Fallegustu og ljótustu bókakápurnar 2016 Magnús Guðmundsson skrifar 17. desember 2016 11:00 Það ætti aldrei að dæma bók eftir kápunni en hún skiptir samt máli. Bókarkápa er nefnilega hluti af heildarupplifun lesandans og svo skiptir líka máli að hún sé bæði söluvænleg og eiguleg. Hér hefur því galvösk sveit álitsgjafa tekið að sér að velja fallegustu og ljótustu bókarkápur jólabókaflóðsins í ár. Allt er þetta þó auðvitað aðeins til gamans gert og engin ástæða til þess að taka þetta of hátíðlega.Fallegust - 1. sætiCodex 1962Höfundur: SjónKápuhönnun: Alexandra BuhlÚtgefandi: Forlagið „Grípur strax augað og ber af öðrum bókarkápum eins og fullt tungl á svörtum vetrarhimni.“ „Dáleiðandi og ofurtöff.“ „Segi kannski ekki að kápan sé falleg en maður kemst ekki hjá því að taka eftir henni. Svolítið eins og kassi utan um rakspíra en samt eitthvað svo skemmtilegt við þessa kápu.“ Codex 1962 fékk líka atkvæði sem ljótasta kápan: „Þetta gefur einhvern veginn tilfinningu fyrir alveg sterílum texta – er alltof líkt Vísindabók Villa. Þetta beinlínis fælir mann frá lestri.“Fallegust - 2. sætiSvarti galdurHöfundur: Stefán MániKápuhönnun: Kontor ReykjavíkÚtgefandi: Sögur „Þetta er býsna djarft en gengur fullkomlega upp. Eftiröpun á hinu helga riti er fullkomin umgjörð um þennan titil. Það fór bókstaflega um mig hrollur þegar ég tók hana upp úr umslaginu.“ „Fallegt er kannski ekki fyrsta lýsingarorðið sem ætti að nota við þessa kápu en mögnuð og sterk er hún sannarlega. Manni snöggkólnar - það kvikna margar tilfinningar!“Fallegust - 3. sætiHestvíkHöfundur: Gerður KristnýKápuhönnun: Alexandra BuhlÚtgefandi: Forlagið „Nútímaleg, einföld og aðlaðandi. Mjög falleg og náttúruleg kápa.“ „Virkilega falleg. Einföld og aðlaðandi. Bók sem er notalegt að fá í hendurnar.“Ljótust - 1. SætiVerjandinnHöfundur: Óskar MagnússonKápuhönnun: Jón Ásgeir HreinssonÚtgefandi: JPV „Eins og fimm bókakápur hafi verið settar í hakkavélina áður en þeim var hellt á eina blaðsíðu.“ „Hvað er að gerast hér? Margar leturtýpur, margir litir, margar myndir, mörg form – hér hefði sannarlega mátt einfalda til að fanga augað og vekja meiri áhuga á efninu.“ „Skelfilega grautarlegt og ómarkvisst. Ekki beint til þess fallið að fanga athyglina.“Ljótust - 2. sætiEinfariHöfundur: Hildur Sif ThorarensenKápuhönnun: Hildur Sif ThorarensenÚtgefandi: Óðinsauga „Höfðar engan veginn til mín, mjög gamaldags tónn og frekar óþægileg samsetning á öllu saman - formum, litum og letri. Hvar er spennan?“ „Leturmeðferðin er afleit og þessi flatarleikur skrítinn.“ „Vond hugmynd hjá höfundi að hanna kápuna sjálfur.“Ljótust - 3. sætiHeiða - fjalldalabóndinnHöfundur: Steinunn Sigurðardóttir og Heiða ÁsgeirsdóttirKápuhönnun: Aðalsteinn Svanur SigfússonÚtgefandi: Bjartur „Hvernig var hægt að gera svona dauflega kápu á bók um konu sem slær mann eins og hreint náttúruafl?“ „Hvað er í gangi hér? Var virkilega ekki hægt að láta þessa sögu virka meira heillandi en að stilla fallegu bóndakonunni upp eins og á forsíðu gamals læknarómans - „Doktor Lambert er á leiðinni …““Mest í umræðunniElsku Drauma mín, minningabók Sigríðar HalldórsdóttirVigdís Grímsdóttir skráðiKápuhönnun: Jón Ásgeir HreinssonÚtgefandi: JPV Þessi kápa kom talsvert til umræðu og á lokametrunum barst athyglisverð ábending. Við hlið bókarkápunnar má hér sjá veggspjald frá bandarísku hljómsveitinni Lady Danville, seinna Hunter Hunted, í tengslum við plötuna Operating. Líkindin eru óneitanlega sláandi eða eins og álitsgjafi lét hafa eftir sér: Alveg galið!Álitsgjafar FréttablaðsinsArndís Lilja Guðmundsdóttir, grafískur hönnuðurHödd Vilhjálmsdóttir almannatengillJakob Bjarnar Grétarsson blaðamaðurJón Kaldal ritstjóriÓlöf Birna Garðarsdóttir, grafískur hönnuðurÞorsteinn Joð Vilhjálmsson kvikmyndagerðarmaður Fréttir ársins 2016 Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það ætti aldrei að dæma bók eftir kápunni en hún skiptir samt máli. Bókarkápa er nefnilega hluti af heildarupplifun lesandans og svo skiptir líka máli að hún sé bæði söluvænleg og eiguleg. Hér hefur því galvösk sveit álitsgjafa tekið að sér að velja fallegustu og ljótustu bókarkápur jólabókaflóðsins í ár. Allt er þetta þó auðvitað aðeins til gamans gert og engin ástæða til þess að taka þetta of hátíðlega.Fallegust - 1. sætiCodex 1962Höfundur: SjónKápuhönnun: Alexandra BuhlÚtgefandi: Forlagið „Grípur strax augað og ber af öðrum bókarkápum eins og fullt tungl á svörtum vetrarhimni.“ „Dáleiðandi og ofurtöff.“ „Segi kannski ekki að kápan sé falleg en maður kemst ekki hjá því að taka eftir henni. Svolítið eins og kassi utan um rakspíra en samt eitthvað svo skemmtilegt við þessa kápu.“ Codex 1962 fékk líka atkvæði sem ljótasta kápan: „Þetta gefur einhvern veginn tilfinningu fyrir alveg sterílum texta – er alltof líkt Vísindabók Villa. Þetta beinlínis fælir mann frá lestri.“Fallegust - 2. sætiSvarti galdurHöfundur: Stefán MániKápuhönnun: Kontor ReykjavíkÚtgefandi: Sögur „Þetta er býsna djarft en gengur fullkomlega upp. Eftiröpun á hinu helga riti er fullkomin umgjörð um þennan titil. Það fór bókstaflega um mig hrollur þegar ég tók hana upp úr umslaginu.“ „Fallegt er kannski ekki fyrsta lýsingarorðið sem ætti að nota við þessa kápu en mögnuð og sterk er hún sannarlega. Manni snöggkólnar - það kvikna margar tilfinningar!“Fallegust - 3. sætiHestvíkHöfundur: Gerður KristnýKápuhönnun: Alexandra BuhlÚtgefandi: Forlagið „Nútímaleg, einföld og aðlaðandi. Mjög falleg og náttúruleg kápa.“ „Virkilega falleg. Einföld og aðlaðandi. Bók sem er notalegt að fá í hendurnar.“Ljótust - 1. SætiVerjandinnHöfundur: Óskar MagnússonKápuhönnun: Jón Ásgeir HreinssonÚtgefandi: JPV „Eins og fimm bókakápur hafi verið settar í hakkavélina áður en þeim var hellt á eina blaðsíðu.“ „Hvað er að gerast hér? Margar leturtýpur, margir litir, margar myndir, mörg form – hér hefði sannarlega mátt einfalda til að fanga augað og vekja meiri áhuga á efninu.“ „Skelfilega grautarlegt og ómarkvisst. Ekki beint til þess fallið að fanga athyglina.“Ljótust - 2. sætiEinfariHöfundur: Hildur Sif ThorarensenKápuhönnun: Hildur Sif ThorarensenÚtgefandi: Óðinsauga „Höfðar engan veginn til mín, mjög gamaldags tónn og frekar óþægileg samsetning á öllu saman - formum, litum og letri. Hvar er spennan?“ „Leturmeðferðin er afleit og þessi flatarleikur skrítinn.“ „Vond hugmynd hjá höfundi að hanna kápuna sjálfur.“Ljótust - 3. sætiHeiða - fjalldalabóndinnHöfundur: Steinunn Sigurðardóttir og Heiða ÁsgeirsdóttirKápuhönnun: Aðalsteinn Svanur SigfússonÚtgefandi: Bjartur „Hvernig var hægt að gera svona dauflega kápu á bók um konu sem slær mann eins og hreint náttúruafl?“ „Hvað er í gangi hér? Var virkilega ekki hægt að láta þessa sögu virka meira heillandi en að stilla fallegu bóndakonunni upp eins og á forsíðu gamals læknarómans - „Doktor Lambert er á leiðinni …““Mest í umræðunniElsku Drauma mín, minningabók Sigríðar HalldórsdóttirVigdís Grímsdóttir skráðiKápuhönnun: Jón Ásgeir HreinssonÚtgefandi: JPV Þessi kápa kom talsvert til umræðu og á lokametrunum barst athyglisverð ábending. Við hlið bókarkápunnar má hér sjá veggspjald frá bandarísku hljómsveitinni Lady Danville, seinna Hunter Hunted, í tengslum við plötuna Operating. Líkindin eru óneitanlega sláandi eða eins og álitsgjafi lét hafa eftir sér: Alveg galið!Álitsgjafar FréttablaðsinsArndís Lilja Guðmundsdóttir, grafískur hönnuðurHödd Vilhjálmsdóttir almannatengillJakob Bjarnar Grétarsson blaðamaðurJón Kaldal ritstjóriÓlöf Birna Garðarsdóttir, grafískur hönnuðurÞorsteinn Joð Vilhjálmsson kvikmyndagerðarmaður
Fréttir ársins 2016 Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira