Sport

Bannað að klæða nýliðana í kjóla

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nýliðarnir hjá NY Mets voru settir í kjóla eins og notaðir voru í myndinni A league of their own.
Nýliðarnir hjá NY Mets voru settir í kjóla eins og notaðir voru í myndinni A league of their own. mynd/noah syndergaard
Busavígslur tíðkast í bandarísku hafnaboltadeildinni, MLB, eins og víða í heiminum. Nú er búið að setja skorður á þær athafnir.

MLB-deildin er nú búin að setja í gang herferð gegn einelti í deildinni og hluti af þeirri herferð er að banna kjóla í busavígslum.

Búið er að banna fjölda annarra búninga þar sem gert er grín að kyni, húðlit, kynhneigð og öðru álíka.





Ofurhetjubúningar eru með því fáa sem enn má klæða nýliðana í. Batman og Superman verða líklega áberandi í næstu busavígslum.

Yfirmenn deildarinnar segja að nú séu breyttir tímar og því tími til að hætta þessari vitleysu.

Einnig er búið að banna notkun áfengis í busavígslunum og það má heldur ekki troða hvaða mat sem er í nýliðana. Einnig er tekið fram að það megi ekki láta þá taka eiturlyf en það er ansi sérstakt að taka þurfi slíkt sérstaklega fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×