Ólafía Þórunn: Hélt mér frá Facebook Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. desember 2016 22:15 Ólafía með fjölskyldumeðlimum og stuðningsfólki í Flórída. mynd/lpga Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði frábærlega í fimm daga þegar hún tryggði sér þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni í golfi. Það gerði hún með því að tryggja sér annað sætið í lokaúrtökumótinu sem fór fram á Daytona Beach í Flórída. Ólafía Þórunn byrjaði reyndar ekki mjög vel á mótinu og var í 55. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn. Hún fékk fjóra skolla á fyrstu sjö holunum en reddaði sér fyrir horn með tveimur fuglum og stöðgri spilamennsku á seinni níu. Sjá einnig: Næsta markmið er að vinna mót á LPGA Hún segir í samtali við Vísi að hún hafi aldrei byrjað að örvænta þrátt fyrir slæma byrjun. „Það eina sem ég hugsaði um var hvað væri að klikka hjá mér. Og ég komst að þeirri niðurstöðu að ég væri að missa of mörg pútt. Það væri ástæðan fyrir öllum þessum skollum,“ sagði hún. Allir kylfingar eru með svokallað „Green Book“-rit, þar sem farið er yfir allar flatir, hvað halla varðar og fleira slíkt. „Ég var að treysta bókinni of mikið og ekki treysta sjálfri mér. Stundum er staðsetning á pinna hjá mótshöldurum ekki nákvæm og hefur minnsta skekkja áhrif á útreikninga,“ útskýrir hún. „Ég ákvað því að treysta meira á sjálfan mig. Kristinn [bróðir hennar og kylfusveinn] sagði mér hvernig útlitið væri um það bil samkvæmt bókinni og svo sá ég um framkvæmdina.“ Óhætt er að segja að þessi leiðrétting hafi gengið vel eftir því eftir þessar fyrstu sjö holur fékk hún 20 fugla en aðeins fjóra skolla. Hún fékk semsagt jafn marga skolla á fyrstu sjö holunum og hinum 83 holunum.Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er fyrsti íslenski kylfingurinn sem tryggir sér þátttökurétt á bandarísku atvinnumannamótaröðinni í golfi.Vísir/GVAHeillaóskirnar yfirþyrmandi Frábær spilamennska á öðrum keppnisdegi skilaði henni upp í sjötta sæti. Hún gaf ekkert eftir á síðustu þremur dögunum og endaði sem kunnugt er í öðru sæti. Ólafía Þórunn fékk að kynnast því að vera í forystu snemma í móti þegar hún keppti á sterku móti í Evrópumótaröðinni í Abú Dabí í síðasta mánuði. Hún gaf hins vegar eftir á síðustu dögunum og datt niður fyrir 25. sætið. „Það var mjög mikilvæg reynsla og hún kenndi mér mjög mikið,“ segir Ólafía Þórunn um hvort að mótið í Abú Dabí hafi hjálpað henni á Flórída um helgina. Sjá einnig: Get alveg spilað jafn vel og þær bestu „Það var mikið „hype“ í kringum mig þá. Allir að skrifa mér og óska mér góðs gengis. Eins skemmtilegt og það var þá var það líka yfirþyrmandi og ég þarf að læra betur á það.“ „Flestir aðrir keppendur kynnast í raun þessu ekki í sama mæli. En af því að ég er frá litla Íslandi var upplifunin allt önnur fyrir mig.“ Hún segist því hafa tekið þá meðvituðu ákvörðun að forðast samfélagsmiðla á meðan keppninni stóð yfir um helgina. „Ég ákvað að vera ekkert að skoða Faceboook. Þar með náði ég að taka aukapressu af mér. Annað sem ég gætti vel var að passa upp á að rútínan væri sterk hjá mér og að ekkert myndi trufla minn undirbúning,“ útskýrir hún.Ólafía Þórunn Kristinsdóttir slær í Abú Dabí.Mynd/LET/Tristan JonesVar löt í Abú Dabí Ólafía segir að hún hafi hagað öllum undirbúningi fyrir hvern dag eins vel og mögulegt er. Ekkert mátti út af bregða. „Mér fannst ég vera andlega sterk í Abú Dabí en ég lærði af því að ég get ekki leyft mér að slaka á neinum sviðum,“ segir hún. Sjá einnig: Ólafía náði sér ekki á strik á lokadeginum og hafnaði í 26. sæti „Til dæmis þá teygði ég í 30 mínútur eftir hvern einasta hring. Ég var löt í Abú Dabí og gerði það ekki. Enda gaf líkaminn sig á þriðja degi þar.“ „Um helgina fann ég til í bakinu og þess vegna var enn mikilvægara fyrir mig að teygja. Ég fór líka tvisvar í nudd, gerði æfingar á hverju kvöldi, borðaði hollt og passaði upp á svefninn - þá sérstaklega að sofa ekki of mikið. Það er ekki gott, alveg eins og að sofa of lítið.“Ólafía og Kristinn faðir hennar á Íslandsmótinu í golfi 2014.Vísir/GSÍSlökunaræfingar fyrir hvern rástíma Faðir Ólafíu Kristínar, Kristinn J. Gíslason, sagði við Vísi á sunnudagskvöld að hugleiðsla hafi verið stór hluti af hans lífi og að hann hafi reynt að gauka að henni ýmsum atriðum. Hún segir sjálf að hugleiðsla sé stór hluti af hennar undirbúningi. Sjá einnig: Faðir Ólafíu Þórunnar: Litla stráið mitt orðið stórt „20 mínútum fyrir hvern rástíma geri ég slökunaræfingar og sé fyrir mér eitthvað sem ég þarf á að halda. Í þessu móti skipti þolinmæði ótrúlega miklu máli og að láta mistök ekki fara í taugarnar á sér. Ég náði að stýra því vel og lét mistök ekki fara illa í mig,“ útskýrir hún en eins og sést á árangri hennar þá spilaði hún stöðugt golf síðustu fjóra dagana og hélt sér í toppbaráttunni allan tímann. Fyrsta mót Ólafíu Þórunnar á LPGA-mótaröðinni verður á Bahamaeyjum síðustu vikuna í janúar. Allar líkur eru á því að sýnt verði frá mótinu á Golfstöðinni. Golf Tengdar fréttir Ólafía auglýsti Arctic Open í viðtölum við erlenda fjölmiðla Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var ekki aðeins í viðtölum við íslenska fjölmiðla eftir frábæra frammistöðu hennar á lokaúrtökumótinu fyrir LGPA-mótaröðina. 5. desember 2016 20:00 Ólafía hættir á Evrópumótaröðinni: Á leið í aðgerð Mun líklega hætta við að reyna að komast í gegnum úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina í golfi. 6. desember 2016 13:00 Stelpan sem vann Ólafíu var að vinna í annað sinn | Sjáðu sigurpúttið Jaye Marie Green rúllaði upp úrtökumótinu fyrir þremur árum er hún spilaði á 29 undir pari. 5. desember 2016 12:40 Ragnhildur um árangur Ólafíu: Spáir flóðbylgju af ungum nýjum kylfingum Ragnhildur Sigurðardóttir ræddi við Arnar Björnsson um afrek Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Ólafía Þórunn tryggði sér eins og kunnugt er þátttökurétt á sterkustu mótaröð í heimi, LPGA-mótaröðinni. 5. desember 2016 19:15 Ólafía Þórunn í kringum 120. sæti forgangslistans Sé mið tekið af síðasta keppnistímabili ætti Ólafía Þórunn að komast á 18-22 mót á næsta keppnistímabili. 5. desember 2016 14:30 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði frábærlega í fimm daga þegar hún tryggði sér þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni í golfi. Það gerði hún með því að tryggja sér annað sætið í lokaúrtökumótinu sem fór fram á Daytona Beach í Flórída. Ólafía Þórunn byrjaði reyndar ekki mjög vel á mótinu og var í 55. