Notað við hvert tækifæri Vera Einarsdóttir skrifar 3. desember 2016 12:00 Katrín mikla keisaraynja lét hanna stellið árið 1744. Það er handmálað með 22 karata gyllingu. Farið var að framleiða það á ný fyrir 70 árum. MYNDIR/ANTON Guðbjörg Halldórsdóttir hefur gaman af því að bjóða fólki í mat og leggur mikið upp úr því að leggja fallega á borð. Hún keypti forláta handmálað postulínsstell í St. Pétursborg fyrir mörgum árum og kom því heilu heim með því að dreifa því í töskur samferðafólks.Guðbjörg hyggst verja jólunum í ár með dóttur sinni og fjölskyldu hennar.Ég keypti stellið þegar ég var á ferðalagi um St. Pétursborg fyrir hátt í tuttugu árum. Í ferðinni heimsótti ég Lomonosov-postulínsverksmiðjuna sem var upphaflega í eigu rússnesku keisaraættarinnar. Þar er framleitt alls kyns handmálað postulín en ég fékk augastað á þessu stelli sem Katrín hin mikla keisaraynja lét hanna árið 1744. Það kostaði sama og ekkert og ég sagði við konurnar sem voru með mér í för að ég ætti nú kannski að kaupa stell fyrir eins og sextán manns. Þetta var nú meira sagt í gríni en alvöru en þær hvöttu mig til dáða. Ég spurði þá hvernig í ósköpunum ég ætti að koma stellinu heilu heim. Þær lögðu til að ég deildi því niður í tvo diska á mann. Ég tók þær á orðinu og keypti auk sextán matar- og forréttadiska litla espressobolla í stíl,“ segir Guðbjörg. Stellið komst heim í heilu lagi og hefur verið notað óspart síðan. „Ég valdi síðar hnífapör í stíl. Um jólin í fyrra áskotnuðust mér svo silfurskeiðar og -gafflar frá móðurömmu minni sem fara vel við. Ég var reyndar næstum búin að henda þeim. Móðir mín hafði pakkað þeim inn í eldhúsbréf ásamt öðru og ég uppgötvaði það ekki fyrr en daginn eftir.“ Þó Guðbjörg segi næstum nóg að leggja stellið á borð til að gera fínt finnst henni alls ekki leiðinlegt að bæta í. „Mér finnst skipta miklu máli að leggja fallega á borð og á mikið af öðru leirtaui til að hafa með. Ég þarf ekkert að vera með sérstaklega stórt boð til að leggja talsvert í að gera borðið fínt,“ segir Guðbjörg sem er til dæmis aldrei með eldhúsrúllu heldur servíettur. „Það sama á við þegar ég sit ein að snæðingi. Þá legg ég á borð og er með servíettu. Maturinn verður einhvern veginn lystugri og mér finnst tilheyra að hafa það svolítið huggulegt þegar sest er að snæðingi.“ Hér hefur Guðbjörg lagt á jólaborð. „Ég hafði hugsað mér að vera með rauð ber og þegar ég gerði mér ferð í Blómaval sá ég varla annað. Ég held að þau verði óvenjuvinsæl í ár. Silkigrenið fer svo vel á móti bæði á diskum og borði.“ Í miðju borðsins raðaði Guðbjörg mislitum Iittala-stjökum, sem margir eiga til, en þeir mynda notalegan seríuljóma. Guðbjörg er alin upp við fastmótaðar jólahefðir en hefur sjálf tileinkað sér mjög afslappaða afstöðu til jólanna og er nokkuð sama hvar hún er og hvað hún borðar. Hún segist líka alveg óhrædd við að prófa eitthvað nýtt. Guðbjörg er annar eigandi Yndisauka. „Við erum með veisluþjónustu, hádegisverðarþjónustu fyrir vinnustaði og smávegis eigin framleiðslu. Hjá okkur ríkir yfirleitt jólastemning á þessum árstíma og ég fæ oftast næga útrás fyrir matargerð og bakstur í vinnunni. Ég er því minna í því heima.“Guðbjörg raðar mislitum Iittala-stjökum á greniskreyttan dúk á miðju borði. Þeir mynda notalega seríuljóma.Hér er Guðbjörg með tauservíettur sem hún skreytir með silkigreni og berjagreinum. Servíettuhringirnir eru úr silfurlitum bjöllum og eiga við á jólum sem öðrum árstímum.Guðbjörg leggur alltaf fallega á borð og er undantekningarlaust með servíettur. „Mér finnst tilheyra að hafa það svolítið huggulegt þegar sest er að snæðingi.“ Jól Jólafréttir Mest lesið Heims um ból Jól Allir geta gert góðan jólamat Jól Jóladádýr með súkkulaðisósu Jól Kertin á aðventukransinum Jól Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Tilhlökkun á hverjum degi Jólin Jólaleikur Bloggsins Jól Létt jólaútgáfa af Mokka Jólin Aldagömlum hefðum í verkun hangikjöts haldið við í sveitinni Jól Engin jól án dönsku eplakökunnar Jól
