Eiður Smári opnar sig um svimaköstin hjá Chelsea: "Hálft ár þar sem ég ældi vegna svima og vissi ekki hvað var að gerast“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. desember 2016 11:30 Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska fótboltalandsliðsins frá upphafi, hefur lent í ýmsu á sínum ferli og glímt bæði við meiðsli og veikindi. Það hélt honum samt ekki niðri því á glæstum 22 ára löngum meistaraflokksferli hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn, spænska bikarinn, Meistaradeildina og spilað á EM. Eiður Smári talar opinskátt um meiðslin í myndinni Jökullinn Logar sem er komin út á DVD. Myndband af því má sjá í spilaranum hér að ofan. Árið 1996 kom Eiður Smári inn á sem varamaður í vináttulandsleik gegn Eistlandi fyrir föður sinn, Arnór. Þeir voru fyrstu feðgarnir sem voru valdir í landsliðshóp en pressa var sett á þáverandi landsliðsþjálfara, Loga Ólafsson, að láta þá ekki byrja leikinn saman. Óskar var eftir því að feðgarnir myndu byrja saman inn á í leik gegn Makedóníu 1. júní þetta sama ár en ekkert varð af því eins og frægt er orðið. Eiður Smári var tæklaður hryllilega í leik gegn Írlandi í Dyflinni með 18 ára landsliðinu og fékk aldrei landsleikinn með Arnóri. „Þetta var svolítið súrrealísk stund því um leið og ég var tæklaður fann ég að eitthvað var farið. Það fyrsta sem mér datt til hugar: „Andskotinn, leikurinn með pabba er farinn,“,“ segir Eiður Smári sem fékk á einum tímapunkti þær fréttir að ferill hans myndi aldrei ná jafnlangt og hann vonaðist til. „Það var tekin röntgenmynd og þá var kominn aftur einhver beinvöxtur í ökklann. Þá sagði læknirinn við mig að því miður gæti hann ekki séð fram á það að ég myndi spila aftur á háu stigi. Maður felldi tár og hringdi í mömmu,“ segir Eiður.Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki með Chelsea.vísir/afpSvimaköst hjá Chelsea Læknirinn hafði ekki rétt fyrir sér því Eiður Smári kom heim til Íslands og spilaði með KR til að koma sér í stand. Þaðan fór hann til Bolton og svo til Chelsea þar sem hann vann ensku úrvalsdeildina í tvígang undir stjórn José Mourinho. Eiður Smári spilaði „bara“ 26 deildarleiki fyrir Chelsea á síðustu leiktíð sinni hjá Lundúnarfélaginu áður en hann hélt til Barcelona. En það er önnur ástæða fyrir því sem Eiður hefur ekki áður talað um. „Síðasta tímabilið mitt hjá Chelsea var erfitt því ég var að spila minna. Ég var ekki að glíma við meiðsli en ég þjáðist af brjáluðum svimaköstum sem komu upp úr þurru og enginn gat fundið skýringu á,“ segir hann. „Oft á tíðum var ég að missa af æfingum og leikjum út af einhverju sem enginn vann skýringu á. Ég var svolítið hræddur við það og fer í heilaskoðun til að gá hvort það væri ekki allt í fína.“ „Það var haldið að þetta hefði eitthvað með jafnvægistaugina í eyranu að gera eða eitthvað svoleiðis. Það var hálft ár þar sem ég ældi út af svima og vissi ekki hvað var að gerast,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn Loga má sjá hér að ofan en þar ræða strákarnir okkar um fyrstu skrefin sín í atvinnumennsku. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með fjórum klukkustundum af aukaefni. Enski boltinn Tengdar fréttir Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00 Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska fótboltalandsliðsins frá upphafi, hefur lent í ýmsu á sínum ferli og glímt bæði við meiðsli og veikindi. Það hélt honum samt ekki niðri því á glæstum 22 ára löngum meistaraflokksferli hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn, spænska bikarinn, Meistaradeildina og spilað á EM. Eiður Smári talar opinskátt um meiðslin í myndinni Jökullinn Logar sem er komin út á DVD. Myndband af því má sjá í spilaranum hér að ofan. Árið 1996 kom Eiður Smári inn á sem varamaður í vináttulandsleik gegn Eistlandi fyrir föður sinn, Arnór. Þeir voru fyrstu feðgarnir sem voru valdir í landsliðshóp en pressa var sett á þáverandi landsliðsþjálfara, Loga Ólafsson, að láta þá ekki byrja leikinn saman. Óskar var eftir því að feðgarnir myndu byrja saman inn á í leik gegn Makedóníu 1. júní þetta sama ár en ekkert varð af því eins og frægt er orðið. Eiður Smári var tæklaður hryllilega í leik gegn Írlandi í Dyflinni með 18 ára landsliðinu og fékk aldrei landsleikinn með Arnóri. „Þetta var svolítið súrrealísk stund því um leið og ég var tæklaður fann ég að eitthvað var farið. Það fyrsta sem mér datt til hugar: „Andskotinn, leikurinn með pabba er farinn,“,“ segir Eiður Smári sem fékk á einum tímapunkti þær fréttir að ferill hans myndi aldrei ná jafnlangt og hann vonaðist til. „Það var tekin röntgenmynd og þá var kominn aftur einhver beinvöxtur í ökklann. Þá sagði læknirinn við mig að því miður gæti hann ekki séð fram á það að ég myndi spila aftur á háu stigi. Maður felldi tár og hringdi í mömmu,“ segir Eiður.Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki með Chelsea.vísir/afpSvimaköst hjá Chelsea Læknirinn hafði ekki rétt fyrir sér því Eiður Smári kom heim til Íslands og spilaði með KR til að koma sér í stand. Þaðan fór hann til Bolton og svo til Chelsea þar sem hann vann ensku úrvalsdeildina í tvígang undir stjórn José Mourinho. Eiður Smári spilaði „bara“ 26 deildarleiki fyrir Chelsea á síðustu leiktíð sinni hjá Lundúnarfélaginu áður en hann hélt til Barcelona. En það er önnur ástæða fyrir því sem Eiður hefur ekki áður talað um. „Síðasta tímabilið mitt hjá Chelsea var erfitt því ég var að spila minna. Ég var ekki að glíma við meiðsli en ég þjáðist af brjáluðum svimaköstum sem komu upp úr þurru og enginn gat fundið skýringu á,“ segir hann. „Oft á tíðum var ég að missa af æfingum og leikjum út af einhverju sem enginn vann skýringu á. Ég var svolítið hræddur við það og fer í heilaskoðun til að gá hvort það væri ekki allt í fína.“ „Það var haldið að þetta hefði eitthvað með jafnvægistaugina í eyranu að gera eða eitthvað svoleiðis. Það var hálft ár þar sem ég ældi út af svima og vissi ekki hvað var að gerast,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen.Brot úr aukaefni myndarinnar Jökullinn Loga má sjá hér að ofan en þar ræða strákarnir okkar um fyrstu skrefin sín í atvinnumennsku. Jökullinn Logar er mynd Sölva Tryggvasonar um ferðalag strákanna okkar á EM í Frakklandi en hún er nú komin út á DVD með fjórum klukkustundum af aukaefni.
Enski boltinn Tengdar fréttir Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00 Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Elmar tapaði fullt af peningum í spilavíti: „Þjálfarinn pantaði bjór handa mér“ Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason segist betur hafa fórnað eitthvað af minningunum í Skotlandi og einbeitt sér betur að fótboltanum. 15. desember 2016 12:00
Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30