Jólainnkaupin þriðjungi ódýrari í London Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 1. desember 2016 20:00 Jólainnkaupin eru þriðjungi ódýrari í London en hér á landi samkvæmt óformlegri könnun fréttastofu en dæmi eru um að vörur kosti tvöfalt meira hér. Munurinn er minni þegar verðið í Kaupmannahöfn er skoðað, en þar er verðið þó fjórðungi lægra. Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, gagnrýndi íslenskar verslanir nokkuð harkalega í síðustu viku og sagði þær okra á íslenskum neytendum. Það væri mun ódýrara fyrir Íslendinga að kaupa jólagjafirnar erlendis og tók sem dæmi hjón með tvö börn. Það myndi borga sig fyrir þau að kaupa sér flugmiða, til dæmis til Bretlandseyja, og versla þar. „Þau fá helgarferðina ókeypis og jafnvel með afgang. Gistingin, og jafnvel fara út að borða tvisvar,“ sagði Ólafur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í síðustu viku.Hvað kosta algengar jólagjafir? En er þetta rétt? Getur verið að eftir afnám vörugjalda, afnám tolla af fatnaði og skóm um síðustu áramót og styrkingu krónunnar að Íslendingar séu enn þá að greiða meira fyrir vörur hér á landi en í helstu samanburðarlöndum – og ef svo er, hver er munurinn? Fréttastofa ákvað að skoða þetta nánar og kanna hvað algengar jólagjafir kosta hér á landi miðað við í Kaupmannahöfn og London. Rétt er að taka fram að í öllum tilvikum er um sömu vöru að ræða, í sambærilegri verslun og allar vörur eru á listaverði, þ.e. ekki með afslætti. Fyrsta varan er skrifborðsstóll úr Ikea en hann kostar tæpar 30 þúsund krónur (29.950 kr.) hér á landi. Í Ikea í Kaupmannahöfn kostar hann rúmar 19 þúsund krónur (19.266 kr.) og í London tæpar 18 þúsund og 500 krónur (18.489 kr.)Lego kassi kostar í Lego búðinni í Smáralind tæpar 19 þúsund krónur (18.990). Tæpar 13 þúsund (12.838) í Kaupmannahöfn og tæpar 10 þúsund (9.955) í London. Kápa sem kostar tæpar 16 þúsund krónur (15.990 kr.) í Next í Kringlunni. Verðið er nánast hið sama í London og Kaupmannahöfn - rúmar 12 þúsund krónur.iPad mini kostar tæpar 45 þúsund krónur (44.990 kr.) í Epli sem er umboðsaðili Apple á Íslandi. Hjá Apple í Kaupmannahöfn kostar hann tæpar 37 þúsund krónur (36.940) en tæpar 34 þúsund krónur í London.Nike free hlaupaskór kosta rúmar 23 þúsund krónur (23.491 kr.) hjá umboðsaðila Nike á Íslandi. Í Nike verslun í Kaupmannahöfn kosta þeir rúmar 18 þúsund krónur (18.478 kr.) og rúmar 16 þúsund (16.356 kr.) í London.Beats heyrnatól með snúru kosta tæpar 18 þúsund krónur (17.995 kr.) í Elko. Í sambærilegrum verslunum í Kaupmannahöfn og London er verðið nánast hið sama – rúmar 12 þúsund krónur. Tiltekin útgáfa af Levis 511 gallabuxum kostar tæpar 17 þúsund krónur (16.990 kr.) í Levis verslun hér á landi. Í Levis í Kaupmannahöfn kosta sömu buxur rúmar 16 þúsund krónur en tæpar 13 þúsund (12.801) í London. Loks var kannað verð á Fisher Price leikteppi. Í Toys r us í Kópavogi kostar þetta teppi tæpar 22 þúsund krónur (21.999 kr.) en rúmar 16 þúsund (16.052) í Toys r us í Kaupmannahöfn og rúmar 9 þúsund (9.244 kr.) í London.65 þúsund krónum ódýrara í London Þetta eru vissulega nokkuð rífleg jólainnkaup – en það var gert til að fá sem besta mynd af verðmun milli landanna. Þannig kosta jólainnkaupin okkur hér á Íslandi rúmar 190 þúsund krónur (190.395 kr.), tæpar 144 þúsund krónur (143.711 kr.) í Kaupmannahöfn og rúmar 125 þúsund krónur (125.010 kr.) í London. Innkaupin voru því tæplega 47 þúsund krónum ódýrari í Kaupmannahöfn en hér á landi – sem gera um 25 prósent. Í London voru innkaupin rúmlega 65 þúsund krónum ódýrari eða um 34 prósent. Jólafréttir Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Jólainnkaupin eru þriðjungi ódýrari í London en hér á landi samkvæmt óformlegri könnun fréttastofu en dæmi eru um að vörur kosti tvöfalt meira hér. Munurinn er minni þegar verðið í Kaupmannahöfn er skoðað, en þar er verðið þó fjórðungi lægra. Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, gagnrýndi íslenskar verslanir nokkuð harkalega í síðustu viku og sagði þær okra á íslenskum neytendum. Það væri mun ódýrara fyrir Íslendinga að kaupa jólagjafirnar erlendis og tók sem dæmi hjón með tvö börn. Það myndi borga sig fyrir þau að kaupa sér flugmiða, til dæmis til Bretlandseyja, og versla þar. „Þau fá helgarferðina ókeypis og jafnvel með afgang. Gistingin, og jafnvel fara út að borða tvisvar,“ sagði Ólafur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í síðustu viku.Hvað kosta algengar jólagjafir? En er þetta rétt? Getur verið að eftir afnám vörugjalda, afnám tolla af fatnaði og skóm um síðustu áramót og styrkingu krónunnar að Íslendingar séu enn þá að greiða meira fyrir vörur hér á landi en í helstu samanburðarlöndum – og ef svo er, hver er munurinn? Fréttastofa ákvað að skoða þetta nánar og kanna hvað algengar jólagjafir kosta hér á landi miðað við í Kaupmannahöfn og London. Rétt er að taka fram að í öllum tilvikum er um sömu vöru að ræða, í sambærilegri verslun og allar vörur eru á listaverði, þ.e. ekki með afslætti. Fyrsta varan er skrifborðsstóll úr Ikea en hann kostar tæpar 30 þúsund krónur (29.950 kr.) hér á landi. Í Ikea í Kaupmannahöfn kostar hann rúmar 19 þúsund krónur (19.266 kr.) og í London tæpar 18 þúsund og 500 krónur (18.489 kr.)Lego kassi kostar í Lego búðinni í Smáralind tæpar 19 þúsund krónur (18.990). Tæpar 13 þúsund (12.838) í Kaupmannahöfn og tæpar 10 þúsund (9.955) í London. Kápa sem kostar tæpar 16 þúsund krónur (15.990 kr.) í Next í Kringlunni. Verðið er nánast hið sama í London og Kaupmannahöfn - rúmar 12 þúsund krónur.iPad mini kostar tæpar 45 þúsund krónur (44.990 kr.) í Epli sem er umboðsaðili Apple á Íslandi. Hjá Apple í Kaupmannahöfn kostar hann tæpar 37 þúsund krónur (36.940) en tæpar 34 þúsund krónur í London.Nike free hlaupaskór kosta rúmar 23 þúsund krónur (23.491 kr.) hjá umboðsaðila Nike á Íslandi. Í Nike verslun í Kaupmannahöfn kosta þeir rúmar 18 þúsund krónur (18.478 kr.) og rúmar 16 þúsund (16.356 kr.) í London.Beats heyrnatól með snúru kosta tæpar 18 þúsund krónur (17.995 kr.) í Elko. Í sambærilegrum verslunum í Kaupmannahöfn og London er verðið nánast hið sama – rúmar 12 þúsund krónur. Tiltekin útgáfa af Levis 511 gallabuxum kostar tæpar 17 þúsund krónur (16.990 kr.) í Levis verslun hér á landi. Í Levis í Kaupmannahöfn kosta sömu buxur rúmar 16 þúsund krónur en tæpar 13 þúsund (12.801) í London. Loks var kannað verð á Fisher Price leikteppi. Í Toys r us í Kópavogi kostar þetta teppi tæpar 22 þúsund krónur (21.999 kr.) en rúmar 16 þúsund (16.052) í Toys r us í Kaupmannahöfn og rúmar 9 þúsund (9.244 kr.) í London.65 þúsund krónum ódýrara í London Þetta eru vissulega nokkuð rífleg jólainnkaup – en það var gert til að fá sem besta mynd af verðmun milli landanna. Þannig kosta jólainnkaupin okkur hér á Íslandi rúmar 190 þúsund krónur (190.395 kr.), tæpar 144 þúsund krónur (143.711 kr.) í Kaupmannahöfn og rúmar 125 þúsund krónur (125.010 kr.) í London. Innkaupin voru því tæplega 47 þúsund krónum ódýrari í Kaupmannahöfn en hér á landi – sem gera um 25 prósent. Í London voru innkaupin rúmlega 65 þúsund krónum ódýrari eða um 34 prósent.
Jólafréttir Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent