Körfubolti

Ingvar: Ætlast til að fá meira frá atvinnumanni liðsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ingvar var ósáttur eftir leikinn í kvöld.
Ingvar var ósáttur eftir leikinn í kvöld. Vísir/ernir
„Við vorum hreint út sagt léleg í fyrri hálfleik og langt inn í þriðja leikhluta,“ sagði Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, aðspurður út í spilamennsku dagsins.

„Í 30. mínútur spilum við illa en við sýnum flottan karakter í lokin og komum okkur inn í leikinn. Það vantaði bara herslumuninn upp á að klára leikinn.“

Sjá einnig:Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Haukar 68-65 | Stjarnan vann nágrannaslaginn

Eftir að hafa verið undir allan leikinn fengu Haukakonur færin til að stela sigrinum.

„Við fengum tækifæri til að jafna undir lokin ásamt því að vera óheppin í sókninni þar á undan þegar boltinn dettur ekki fyrir okkur en kannski áttum við ekkert skilið úr þessum leik.“

Ingvar var ekkert að fara í felur aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis framan af.

„Varnarleikurinn var bara lélegur í fyrri hálfleik, það er einfalt. Það var margt sem fór úrskeiðis en við spiluðum þó ágætan varnarleik eftir að við skiptum í svæðisvörn í seinni hálfleik.“

Erlendi leikmaður Hauka, Kelia Shelton, átti erfitt í dag þrátt fyrir að daðra við þrefalda tvennu.

„Ég ætlast til mun meira frá atvinnumanni liðsins. Við fáum níu stig frá henni sem er alls ekki nógu gott og hún tók sérstakar ákvarðanir undir lokin.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×