins og Elvar og fleiri. Þetta er framtíðin og ég vil gefa þessum strákum tækifæri til að komast inn í þetta hjá okkur,“ segir Geir. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Róbert Gunnarsson gaf ekki kost á sér á HM: „Sýnist þetta vera niðurstaðan til framtíðar“ Glæstum landsliðsferli Róberts Gunnarsson virðist vera lokið en hann vildi ekki fara með Íslandi á HM. 12. desember 2016 14:30 Róbert: Ég geng stoltur frá borði "Ég er endanlega hættur. Ég mun ekki spila fleiri landsleiki fyrir Ísland,“ segir línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem ákvað í dag að leggja landsliðsskóna á hilluna. 12. desember 2016 18:27 Geir hefur valið 28 manna hópinn fyrir HM Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í íslenska hópinn á HM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. 12. desember 2016 14:09 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Róbert Gunnarsson, línumaður íslenska landsliðsins og lykilmaður þess undanfarinn áratug, er hættur að leika með landsliðinu. Hann gaf ekki kost á sér í HM-hópinn en Geir Sveinsson landsliðsþjálfari tilkynnti í gær stóra 28 manna hópinn sem kemur saman til æfinga á milli jóla og nýárs. „Ég er búinn að liggja lengi yfir þessu. Maður ákveður ekki svona upp úr þurru. Þetta er búið að gerjast í mér í langan tíma,“ segir Róbert en hann segir erfitt að kveðja. „Við erum búnir að ganga í gegnum súrt og sætt saman strákarnir. Endalaust af stórmótum og ferðalögum sem og hlátri og gráti. Þetta er búin að vera rússíbanareið en öll ævintýri hafa sinn enda. Þetta er minn endir og ég geng stoltur frá borði. Er stoltur af því sem ég hef gert með strákunum sem eru orðnir mínir bestu vinir í dag.“ Landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson skilur afstöðu Róberts. „Hann er að taka það skref eins og fleiri hafa verið að gera upp á síðkastið.,“ segir Geir um ákvörðun Róberts. „Þetta er bara svona núna. Róbert er að draga sig til baka og það er allt í góðu. Ég virði ákvörðun hans enda hefur hann átt glæstan feril með landsliðinu.“ Róbert spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2001 og á að baki 276 leiki en í þeim hefur hann skorað 773 mörk. Hann var bæði í silfurliðinu í Peking 2008 og bronsliðinu á EM í Austurríki árið 2010 og var máttarstólpi í stærstu afrekum íslenska landsliðsins. Fimmtán ára löngum landsliðsferli hans er nú lokið.Arnór enn þá tæpur Arnór Atlason er í 28 manna hópnum þrátt fyrir að vera mjög tæpur vegna meiðsla. Fresturinn til að skila þessum stóra hópi rann út í gær og sá Geir sig knúinn til að taka áhættuna enda hefur Arnór verið einn af stóru póstunum í liðinu til margra ára og er enn viljugur til að spila fyrir Ísland. „Við verðum að leyfa Arnóri að njóta vafans. Hann er alls ekki 100 prósent en Álaborg á leik á miðvikudaginn og þá sjáum við hvort hann verður með,“ segir Geir. Theodór Sigurbjörnsson, hægri hornamaður ÍBV, varð fyrir því óláni að meiðast á dögunum en hann hefði annars verið í hópnum. Í hans stað fær Óðinn Þór Ríkharðsson úr FH sæti í 28 manna hópnum. „Við settum Tedda í skoðun í gær þar sem kom endanlega fram að hann verður frá í einn til tvo mánuði. Það staðfesti að við gátum ekki tekið hann með. Þetta er klárlega mjög svekkjandi fyrir hann .“Tveir nýliðar og Vignir Óðinn Þór er annar tveggja nýliða í hópnum en einnig fær Elvar Örn Jónsson úr Selfossi tækifæri til að sanna sig. Þeir eru tveir af fimm leikmönnum úr U20 ára landsliðinu. „Óðinn hefur klárlega unnið fyrir sínu sæti þó Teddi væri á undan honum en hann hefur sýnt góða hluti eins og Elvar og fleiri. Þetta er framtíðin og ég vil gefa þessum strákum tækifæri til að komast inn í þetta hjá okkur,“ segir Geir.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Róbert Gunnarsson gaf ekki kost á sér á HM: „Sýnist þetta vera niðurstaðan til framtíðar“ Glæstum landsliðsferli Róberts Gunnarsson virðist vera lokið en hann vildi ekki fara með Íslandi á HM. 12. desember 2016 14:30 Róbert: Ég geng stoltur frá borði "Ég er endanlega hættur. Ég mun ekki spila fleiri landsleiki fyrir Ísland,“ segir línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem ákvað í dag að leggja landsliðsskóna á hilluna. 12. desember 2016 18:27 Geir hefur valið 28 manna hópinn fyrir HM Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í íslenska hópinn á HM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. 12. desember 2016 14:09 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Róbert Gunnarsson gaf ekki kost á sér á HM: „Sýnist þetta vera niðurstaðan til framtíðar“ Glæstum landsliðsferli Róberts Gunnarsson virðist vera lokið en hann vildi ekki fara með Íslandi á HM. 12. desember 2016 14:30
Róbert: Ég geng stoltur frá borði "Ég er endanlega hættur. Ég mun ekki spila fleiri landsleiki fyrir Ísland,“ segir línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem ákvað í dag að leggja landsliðsskóna á hilluna. 12. desember 2016 18:27
Geir hefur valið 28 manna hópinn fyrir HM Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í íslenska hópinn á HM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. 12. desember 2016 14:09