Erlent

Ný vísbending í hvarfi Madeleine McCann: Scotland Yard telur sig geta leyst málið

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Madeleine var tæplega fjögurra ára þegar hún hvarf.
Madeleine var tæplega fjögurra ára þegar hún hvarf. Vísir/EPA
Breska rannsóknarlögreglan Scotland Yard hefur fengið meira fjármagn til rannsóknar á hvarfi Madeleine McCann eftir að ný og mikilvæg vísbending kom upp varðandi hvarf hennar.

Talið er að vísbendingin sé nægilega mikilvæg til að geta hjálpað lögreglunni að leysa málið.  Independent greinir frá þessu.

Vísbendingin sem um ræðir bendir til þess að evrópskir mansalshringir hafi rænt stúlkunni. Miklar líkur eru taldar á því að þessi nýja vísbending geti loksins leitt í ljós hvað raunverulega gerðist og eru vonir bundnar við að hægt verði að varpa ljósi á það hvort Madeleine sé enn á lífi.

Lögreglan hefur nú fjármagn til þess að halda rannsókn áfram í hálft ár í viðbót. 

Áður hafði rannsókn lögreglu á málinu gengið illa og var áætlað að ljúka henni innan örfárra mánuða vegna skorts á sönnunargögnum.

Rannsóknin hefur staðið yfir í fimm ár, en Madeleine hvarf sporlaust úr íbúð foreldra sinna á meðan þau voru í fríi í Portúgal árið 2007.    


Tengdar fréttir

Hvað varð um Madeleine McCann ?

Líklega hefur ekki verið fjallað jafn mikið um lítið barn í heimspressunni og bresku telpuna Madeleine McCann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×