Guðbjörg Halldórsdóttir hefur gaman af því að bjóða fólki í mat og leggur mikið upp úr því að leggja fallega á borð. Hún keypti forláta handmálað postulínsstell í St. Pétursborg fyrir mörgum árum og kom því heilu heim með því að dreifa því í töskur samferðafólks.Guðbjörg hyggst verja jólunum í ár með dóttur sinni og fjölskyldu hennar.Ég keypti stellið þegar ég var á ferðalagi um St. Pétursborg fyrir hátt í tuttugu árum. Í ferðinni heimsótti ég Lomonosov-postulínsverksmiðjuna sem var upphaflega í eigu rússnesku keisaraættarinnar. Þar er framleitt alls kyns handmálað postulín en ég fékk augastað á þessu stelli sem Katrín hin mikla keisaraynja lét hanna árið 1744. Það kostaði sama og ekkert og ég sagði við konurnar sem voru með mér í för að ég ætti nú kannski að kaupa stell fyrir eins og sextán manns. Þetta var nú meira sagt í gríni en alvöru en þær hvöttu mig til dáða. Ég spurði þá hvernig í ósköpunum ég ætti að koma stellinu heilu heim. Þær lögðu til að ég deildi því niður í tvo diska á mann. Ég tók þær á orðinu og keypti auk sextán matar- og forréttadiska litla espressobolla í stíl,“ segir Guðbjörg. Stellið komst heim í heilu lagi og hefur verið notað óspart síðan. „Ég valdi síðar hnífapör í stíl. Um jólin í fyrra áskotnuðust mér svo silfurskeiðar og -gafflar frá móðurömmu minni sem fara vel við. Ég var reyndar næstum búin að henda þeim. Móðir mín hafði pakkað þeim inn í eldhúsbréf ásamt öðru og ég uppgötvaði það ekki fyrr en daginn eftir.“ Þó Guðbjörg segi næstum nóg að leggja stellið á borð til að gera fínt finnst henni alls ekki leiðinlegt að bæta í. „Mér finnst skipta miklu máli að leggja fallega á borð og á mikið af öðru leirtaui til að hafa með. Ég þarf ekkert að vera með sérstaklega stórt boð til að leggja talsvert í að gera borðið fínt,“ segir Guðbjörg sem er til dæmis aldrei með eldhúsrúllu heldur servíettur. „Það sama á við þegar ég sit ein að snæðingi. Þá legg ég á borð og er með servíettu. Maturinn verður einhvern veginn lystugri og mér finnst tilheyra að hafa það svolítið huggulegt þegar sest er að snæðingi.“ Hér hefur Guðbjörg lagt á jólaborð. „Ég hafði hugsað mér að vera með rauð ber og þegar ég gerði mér ferð í Blómaval sá ég varla annað. Ég held að þau verði óvenjuvinsæl í ár. Silkigrenið fer svo vel á móti bæði á diskum og borði.“ Í miðju borðsins raðaði Guðbjörg mislitum Iittala-stjökum, sem margir eiga til, en þeir mynda notalegan seríuljóma. Guðbjörg er alin upp við fastmótaðar jólahefðir en hefur sjálf tileinkað sér mjög afslappaða afstöðu til jólanna og er nokkuð sama hvar hún er og hvað hún borðar. Hún segist líka alveg óhrædd við að prófa eitthvað nýtt. Guðbjörg er annar eigandi Yndisauka. „Við erum með veisluþjónustu, hádegisverðarþjónustu fyrir vinnustaði og smávegis eigin framleiðslu. Hjá okkur ríkir yfirleitt jólastemning á þessum árstíma og ég fæ oftast næga útrás fyrir matargerð og bakstur í vinnunni. Ég er því minna í því heima.“Guðbjörg raðar mislitum Iittala-stjökum á greniskreyttan dúk á miðju borði. Þeir mynda notalega seríuljóma.Hér er Guðbjörg með tauservíettur sem hún skreytir með silkigreni og berjagreinum. Servíettuhringirnir eru úr silfurlitum bjöllum og eiga við á jólum sem öðrum árstímum.Guðbjörg leggur alltaf fallega á borð og er undantekningarlaust með servíettur. „Mér finnst tilheyra að hafa það svolítið huggulegt þegar sest er að snæðingi.“
Jól Jólafréttir Mest lesið Heims um ból Jól Allir geta gert góðan jólamat Jól Jóladádýr með súkkulaðisósu Jól Kertin á aðventukransinum Jól Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Tilhlökkun á hverjum degi Jólin Jólaleikur Bloggsins Jól Létt jólaútgáfa af Mokka Jólin Aldagömlum hefðum í verkun hangikjöts haldið við í sveitinni Jól Engin jól án dönsku eplakökunnar Jól