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn. Hún fékk fjóra skolla á fyrstu sjö holunum en reddaði sér fyrir horn með tveimur fuglum og stöðgri spilamennsku á seinni níu. Sjá einnig: Næsta markmið er að vinna mót á LPGA Hún segir í samtali við Vísi að hún hafi aldrei byrjað að örvænta þrátt fyrir slæma byrjun. „Það eina sem ég hugsaði um var hvað væri að klikka hjá mér. Og ég komst að þeirri niðurstöðu að ég væri að missa of mörg pútt. Það væri ástæðan fyrir öllum þessum skollum,“ sagði hún. Allir kylfingar eru með svokallað „Green Book“-rit, þar sem farið er yfir allar flatir, hvað halla varðar og fleira slíkt. „Ég var að treysta bókinni of mikið og ekki treysta sjálfri mér. Stundum er staðsetning á pinna hjá mótshöldurum ekki nákvæm og hefur minnsta skekkja áhrif á útreikninga,“ útskýrir hún. „Ég ákvað því að treysta meira á sjálfan mig. Kristinn [bróðir hennar og kylfusveinn] sagði mér hvernig útlitið væri um það bil samkvæmt bókinni og svo sá ég um framkvæmdina.“ Óhætt er að segja að þessi leiðrétting hafi gengið vel eftir því eftir þessar fyrstu sjö holur fékk hún 20 fugla en aðeins fjóra skolla. Hún fékk semsagt jafn marga skolla á fyrstu sjö holunum og hinum 83 holunum.Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er fyrsti íslenski kylfingurinn sem tryggir sér þátttökurétt á bandarísku atvinnumannamótaröðinni í golfi.Vísir/GVAHeillaóskirnar yfirþyrmandi Frábær spilamennska á öðrum keppnisdegi skilaði henni upp í sjötta sæti. Hún gaf ekkert eftir á síðustu þremur dögunum og endaði sem kunnugt er í öðru sæti. Ólafía Þórunn fékk að kynnast því að vera í forystu snemma í móti þegar hún keppti á sterku móti í Evrópumótaröðinni í Abú Dabí í síðasta mánuði. Hún gaf hins vegar eftir á síðustu dögunum og datt niður fyrir 25. sætið. „Það var mjög mikilvæg reynsla og hún kenndi mér mjög mikið,“ segir Ólafía Þórunn um hvort að mótið í Abú Dabí hafi hjálpað henni á Flórída um helgina. Sjá einnig: Get alveg spilað jafn vel og þær bestu „Það var mikið „hype“ í kringum mig þá. Allir að skrifa mér og óska mér góðs gengis. Eins skemmtilegt og það var þá var það líka yfirþyrmandi og ég þarf að læra betur á það.“ „Flestir aðrir keppendur kynnast í raun þessu ekki í sama mæli. En af því að ég er frá litla Íslandi var upplifunin allt önnur fyrir mig.“ Hún segist því hafa tekið þá meðvituðu ákvörðun að forðast samfélagsmiðla á meðan keppninni stóð yfir um helgina. „Ég ákvað að vera ekkert að skoða Faceboook. Þar með náði ég að taka aukapressu af mér. Annað sem ég gætti vel var að passa upp á að rútínan væri sterk hjá mér og að ekkert myndi trufla minn undirbúning,“ útskýrir hún.Ólafía Þórunn Kristinsdóttir slær í Abú Dabí.Mynd/LET/Tristan JonesVar löt í Abú Dabí Ólafía segir að hún hafi hagað öllum undirbúningi fyrir hvern dag eins vel og mögulegt er. Ekkert mátti út af bregða. „Mér fannst ég vera andlega sterk í Abú Dabí en ég lærði af því að ég get ekki leyft mér að slaka á neinum sviðum,“ segir hún. Sjá einnig: Ólafía náði sér ekki á strik á lokadeginum og hafnaði í 26. sæti „Til dæmis þá teygði ég í 30 mínútur eftir hvern einasta hring. Ég var löt í Abú Dabí og gerði það ekki. Enda gaf líkaminn sig á þriðja degi þar.“ „Um helgina fann ég til í bakinu og þess vegna var enn mikilvægara fyrir mig að teygja. Ég fór líka tvisvar í nudd, gerði æfingar á hverju kvöldi, borðaði hollt og passaði upp á svefninn - þá sérstaklega að sofa ekki of mikið. Það er ekki gott, alveg eins og að sofa of lítið.