Arnór bjartsýnn á að vera með á HM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. desember 2016 07:00 Á batavegi. Arnór spilar vonandi með Álaborg á Þorláksmessu. fréttablaðið/ernir „Ég er orðinn betri en ekki nógu góður til að spila,“ segir landsliðsmaðurinn Arnór Atlason en hann hefur ekki spilað með liði sínu, Álaborg, í síðustu leikjum enda að glíma við meiðsli sem menn óttuðust að myndu halda honum frá HM í janúar. „Ég er með bólgur í og við lífbeinið. Ekki mjög þægilegt. Þetta er búið að vera að plaga mig í þrjár vikur. Þetta tekur sinn tíma en er loksins að skána svolítið hjá mér. Ég hef verið á bekknum í síðustu tveimur leikjum og til taks ef liðið þyrfti á mér að halda. Það hefur þó ekki komið til þess þannig að ég hef náð fínni hvíld,“ segir Arnór en hann hefur eðlilega ekki æft af fullum krafti. Tekið frí í nokkra daga og svo verið með í síðustu æfingum fyrir leiki. Það er ekki komið jólafrí í Danmörku en síðasta umferðin fyrir jól fer fram á Þorláksmessukvöld. Þar ætlar Arnór sér að spila. „Ég er að stefna á þann leik. Að vera með af fullum krafti. Miðað við hvað ég er að styrkjast tel ég það alveg vera raunhæft.“ Það tók sinn tíma um síðustu mánaðarmót að finna út hvað nákvæmlega væri að plaga Arnór. Þá leist Arnóri heldur ekkert á blikuna og fór að hafa áhyggjur af því að missa af HM í Frakklandi en þar á Ísland fyrsta leik þann 12. janúar. „Ég er orðið mikið bjartsýnni en ég var fyrir tveim vikum síðan. Þá leist mér ekkert á stöðuna. Ég var orðinn stressaður því það vissi enginn hvað nákvæmlega væri að mér. Þess utan var ég ekkert að skána. Var bara jafn slæmur á hverjum degi. Um leið og ég fór að æfa aftur þá róaðist ég. Ég er því orðinn ansi bjartsýnn á að ná HM þó svo það sé auðvitað ekkert öruggt í þessu. Ég hef samt ekkert spilað í þrjár vikur og það er engin óskastaða,“ segir Arnór en hann ætlar að gera allt sem hann getur til að fara með til Frakklands. „Ég geri allt til að ná leiknum á Þorláksmessu og svo HM. Það hefur gengið vel hjá okkur í Álaborg svo ég hef fengið fína hvíld. Það eru flestir í liðinu orðnir lemstraðir og flott að ná að fara inn í jólafrí á toppnum.“ Það verður sprettur á Arnóri og fjölskyldu því hann spilar eins og áður segir í Tönder á Þorláksmessu og svo fer fjölskyldan heim til Íslands á aðfangadag. „Maður kemur bara beint heim í steikina. Það verður voðalega ljúft,“ segir Arnór sem fær nokkra daga í frí um jólin áður en undirbúningur landsliðsins fyrir HM hefst formlega. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
„Ég er orðinn betri en ekki nógu góður til að spila,“ segir landsliðsmaðurinn Arnór Atlason en hann hefur ekki spilað með liði sínu, Álaborg, í síðustu leikjum enda að glíma við meiðsli sem menn óttuðust að myndu halda honum frá HM í janúar. „Ég er með bólgur í og við lífbeinið. Ekki mjög þægilegt. Þetta er búið að vera að plaga mig í þrjár vikur. Þetta tekur sinn tíma en er loksins að skána svolítið hjá mér. Ég hef verið á bekknum í síðustu tveimur leikjum og til taks ef liðið þyrfti á mér að halda. Það hefur þó ekki komið til þess þannig að ég hef náð fínni hvíld,“ segir Arnór en hann hefur eðlilega ekki æft af fullum krafti. Tekið frí í nokkra daga og svo verið með í síðustu æfingum fyrir leiki. Það er ekki komið jólafrí í Danmörku en síðasta umferðin fyrir jól fer fram á Þorláksmessukvöld. Þar ætlar Arnór sér að spila. „Ég er að stefna á þann leik. Að vera með af fullum krafti. Miðað við hvað ég er að styrkjast tel ég það alveg vera raunhæft.“ Það tók sinn tíma um síðustu mánaðarmót að finna út hvað nákvæmlega væri að plaga Arnór. Þá leist Arnóri heldur ekkert á blikuna og fór að hafa áhyggjur af því að missa af HM í Frakklandi en þar á Ísland fyrsta leik þann 12. janúar. „Ég er orðið mikið bjartsýnni en ég var fyrir tveim vikum síðan. Þá leist mér ekkert á stöðuna. Ég var orðinn stressaður því það vissi enginn hvað nákvæmlega væri að mér. Þess utan var ég ekkert að skána. Var bara jafn slæmur á hverjum degi. Um leið og ég fór að æfa aftur þá róaðist ég. Ég er því orðinn ansi bjartsýnn á að ná HM þó svo það sé auðvitað ekkert öruggt í þessu. Ég hef samt ekkert spilað í þrjár vikur og það er engin óskastaða,“ segir Arnór en hann ætlar að gera allt sem hann getur til að fara með til Frakklands. „Ég geri allt til að ná leiknum á Þorláksmessu og svo HM. Það hefur gengið vel hjá okkur í Álaborg svo ég hef fengið fína hvíld. Það eru flestir í liðinu orðnir lemstraðir og flott að ná að fara inn í jólafrí á toppnum.“ Það verður sprettur á Arnóri og fjölskyldu því hann spilar eins og áður segir í Tönder á Þorláksmessu og svo fer fjölskyldan heim til Íslands á aðfangadag. „Maður kemur bara beint heim í steikina. Það verður voðalega ljúft,“ segir Arnór sem fær nokkra daga í frí um jólin áður en undirbúningur landsliðsins fyrir HM hefst formlega.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti