Ólafía er 18 holum frá draumnum: "Planið er að vera andlega sterk og þolinmóð“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2016 08:16 Ólafía Þórunn er í góðum gír fyrir lokahringinn. Mynd/Golfsamband Íslands Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er nú einungis einum hring frá því að tryggja sig inn á stærstu kvennamótaröð heims í golfi. Ólafía leikur í dag fimmta og síðasta hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir LGPA-atvinnumótaröðina í Bandaríkjunum. Gert er ráð fyrir því að hún hefji leik um klukkan 14:30 en til að vinna sér fullan keppnisrétt á mótinu þarf hún að enda meðal tuttugu efstu kylfinganna eftir daginn. Í samtali við golf.is segist Ólafíu líða vel fyrir lokadaginn, eins og fyrir hina daga. „Ég reyni að hugsa sem minnst um golf eftir hringina og ég vinn með hugarþjálfunarverkefni á kvöldin,“ segir Ólafía við golf.is þegar hún var innt eftir því hvernig hún hafði undirbúið sig fyrir síðasta hring.Ólafía @olafiakri hefur leik kl 14:31 á sunnudaginn á lokahringnum á lokaúrtökumótinu fyrir @LPGA pic.twitter.com/vJrP7CqLkT— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) December 3, 2016 „Mér líður vel og þessi hringur var mjög svipaður og hinir, var með 27 pútt. Planið fyrir lokahringinn er að vera andlega sterk og þolinmóð,“ segir Ólafía.Sjá einnig: Tekst Ólafíu að endurskrifa íslenska golfsögu?Það er vart annað hægt að segja en að Ólafía sé í ágætri stöðu fyrir daginn. Hún er í öðru sæti með -13, tveimur höggum á eftir Jaye Marie Green, og með níu högga forskot á fjóra kylfinga sem deila 19. sæti fyrir lokahringinn. Það er þó ekkert í hendi ennþá enda hefur það sýnt sig á þessum mótum að hlutirnir eru fljótir að breytast. Þarf ekki að fara lengra en að skoða frammistöðuna sem Ólafía sýndi á öðrum degi þegar hún lyfti sér upp um 62. sæti og blandaði sér í toppbaráttuna. Sem fyrr segir mun Ólafía hefja leik klukkan 14:30 í dag og mun Vísir greina frá gangi mála á lokahringnum. Hér að neðan má sjá þegar Ólafía púttaði fyrir fugli á 18. holu í gær.Hér púttar Ólafía fyrir fugli á 18......lokahola dagsins.. https://t.co/T9k7xxTVq5 pic.twitter.com/aYwA2Ap5RR— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) December 3, 2016 Golf Tengdar fréttir Ólafía í öðru sæti fyrir lokadaginn eftir frábæran hring Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er í frábærum málum fyrir lokahringinn á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í golfi eftir að hafa leikið fjórða hring á fjórum höggum undir pari. 3. desember 2016 20:15 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er nú einungis einum hring frá því að tryggja sig inn á stærstu kvennamótaröð heims í golfi. Ólafía leikur í dag fimmta og síðasta hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir LGPA-atvinnumótaröðina í Bandaríkjunum. Gert er ráð fyrir því að hún hefji leik um klukkan 14:30 en til að vinna sér fullan keppnisrétt á mótinu þarf hún að enda meðal tuttugu efstu kylfinganna eftir daginn. Í samtali við golf.is segist Ólafíu líða vel fyrir lokadaginn, eins og fyrir hina daga. „Ég reyni að hugsa sem minnst um golf eftir hringina og ég vinn með hugarþjálfunarverkefni á kvöldin,“ segir Ólafía við golf.is þegar hún var innt eftir því hvernig hún hafði undirbúið sig fyrir síðasta hring.Ólafía @olafiakri hefur leik kl 14:31 á sunnudaginn á lokahringnum á lokaúrtökumótinu fyrir @LPGA pic.twitter.com/vJrP7CqLkT— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) December 3, 2016 „Mér líður vel og þessi hringur var mjög svipaður og hinir, var með 27 pútt. Planið fyrir lokahringinn er að vera andlega sterk og þolinmóð,“ segir Ólafía.Sjá einnig: Tekst Ólafíu að endurskrifa íslenska golfsögu?Það er vart annað hægt að segja en að Ólafía sé í ágætri stöðu fyrir daginn. Hún er í öðru sæti með -13, tveimur höggum á eftir Jaye Marie Green, og með níu högga forskot á fjóra kylfinga sem deila 19. sæti fyrir lokahringinn. Það er þó ekkert í hendi ennþá enda hefur það sýnt sig á þessum mótum að hlutirnir eru fljótir að breytast. Þarf ekki að fara lengra en að skoða frammistöðuna sem Ólafía sýndi á öðrum degi þegar hún lyfti sér upp um 62. sæti og blandaði sér í toppbaráttuna. Sem fyrr segir mun Ólafía hefja leik klukkan 14:30 í dag og mun Vísir greina frá gangi mála á lokahringnum. Hér að neðan má sjá þegar Ólafía púttaði fyrir fugli á 18. holu í gær.Hér púttar Ólafía fyrir fugli á 18......lokahola dagsins.. https://t.co/T9k7xxTVq5 pic.twitter.com/aYwA2Ap5RR— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) December 3, 2016
Golf Tengdar fréttir Ólafía í öðru sæti fyrir lokadaginn eftir frábæran hring Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er í frábærum málum fyrir lokahringinn á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í golfi eftir að hafa leikið fjórða hring á fjórum höggum undir pari. 3. desember 2016 20:15 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía í öðru sæti fyrir lokadaginn eftir frábæran hring Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er í frábærum málum fyrir lokahringinn á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í golfi eftir að hafa leikið fjórða hring á fjórum höggum undir pari. 3. desember 2016 20:15
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti