Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Haukar 68-65 | Stjarnan vann nágrannaslaginn Kristinn Páll Teitsson skrifar 17. desember 2016 19:15 vísir/anton Stjarnan vann þriðja leik sinn í röð í Dominos-deild kvenna í körfubolta 68-65 gegn Haukum í kvöld en með sigrinum eru Stjörnukonur komnar með gott forskot á Val og Njarðvík í fjórða sæti. Stjarnan náði snemma leiks tólf stiga forskoti og virtust gestirnir úr Hafnarfirði ekki ætla að ógna því fyrr en í lokaleikhlutanum þegar Haukakonur hófu að spila mun betri vörn. Haukakonur komust betur í takt við leikinn í öðrum leikhluta en fyrir hvert áhlaup Hafnfirðinga áttu Stjörnukonur svör og leiddu þær 45-31 í hálfleik. Góður lokasprettur í þriðja leikhluta kom Haukum inn í leikinn á ný en í fjórða leikhluta fóru þriggja stiga skot Hauka að detta og náðu þær að gera þetta að leik á ný. Náðu þær að minnka muninn niður í eitt stig þegar tvær mínútur voru til leiksloka en lengra komust þær ekki og fögnuðu Stjörnukonur því óþarfa naumum sigri eftir að hafa stýrt leiknum stóran hluta hans.Af hverju vann Stjarnan? Fyrir utan stuttan kafla þegar Haukakonur settu niður hvern þristinn á fætur öðrum var Stjarnan með góð tök á leiknum og hleypti gestunum aldrei inn í leikinn af fullum krafti. Í hvert skiptið sem Haukar náðu að setja niður 2-3 körfur í röð svaraði Stjarnan með áhlaupi og hélt forskotinu en gott forskot Stjörnunnar skilaði að lokum sigrinum. Loksins þegar áhlaup Hauka kom að lokum var tíminn ekki nægur og virtust Hafnfirðingar ekki eiga nóg á tankinum til að stela forskotinu þegar á hólminn var komið.Bestu menn vallarins? Daniella Victoria Rodriguez fór á kostum í liði Stjörnunnar í dag en ásamt því að vera stigahæst með 20 stig var hún með þrefalda tvennu í leiknum, 15 fráköst og 10 stoðsendingar. Hún bar sóknarleik Stjörnunnar á herðum sér lengst af í fyrri hálfleik en hún var með sextán stig af 45 stigum Stjörnunnar í fyrri hálfleik. Haukakonum tókst þó að halda henni í aðeins fjórum stigum í seinni hálfleik. Ragna Margrét Brynjarsdóttir lauk leik með tvöfalda tvennu, 14 stig og 13 fráköst, þar af sjö sóknarfráköst en henni gekk illa að nýta sér sóknarfráköstin til þess að setja niður auðveld skot.Tölfræðin sem vakti athygli? Kelia Shelton, erlendi leikmaður Hauka, lauk leiknum nálægt þrefaldri tvennu með 9 stig, 7 stoðsendingar og 13 fráköst. Það vekur athygli að erlendi leikmaður liðsins og eini atvinnumaðurinn sé ekki að skila meira framlagi en þetta var aðeins fjórði leikur hennar með Haukum.Hvað gekk illa? Kelia byrjaði leikinn ágætlega sóknarlega en það dróg verulega af henni á báðum endum vallarins eftir því sem leið á leikinn. Varð hún oft uppvís af því að gleyma sér í vörninni og missa af manninum en sóknarlega hitti hún lítið eftir upphafsmínúturnar. Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, fékk nóg um miðbik þriðja leikhluta og tók hana af velli en á sama tíma hertist varnarleikur Hauka og tóku þær smá áhlaup en hún átti þó sinn þátt í áhlaupi Hauka í fjórða leikhluta. Ingvar: Áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik„Við vorum hreint út sagt léleg í fyrri hálfleik og langt inn í þriðja leikhluta,“ sagði Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, aðspurður út í spilamennsku dagsins. „Í 30. mínútur spilum við illa en við sýnum flottan karakter í lokin og komum okkur inn í leikinn. Það vantaði bara herslumuninn upp á að klára leikinn.“ Eftir að hafa verið undir allan leikinn fengu Haukakonur færin til að stela sigrinum. „Við fengum tækifæri til að jafna undir lokin ásamt því að vera óheppin í sókninni þar á undan þegar boltinn dettur ekki fyrir okkur en kannski áttum við ekkert skilið úr þessum leik.