“Ólafía og Kristinn faðir hennar á Íslandsmótinu í golfi 2014.Vísir/GSÍSlökunaræfingar fyrir hvern rástíma Faðir Ólafíu Kristínar, Kristinn J. Gíslason, sagði við Vísi á sunnudagskvöld að hugleiðsla hafi verið stór hluti af hans lífi og að hann hafi reynt að gauka að henni ýmsum atriðum. Hún segir sjálf að hugleiðsla sé stór hluti af hennar undirbúningi. Sjá einnig: Faðir Ólafíu Þórunnar: Litla stráið mitt orðið stórt „20 mínútum fyrir hvern rástíma geri ég slökunaræfingar og sé fyrir mér eitthvað sem ég þarf á að halda. Í þessu móti skipti þolinmæði ótrúlega miklu máli og að láta mistök ekki fara í taugarnar á sér. Ég náði að stýra því vel og lét mistök ekki fara illa í mig,“ útskýrir hún en eins og sést á árangri hennar þá spilaði hún stöðugt golf síðustu fjóra dagana og hélt sér í toppbaráttunni allan tímann. Fyrsta mót Ólafíu Þórunnar á LPGA-mótaröðinni verður á Bahamaeyjum síðustu vikuna í janúar. Allar líkur eru á því að sýnt verði frá mótinu á Golfstöðinni.
Golf Tengdar fréttir Ólafía auglýsti Arctic Open í viðtölum við erlenda fjölmiðla Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var ekki aðeins í viðtölum við íslenska fjölmiðla eftir frábæra frammistöðu hennar á lokaúrtökumótinu fyrir LGPA-mótaröðina. 5. desember 2016 20:00 Ólafía hættir á Evrópumótaröðinni: Á leið í aðgerð Mun líklega hætta við að reyna að komast í gegnum úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina í golfi. 6. desember 2016 13:00 Stelpan sem vann Ólafíu var að vinna í annað sinn | Sjáðu sigurpúttið Jaye Marie Green rúllaði upp úrtökumótinu fyrir þremur árum er hún spilaði á 29 undir pari. 5. desember 2016 12:40 Ragnhildur um árangur Ólafíu: Spáir flóðbylgju af ungum nýjum kylfingum Ragnhildur Sigurðardóttir ræddi við Arnar Björnsson um afrek Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Ólafía Þórunn tryggði sér eins og kunnugt er þátttökurétt á sterkustu mótaröð í heimi, LPGA-mótaröðinni. 5. desember 2016 19:15 Ólafía Þórunn í kringum 120. sæti forgangslistans Sé mið tekið af síðasta keppnistímabili ætti Ólafía Þórunn að komast á 18-22 mót á næsta keppnistímabili. 5. desember 2016 14:30 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía auglýsti Arctic Open í viðtölum við erlenda fjölmiðla Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var ekki aðeins í viðtölum við íslenska fjölmiðla eftir frábæra frammistöðu hennar á lokaúrtökumótinu fyrir LGPA-mótaröðina. 5. desember 2016 20:00
Ólafía hættir á Evrópumótaröðinni: Á leið í aðgerð Mun líklega hætta við að reyna að komast í gegnum úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina í golfi. 6. desember 2016 13:00
Stelpan sem vann Ólafíu var að vinna í annað sinn | Sjáðu sigurpúttið Jaye Marie Green rúllaði upp úrtökumótinu fyrir þremur árum er hún spilaði á 29 undir pari. 5. desember 2016 12:40
Ragnhildur um árangur Ólafíu: Spáir flóðbylgju af ungum nýjum kylfingum Ragnhildur Sigurðardóttir ræddi við Arnar Björnsson um afrek Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Ólafía Þórunn tryggði sér eins og kunnugt er þátttökurétt á sterkustu mótaröð í heimi, LPGA-mótaröðinni. 5. desember 2016 19:15
Ólafía Þórunn í kringum 120. sæti forgangslistans Sé mið tekið af síðasta keppnistímabili ætti Ólafía Þórunn að komast á 18-22 mót á næsta keppnistímabili. 5. desember 2016 14:30