Körfubolti

Hörður Axel: ÍR hefur verið svona lið sem brotnar

Árni Jóhannsson skrifar
Hörður Axel Vilhjálmsson.
Hörður Axel Vilhjálmsson. vísir/ernir
„Við mættum mjög aggressívir í þennan leik ásamt því að sýna góða vörn og baráttu í þessum leik, það skilaði okkur sigrinum," sagði Keflvíkingurinn Hörur Axel Vilhjálmsson eftir sigurinn á ÍR í kvöld.

„Það kveikti líka í okkur það sem Borce sagði eftir seinasta leik að þeir ætluðu að mæta í Keflavík og að við myndum leggjast niður fyrir þeim. Það er ekkert að fara að gerast.“

„Uppleggið var að keyra strax á þá enda hefur ÍR verið svona lið sem brotnar, ég ætla ekkert að skafa utan af því, það gerðu þeir í dag. Þeir eiginlega hættu bara og þeir verða að skoða sín mál. Við vorum í hörkugír í dag, vorum hörku góðir. Þetta er eitthvað til að byggja á.“

Hörður var spurður að því hvað þeir þurftu að gera til að ná sér upp úr lægðinni sem þeir voru í og hvernig framhaldið hjá Keflvíkingum yrði.

„Við ýttum þessum utanaðkomandi aðilum frá sem voru að tala um einhverja krísu hjá okkur, það voru miklar breytingar og það tók tíma að stilla þetta saman. Við ýttum öllu frá okkur og fórum að standa betur saman og get ég lofað þér því að það verður allt annað fyrir lið að koma í Keflavík núna heldur en fyrir nokkrum vikum. Það verða stífar æfingar á milli jóla á nýárs. Við þurfum að fara yfir ýmsa hluti því þó að við höfum unnið stórt í dag þá eru margir hlutir sem við þurfum að gera betur og þurfum að nýta jólafríið betur en önnur lið í það.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×