“ Ingvar var ekkert að fara í felur aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis framan af. „Varnarleikurinn var bara lélegur í fyrri hálfleik, það er einfalt. Það var margt sem fór úrskeiðis en við spiluðum þó ágætan varnarleik eftir að við skiptum í svæðisvörn í seinni hálfleik.“ Erlendi leikmaður Hauka, Kelia Shelton, átti erfitt í dag þrátt fyrir að daðra við þrefalda tvennu. „Ég ætlast til mun meira frá atvinnumanni liðsins. Við fáum níu stig frá henni sem er alls ekki nógu gott og hún tók sérstakar ákvarðanir undir lokin.“ Pétur: Áttum fá svör við svæðisvörn Hauka„Sigur er sigur, sama hvort það sé með einu stigi eða fimmtíu. Ég er bara feginn að fá tvö stig í dag,“ sagði Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, sáttur að leikslokum. „Við vorum á góðri siglingu allan leikinn, spiluðum vel en svo brugðumst við ekki nægilega vel við breytingunni í leik þeirra. Það kom upp örlítið einbeitingarleysi á þeim kafla“ Haukaliðið breytti um vörn í þriðja leikhluta og Stjörnunni gekk illa að leysa úr því. „Þær skiptu yfir í svæðisvörn, svo fara þær að hitta úr stórum skotum. Ég verð að hrósa þeim, þær eru ungt lið en með góðar skyttur og gott körfuboltalið,“ sagði Pétur og hélt áfram: „Við vorum að láta boltann ganga hægt og ekki að sækja nógu hratt og úr varð spennandi leikur. Maður reynir alltaf að búa sig undir svona kafla og við náðum að klára þetta.“ Pétur sagðist hafa verið sáttur með spilamennskuna í heild sinni. „Heilt yfir spiluðum við vel allt þar til í fjórða leikhluta, þá fór botninn úr þessu og sjálfstraustið í liðinu. Vonandi erum við komin á smá ról því stelpurnar hafa svarað vel fyrir síðasta tapleik.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Stjarnan vann þriðja leik sinn í röð í Dominos-deild kvenna í körfubolta 68-65 gegn Haukum í kvöld en með sigrinum eru Stjörnukonur komnar með gott forskot á Val og Njarðvík í fjórða sæti. Stjarnan náði snemma leiks tólf stiga forskoti og virtust gestirnir úr Hafnarfirði ekki ætla að ógna því fyrr en í lokaleikhlutanum þegar Haukakonur hófu að spila mun betri vörn. Haukakonur komust betur í takt við leikinn í öðrum leikhluta en fyrir hvert áhlaup Hafnfirðinga áttu Stjörnukonur svör og leiddu þær 45-31 í hálfleik. Góður lokasprettur í þriðja leikhluta kom Haukum inn í leikinn á ný en í fjórða leikhluta fóru þriggja stiga skot Hauka að detta og náðu þær að gera þetta að leik á ný. Náðu þær að minnka muninn niður í eitt stig þegar tvær mínútur voru til leiksloka en lengra komust þær ekki og fögnuðu Stjörnukonur því óþarfa naumum sigri eftir að hafa stýrt leiknum stóran hluta hans.Af hverju vann Stjarnan? Fyrir utan stuttan kafla þegar Haukakonur settu niður hvern þristinn á fætur öðrum var Stjarnan með góð tök á leiknum og hleypti gestunum aldrei inn í leikinn af fullum krafti. Í hvert skiptið sem Haukar náðu að setja niður 2-3 körfur í röð svaraði Stjarnan með áhlaupi og hélt forskotinu en gott forskot Stjörnunnar skilaði að lokum sigrinum. Loksins þegar áhlaup Hauka kom að lokum var tíminn ekki nægur og virtust Hafnfirðingar ekki eiga nóg á tankinum til að stela forskotinu þegar á hólminn var komið.Bestu menn vallarins? Daniella Victoria Rodriguez fór á kostum í liði Stjörnunnar í dag en ásamt því að vera stigahæst með 20 stig var hún með þrefalda tvennu í leiknum, 15 fráköst og 10 stoðsendingar. Hún bar sóknarleik Stjörnunnar á herðum sér lengst af í fyrri hálfleik en hún var með sextán stig af 45 stigum Stjörnunnar í fyrri hálfleik. Haukakonum tókst þó að halda henni í aðeins fjórum stigum í seinni hálfleik. Ragna Margrét Brynjarsdóttir lauk leik með tvöfalda tvennu, 14 stig og 13 fráköst, þar af sjö sóknarfráköst en henni gekk illa að nýta sér sóknarfráköstin til þess að setja niður auðveld skot.Tölfræðin sem vakti athygli? Kelia Shelton, erlendi leikmaður Hauka, lauk leiknum nálægt þrefaldri tvennu með 9 stig, 7 stoðsendingar og 13 fráköst. Það vekur athygli að erlendi leikmaður liðsins og eini atvinnumaðurinn sé ekki að skila meira framlagi en þetta var aðeins fjórði leikur hennar með Haukum.Hvað gekk illa? Kelia byrjaði leikinn ágætlega sóknarlega en það dróg verulega af henni á báðum endum vallarins eftir því sem leið á leikinn. Varð hún oft uppvís af því að gleyma sér í vörninni og missa af manninum en sóknarlega hitti hún lítið eftir upphafsmínúturnar. Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, fékk nóg um miðbik þriðja leikhluta og tók hana af velli en á sama tíma hertist varnarleikur Hauka og tóku þær smá áhlaup en hún átti þó sinn þátt í áhlaupi Hauka í fjórða leikhluta. Ingvar: Áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik„Við vorum hreint út sagt léleg í fyrri hálfleik og langt inn í þriðja leikhluta,“ sagði Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, aðspurður út í spilamennsku dagsins. „Í 30. mínútur spilum við illa en við sýnum flottan karakter í lokin og komum okkur inn í leikinn. Það vantaði bara herslumuninn upp á að klára leikinn.“ Eftir að hafa verið undir allan leikinn fengu Haukakonur færin til að stela sigrinum. „Við fengum tækifæri til að jafna undir lokin ásamt því að vera óheppin í sókninni þar á undan þegar boltinn dettur ekki fyrir okkur en kannski áttum við ekkert skilið úr þessum leik.“ Ingvar var ekkert að fara í felur aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis framan af. „Varnarleikurinn var bara lélegur í fyrri hálfleik, það er einfalt. Það var margt sem fór úrskeiðis en við spiluðum þó ágætan varnarleik eftir að við skiptum í svæðisvörn í seinni hálfleik.“ Erlendi leikmaður Hauka, Kelia Shelton, átti erfitt í dag þrátt fyrir að daðra við þrefalda tvennu. „Ég ætlast til mun meira frá atvinnumanni liðsins. Við fáum níu stig frá henni sem er alls ekki nógu gott og hún tók sérstakar ákvarðanir undir lokin.“ Pétur: Áttum fá svör við svæðisvörn Hauka„Sigur er sigur, sama hvort það sé með einu stigi eða fimmtíu. Ég er bara feginn að fá tvö stig í dag,“ sagði Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, sáttur að leikslokum. „Við vorum á góðri siglingu allan leikinn, spiluðum vel en svo brugðumst við ekki nægilega vel við breytingunni í leik þeirra. Það kom upp örlítið einbeitingarleysi á þeim kafla“ Haukaliðið breytti um vörn í þriðja leikhluta og Stjörnunni gekk illa að leysa úr því. „Þær skiptu yfir í svæðisvörn, svo fara þær að hitta úr stórum skotum. Ég verð að hrósa þeim, þær eru ungt lið en með góðar skyttur og gott körfuboltalið,“ sagði Pétur og hélt áfram: „Við vorum að láta boltann ganga hægt og ekki að sækja nógu hratt og úr varð spennandi leikur. Maður reynir alltaf að búa sig undir svona kafla og við náðum að klára þetta.“ Pétur sagðist hafa verið sáttur með spilamennskuna í heild sinni. „Heilt yfir spiluðum við vel allt þar til í fjórða leikhluta, þá fór botninn úr þessu og sjálfstraustið í liðinu. Vonandi erum við komin á smá ról því stelpurnar hafa svarað vel fyrir síðasta tapleik.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira