Tiger ánægður þrátt fyrir misjafnt gengi um helgina Kristinn Páll Teitsson skrifar 4. desember 2016 22:30 Tiger var að vanda í rauðu á sunnudegi móts Vísir/Getty Tiger Woods hafnaði í 15. sæti á Heros World Challenge-mótinu á Bahama sem kláraðist nú í kvöld en þetta var fyrsta mótið sem hann klárar í sextán mánuði. Tiger sem er gestgjafi þessa árlega móts byrjaði af krafti og sýndi á köflum gamalkunna takta, sérstaklega á fyrstu hringjunum en hann lék á fjórum höggum yfir pari á lokadeginum. Lauk hann leik á fjórum höggum undir pari, 14 höggum á eftir japanska kylfingnum Hideki Matsuyama sem stóð uppi sem sigurvegari í kvöld. Woods sem var elsti kylfingurinn á mótinu fékk flesta fugla mótsins (24) en átti einnig slakasta hring mótsins í dag en hann vildi ekki greina frá því hvenær hann ætlaði að taka þátt í móti næst. „Það var gaman að fá alla þessa fugla, mér fannst það takast vel en svo gerði ég oft á tíðum barnaleg mistök. Ég spilaði par 4 holurnar einfaldlega hrikalega,“ sagði Woods sem segist vera að spila á nýjan máta: „Þetta er allt saman nýtt fyrir mér á ný, að spila og finna fyrir adrenalíninu í blóðinu. Það var margt jákvætt í þessu og ég get unnið í því sem fór úrskeiðis.“ Tiger var ekki tilbúinn að tjá sig um næsta tímabil. „Mig dreymir um að spila á öllum mótum á næsta tímabili en ég þarf að skoða þetta. Ég mun setjast niður með sjúkraþjálfara mínum og reyna að styrkja mig og sjá til eftir það.“ Golf Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Mourinho sofnaði á miðjum blaðamannafundi Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Hetja Liverpool átti mjög hreinskilið spjall við Slot Sport Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods hafnaði í 15. sæti á Heros World Challenge-mótinu á Bahama sem kláraðist nú í kvöld en þetta var fyrsta mótið sem hann klárar í sextán mánuði. Tiger sem er gestgjafi þessa árlega móts byrjaði af krafti og sýndi á köflum gamalkunna takta, sérstaklega á fyrstu hringjunum en hann lék á fjórum höggum yfir pari á lokadeginum. Lauk hann leik á fjórum höggum undir pari, 14 höggum á eftir japanska kylfingnum Hideki Matsuyama sem stóð uppi sem sigurvegari í kvöld. Woods sem var elsti kylfingurinn á mótinu fékk flesta fugla mótsins (24) en átti einnig slakasta hring mótsins í dag en hann vildi ekki greina frá því hvenær hann ætlaði að taka þátt í móti næst. „Það var gaman að fá alla þessa fugla, mér fannst það takast vel en svo gerði ég oft á tíðum barnaleg mistök. Ég spilaði par 4 holurnar einfaldlega hrikalega,“ sagði Woods sem segist vera að spila á nýjan máta: „Þetta er allt saman nýtt fyrir mér á ný, að spila og finna fyrir adrenalíninu í blóðinu. Það var margt jákvætt í þessu og ég get unnið í því sem fór úrskeiðis.“ Tiger var ekki tilbúinn að tjá sig um næsta tímabil. „Mig dreymir um að spila á öllum mótum á næsta tímabili en ég þarf að skoða þetta. Ég mun setjast niður með sjúkraþjálfara mínum og reyna að styrkja mig og sjá til eftir það.“
Golf Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Mourinho sofnaði á miðjum blaðamannafundi Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Hetja Liverpool átti mjög hreinskilið spjall við Slot Sport Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira